Skírnir - 01.01.1973, Page 246
244
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Eftir þennan fyrsta fund sögumanns og Bersa vorið 1920 skilj-
ast leiðir þeirra, og sögumaður segist hafa haldið að þetta atvik í
ævi hans væri þar með búið: „Leingi þóttist ég óhultur um að þeir
fimm kapítular sem nú voru lesnir (Vormorgunn í Kaupmannahöfn
osfrv) mundu aldrei verða annað en það sem þeim var ætlað í upp-
hafi fyrir mart laungu: afþreyíngarlesmál í sunnudagsblaði sem
birti eftir mig smávegis dótarí snemma á mínum utanvistarárum;
endurminníng án skuldbindíngar.“ (65-66)
En reynsla hans verður önnur, svipuð reynslu Umba í Kristni-
haldi undir Jökli: maður kemst ekki í snertingu við mannlegt líf,
við náunga sína, „án skuldbindíngar“, án ábyrgðar. Eða einsog það
er orðað hér í Guðsgjafaþulu:
En hafi maður uppgötvað að ekki er til nema ein veröld er best að vera við
því búinn að lítilræði sem manni bar óvart fyrir augu í snöggum svip gegnum
glugga gángi tvíelleft aftur eftir átján ár; og nú ekki leingur sem marklaus
tilviljun, heldur undir ófrávísanlegu lögmáli þessarar veraldar, þar sem maður
er seldur undir skyldur og ábyrgð, einnig af því sem maður sá af tilviljun
þegar maður var úngur. (66)
Vordagarnir í Kaupmannahöfn 1920 gera aftur vart við sig,
saga Islandsbersa heldur áfram. En þar sem fundum hans og sögu-
manns ber ekki aftur saman fyrr en átján árum seinna, verður að
fylla í eyðurnar - þ. e. a. s. sögumaður þykist þurfa að gera það.
Það er gert rneð því að vitna í ritaða heimild, bókina Síldarsaga
mín (Grákolluútgáfan, Rvík) eftir Egil D. Grímsson, en hún birtist
„einu eða tveim árum eftir að höfundurinn dó háaldraður á sjö-
unda tug aldarinnar“ (183-184). „Þetta innskot úr annarri bók
geymir vitneskju sem ég hefði ekki sjálfur verið í færum að veita.“
(66)
Þó varar höfundurinn okkur sjálfur við að taka slíkar „heim-
ildir“ alltof hátíðlega. Hann segir nefnilega í eftirmálanum - en
ekki fyrr! - að það sé „ekki vænlegt til árángurs að leita í hillum
hjá bókamönnum að ritum sem í er vitnað í textanum“ (305). Það
er heldur ekki laust við að ýmislegt í bókinni Síldarsaga mín komi
lesandanum grunsamlega „kiljanskt“ fyrir sjónir, t. d. þessi klausa:
Þá spyr Bersi Hjálmarsson: Er það satt að hestur hafi framið sjálfsmorð
norðurí Húnavatnssýslu í vetur?
Hver segir það?