Skírnir - 01.01.1973, Side 232
230
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
þótti endanlega skorið úr um viðurkenningu Sovétríkjanna. Hún
var fólgin í því, að skipzt var á nýjum embættisskilríkjum fyrir
sendiherra ríkjanna.13
Framkoma Krassilnikovs vakti að vonum eftirtekt og undrun í
Washington og London. Bandaríkjamenn og Bretar litu svo á í
fyrstu, að þumbaraháttur sovézka sendiherrans væri ekki til marks
um viðhorf Sovétstj órnar til lýðveldisins. Hann yrði að skrifa á
reikning sendiherrans, sem væri óreyndur og hefði ekki uppburöi í
sér til frumkvæðis.14
Rúmum mánuði eftir lýðveldishátíðahöldin gerðust tíðindi, sem
talin voru varpa nýju Ijósi á breytni Krassilnikovs. I tímaritinu
Stríðið og verkalýðurinn birtist grein um ísland eftir N. Osipenko.
Höfundurinn lagði áherzlu á hversu Island væri háð erlendum inn-
flutningi. Stríðið hefði rofiö tengsl landsins við Evrópu. Afleið-
ingin væri sú, að ísland hefði orðið efnahagslega háð Bandaríkj-
unum vegna innflutningsins. Bandaríkin hefðu löngum gert sér
grein fyrir hernaðargildi landsins. Efnahagstengslin og seta öflugs
bandarísks herliðs á Islandi hefði skapað þar „mjög sérstæðar að-
stæður“. Úr þessum jarðvegi væri sú stjórnmálahreyfing sprottin,
sem leiddi til aðskilnaðar við Danmörku. Greinin endaði á til-
vitnun í leiðara The Times. Þar var fullyrt, að Island yrði jafnt í
framtíð sem nútíð að reiöa sig á erlendan stuðning. Times taldi
greinilega, að ísland ætti að sækja þann stuðning til Bretlands og
Bandaríkjanna. Lokaorð Osipenkos voru á þá lund, að Times-\ei<5-
arinn sýndi þróun íslenzkrar utanríkisstefnu undir „núverandi
kringumstæðum“.15
Grein Osipenkos töldu Bandaríkjamenn skýra viðhorf Sovét-
ríkjanna til Islands. Hún var álitin vísbending um, að framkoma
Krassilnikovs hefði, þegar allt kom til alls, ekki stafaö af neinni til-
viljun. Bandaríski sendiherrann í Moskvu, Averell W. Harriman,
sagði greinina lýsa „áhuga Sovétríkjanna á íslandi og dulinni óá-
nægju með þá þróun, sem fært hefur Island inn á bandarískt hags-
munasvæði“. Norski sendiherrann í Moskvu, Rolf Andvord, taldi
Sovétstjórnina óánægða með sambandsslitin. Ástæðan væri sú, að
Sovétríkin hefðu vænzt þess að geta haft hönd í bagga með Islands-
málum vegna væntanlegra áhrifa sinna í Skandinavíu. Nú óttuðust
þau, að Island hallaði sér að Bandaríkjunum í framtíðinni.16