Skírnir - 01.01.1973, Page 234
232
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
við viðbrögð annarra sendimanna. Um þetta var ráðamönnum í
Kreml fullkunnugt. Krassilnikov hefði því strax orðið uppvís að
því að brjóta gegn vilja yfirboðara sinna. Þá verður að reikna með
því, að sendiherrann hafi litið á það sem skyldu að rekja jafnóðum
gang mála fyrir stjórn sinni. Sovézka sendiráðið sat að minnsta kosti
ekki auðum höndurn, meðan á lýðveldisstofnun stóð. A því tímabili
fór „afar mikill fjöldi dulmálsskeyta“ frá sendiráðinu um hendur
ritskoðunar bandamanna í Reykjavík.19 Allt ber þetta að sama
brunni: Krassilnikov hafði fengið fyrirmæli og fylgdi þeim. Fyrir-
mælin fjölluðu ekki um venjulegar siðareglur. Þvert á móti; þau
settu sendiherranum þær skorður, að framkoma hans stangaðist á
við slíkar reglur.
IX. EFTIRMÁL
Bandaríkjamenn og Bretar álitu sig fá nokkuð fyrir sinn snúð
vegna viðhafnar sinnar við lýðveldisstofnunina. Þótt Bretum þætti
súrt í brotið að skipa sérstakan erindreka, væntu þeir sér sárabóta.
Shepherd vonaði, að skipunin myndi „auðvelda okkur að ná fram
þeim hlunnindum [concessions], sem við kunnum að óska frá Is-
lendingum að stríði loknu“.1 Það sjónarmið að láta Bandaríkja-
menn ekki skáka brezkum hagsmunum hafði frá upphafi ráðið
skipun brezka erindrekans. I London virtist mönnum sem til nokk-
urs hefði verið unnið, ef dæma mætti af leiðara Vísis. Hann sýndi
hlýju í garð Bretlands, „sem er uppörvandi með tilliti til þeirrar
áráttu Islendinga að halla sér að Bandaríkjunum sem sínum jóla-
svemi
Bandaríkjamönnum þótti eftirtekjan góð. Dreyfus skýrði frá því,
að margir af æðri embættismönnum, þ. á m. „sá mikli Bandaríkja-
vinur“ Vilhjálmur Þór, hefðu lýst þakklæti sínu vegna frumkvæðis
Bandaríkjanna. Erindrekaskipunin hafði „borið ríkulegan ávöxt“
að dómi sendiherrans.3 Cumming var einnig ánægður með árang-
urinn af tillögum sínum, sem áttu að þjóna framtíðarhagsmunum
Bandaríkjanna. Hann taldi að vinátta í garð Bandaríkjanna hefði
náð „nýju hámarki“ á íslandi.4
Þegar lýðveldishátíðin var liðin og komið fram í ágústmánuð,
hófust eftirmál þeirra sviptinga, sem fram fóru fyrir lýðveldisstofn-
un. Eftirmálin sýna enn þann ríg, sem örlaði á með Bretum og