Skírnir - 01.01.1973, Page 230
228
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Lýðveldismálið fór ekki fram hjá ráðamönnum í Moskvu vorið
1944. I maí átti Pétur Benediktsson sendiherra í Moskvu viðræður
við helztu embættismenn sovézka utanríkisráðuneytisins og bar
lýðveldisstofnunina jafnan á góma. Pétur varð þess áskynja, að
Kreml fylgdist náið með framgangi málsins. Vyshinsky fitjaði upp
á því, að „stór tíðindi“ væru í vændum á íslandi. Pétur samsinnti
því og sagði, að ekki gæti leikið neinn vafi á úrslitum þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar. Ráðherrann spurði að bragði: „Hvernig er
háttað með Alþýðuflokkinn ? . .. er sá flokkur ekki heldur lítill á
Islandi?“ Pétur játaði því og sagði Vyshinsky, að Alþýðuflokkur-
inn hefði komizt að samkomulagi við aðra flokka um lausn sam-
bandsmálsins. „En konunginum í Danmörku fellur ekki þessi nið-
urstaða,“ segir Vyshinsky og hlær við.5 Tveir af þekktustu dipló-
mötum Sovétríkjanna, aðstoðarráðherrarnir Litvinov og Maisky,
brydduðu einnig á lýðveldismálinu við Pétur.0
í júníbyrjun gekk Pétur á fund Molotovs utanríkisráðherra og
afhenti honum tilkynningu um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar og
fyrirhugaða lýðveldisstofnun. Pétur hafði orð á því, að Banda-
ríkin hefðu útnefnt sérstakan fulltrúa á lýðveldishátíðina. „Náttúr-
lega þætti íslendingum ákaflega vænt um slíkan vináttuvott við land
og þjóð frá hinum stærri ríkjum.“ Molotov spurði: „En hvað gerir
Bretland?“ Pétur svaraði því til, að sér hefðu ekki borizt fregnir
um fyrirætlanir annarra ríkja. Molotov lét Pétur því næst rekja í
þaula, hvaða ríki hefðu sendimenn á íslandi. Er Pétur hafði lokið
upptalningunrti sagðist Molotov ætla að skýra stjórn sinni frá til-
kynningunni um lýðveldisstofnun. Enga skoðun lét Molotov uppi á
erindrekaskipun. Pétur fór því jafnnær af fundinum, en var það
nokkur huggun, að Molotov hefði verið „sérlega vinsamlegur og í
góðu skapi, dagurinn enda heppilegur, þar eð góðar fregnir höfðu
borizt af innrásinni í Frakkland, sem hófst í gær“.7
Daginn eftir fundinn með Molotov fékk Pétur frétt um, að Bret-
land og Noregur hefðu skipað sérstaka erindreka. Hann brá snöggt
við, gekk á fund skrifstofustjóra utanríkisráðuneytisins, Orlov,
og tjáði honum, að „þrír af fjórum [sic] sendiherrum í Reykjavík“
hefðu verið skipaðir sérstakir erindrekar. Pétur sagði, að það væri
ekki sitt að gera tillögur um, hvað fjórða ríkið gerði, en vitað væri
að ákvörðun ríkjanna þriggja hefði vakið mikla ánægju á Islandi.