Skírnir - 01.01.1973, Page 245
SKÍRNIR
SÍLDARSAGA
243
öll lögð í munn Uglu Falsdóttur. Þessi Norðurlandsstúlka er þó eng-
inn óháður skrásetjari atburðanna. Hún liíir þá bæði innanfrá og
utanfrá, hún er sjálf sögupersóna.
Næst birtist slíkur „sögumaður“ í Brekkukotsannál (1957), þar
sem Alfgrímur horfir um öxl til uppvaxtarára sinna í Reykjavík
um síðustu aldamót. En viðhorfið er öðruvísi en í Atómstöðinni.
Ugla segir frá líðandi stund í nokkurs konar dagbókarformi, hún
stendur í miðri atburðarásinni. Álfgrímur rekur endurminningar
sínar frá æskuárum, sem verða að persónulegri aldarfarslýsingu.
Umbi, umboðsmaður biskups í Kristnihaldi undir Jökli (1968),
segir aftur frá samtíma sínum, enda er hann gerður út til að gefa
skýrslu um ástandið í ákveðnu prestakalli. Hann stendur í upphafi
alveg utan við það umhverfi sem hann er að lýsa. Segulbandstækið,
sem hann notar til að taka upp viðtöl sín, verður að tákni hlutleysis-
ins. En það reynist honum torvelt að halda þessu hlutleysi. „Um-
boð“ Umba endar sem sé með því að hann dregst inn í straum at-
burðanna og verður ao lokum sjálfur þátttakandi og „sögupersóna“.
Innansveitarkronika (1970) kemst ábyggilega næst því að vera
„sannsöguleg“ og „dókumentarísk“ af skáldsögum Halldórs, enda
virðist sögumaður þessarar sögu tvímælalaust vera höfundurinn
sjálfur. En það er varla hægt að kalla hann sögupersónu; hann er
einmitt skrásetjari - „blekberi“ (109) eða „blekbóndi sá sem hér
er að verki“ (142), svo að hans eigin orð séu notuð.
Um sögumann í Guðsgjafaþulu horfir að lokum dálítið öðruvísi
við en í Innansveitarkroniku. Tímasetning og staðsetning í upp-
hafi bókarinnar kemur einsog margt fleira að vísu vel heim við
æviferil höfundarins. Samt væri fjarstæða að telja sögumann Hall-
dór Laxness sjálfan. Hann hefur aðeins notað þetta frásagnar-
form til þess að gefa sögunni ákveðna byggingu og sérstakan blæ.
Þegar í fyrsta kafla bókarinnar hittir sögumaður í Kaupmanna-
höfn Bersa Hjálmarsson, stórkostlegan síldarkaupmann. Sögumað-
ur er við þetta tækifæri átján ára, skáld - „einsog aðrir samlandar
mínir“ (7) - og verzlar með fugla. Bersi ræður hann tafarlaust til
þess að skrifa ævisögu sína. Fyrst tekur lesandinn þessu kannski sem
hálfgerðri skrýtlu, einsog „ég“ gerir auðsjáanlega sjálfur. En reynd-
ar verður bókin saga íslandsbersa og um leið saga Íslandssíldarinn-
ar á okkar öld.