Skírnir - 01.01.1973, Page 236
234
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
sendiráðunautur, heyrði hvað gerzt hafði „blöskraði honum“.
Warner bar málið ekki upp í embættisnafni, en taldi líklegt, að
sendiráðsmaðurinn skrifaði Cumming einkabréf af þessu tilefni.6
Um framhald á rekistefnu Warners þegja heimildir.
X. NIÐURSTAÐA
Afstaða Bandaríkjanna til lýðveldisstofnunar var í grundvallarat-
riðum jákvæð, þrátt fyrir frestunarbeiðnina 1942. Staða Bandaríkj-
anna gagnvart Danmörku var þá allerfið. Aðeins rúmt ár var liðið
frá því, að Bandaríkin reistu herstöðvar á Grænlandi og lögðu undir
sig dönsk skip í bandarískum höfnum. Herstöðvarnar voru reistar
samkvæmt samningi við Henrik Kauffmann. Eins og vænta mátti
var samningurinn gerður án nokkurs samráðs við dönsku stjórn-
ina. Lýsti stjórnin því yfir, að samningurinn væri ólöglegur og að
Kauffmann væri sviptur embætti, en Bandaríkjamenn skeyttu því
engu. Hernám Danmerkur var afsökun Bandaríkjanna fyrir þessum
hæpnu ráðstöfunum. Til þeirra var gripið í trausti þess, að danska
þjóðin léti sér þær lynda sem hernaðaraðgerð gegn þýzku árásar-
öflunum.
Þessar sérstöku kringumstæður í sambúð Danmerkur og Banda-
ríkjanna verður að hafa í huga. Eins og Hugh S. Cumming Jr.
hefur staðfest, áttu þær sinn þátt í að knýja Bandaríkjamenn til
afskipta af sambandsmálinu. Sambandsslit - í kjölfar þess, sem
á undan var gengið - voru talin geta skapað jarðveg fyrir áróður
Þjóðverja. Bandaríkjamenn óttuðust einnig, að skilnaðurinn yrði
vatn á myllu danskra þj óðverj asinna, og að hann opnaði höggstað
á frjálsum Dönum.1
Lýðveldisstofnun 1944 fór að öllu leyti saman við hagsmuni
Bandaríkjamanna. Þeir litu orðið á Island sem útvirki Vesturálfu
og lék hugur á því, að landið skipaði sér til frambúðar í sveit
Vesturálfuríkja. Með sambandsslitum hafði Island höggvið á tengsl,
sem um aldir höfðu knýtt landið Norðurálfu. Bandaríkjamenn not-
uðu því lýðveldisstofnunina til að laða ísland í vesturátt með vina-
hótum. Áhugi þeirra á hernaðaraðstöðu hér á landi að lokinni
styrjöldinni ýtti enn undir tilraunir þeirra til að vinna hylli ís-
lendinga.
Skýringar á fáleikum Sovétríkjanna við lýðveldisstofnun er að