Skírnir - 01.01.1973, Page 231
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
229
Molotov hefði innt sig eftir afstöSu annarra ríkja en Bandaríkjanna,
og þætti sér vænt um, ef tíSindin yrSu látin berast til ráSherrans.
Orlov hét því, aS svo skyldi gert.8 Nokkrum dögum síSar gerSi Pét-
ur lokatilraun til aS ýta á eftir Sovétstjórninni. 'Hann skrifaSi Orlov
bréf og taldi þar upp þau lönd, sem skipaS höfSu sérstaka erind-
reka.9 Fyrirhöfn Péturs varS til einskis. Þau skriflegu „svör“ sem
bárust frá Molotov og Orlov voru aSeins viSurkenning móttöku á
erindum sendiherrans. Sovétríkin höfSu ákveSiS aS taka þátt í lýS-
veldishátíSinni meS sínu lagi. Þetta kom brátt í Ijós. Einn allra
sendimanna stórveldanna fékk sovézki sendiherrann ekki litilinn
„sérstakur erindreki“. Hann var því aSeins þögull áheyrandi á Þing-
völlum 17. júní. Þetta hlaut aS stinga í augu íslendinga, og setti
Krassilnikov skörinni lægra öSrum sendimönnum í diplómatísku
tilliti. En þar meS var ekki öll sagan sögS. Sérstakur erindreki
Bandaríkjaforseta, Dreyfus, hafSi þaS hlutvérk aS flytja utanríkis-
ráSherra þakkarávarp fyrir hönd erlendra sendimanna. Avarp
Dreyfusar - dæmigerS borSræSa - skyldi flutt í kvöldverSarboSi
íslenzku ríkisstjórnarinnar 18. júní. Er Krassilnikov var afhent af-
rit af ræSunni hrá svo viS, aS hann harSneitaSi aS láta Dreyfus
mæla fyrir sína hönd. SagSisl sendiherrann aSeins geta tekiS þátt
í persónulegum hamingjuóskum til Islendinga. Hann „mætti ekki
bendla sig viS neins konar vináttuvott viS íslenzka lýSveldiS án
fyrirmæla frá stjórn sinni“. Sovétríkin voru því viS sama heygarSs-
horniS. Frá þeim barst hvorki opinber viSurkenning né árnaSar-
óskir. Og enn var viSkvæSi Krassilnikovs: Fyrirmæli hafa ekki
borizt.10
Sovétmenn voru greinilega þeirrar skoSunar, aS ekkert lægi á
því aS viSurkenna íslenzka lýSveldiS. ÞaS mátti reyndar túlka sem
óbeina viSurkenningu, aS sendiherrann tók þátt í lýSveldishátíSa-
höldunum og sovézkir embættismenn, þ. á m. Vyshinsky, mættu
til móttöku í íslenzka sendiráSinu í Moskvu 17. júní.11 En lengra
gengu Sovétmenn ekki. Þeir svöruSu ekki einu sinni tilkynningunni
um lýSveldisstofnun, sem Pétur sendiherra afhenti Dekanozov aS-
stoSarutanríkisráSherra í Moskvu 19. júní. Dekanozov, sem hafSi
umsjón meS íslandsmálum, hafSi ekkert um efni tilkynningarinn-
ar aS segja. RáSherrann hafSi „enn ekki heyrt frá sendiherra Sovét-
ríkjanna um máliS“.12 ÞaS var ekki fyrr en í júlímánuSi, sem