Skírnir - 01.01.1973, Page 247
SKIRNIR
SÍLDARSAGA
245
Það stóð í blaði. Símskeyti frá íslandi. Hann hljóp útá sjávarís þángaðtil
hann var kominn útí hafsauga, þá steypti hann sér oní; hann kastaði sér í
sjóinn. Þetta hefur verið nokkuð ieiðinlegur hestur. (73)
Þegar sögumaður og íslandsbersi hittast aftur á íslandi eftir
átján ár, og sögumaður er ráðinn ritstjóri vikublaðsins Norðurhjar-
ans í Djúpvík, er enn vitnað í „heimild“, sem sé greinar úr blaðinu,
eftir fyrirrennara sögumanns. Þær eiga að lýsa staðnum, miðstöð
Bersa á síldveiðitímanum, en eru vissulega ekki síður „kiljanskar“
en Síldarsaga mín, t. d. fréttirnar af hinni vinsælu geit í plássinu,
sem „hér slagar um bæinn og slagað hefur undanfarin ár, sumir
segja áratugi“, en sem „er nú því miður vel á veg komin að verða
tannlaus af drykkjuskap, aðrir segja af sígarettuáti og neftóbaki
‘undir vörina’“ (140).
Allar slíkar tilvitnanir í „heimildir“ eiga auðvitað að gefa í skyn,
þó að í gamni sé, að hér sé farið samvizkusamlega með staðreynd-
ir, en ekki eftir geðþótta skálds. Frá eigin brjósti segir sögumaður
aðeins frá atburðum sem hann hefur lifað sjálfur!
„Dókumentarískt“ form Guðsgjafaþulu má þá kalla nokkurs kon-
ar „listræna blekkingu“, einsog Laxness hefur einu sinni orðað til-
gang skáldskaparins. Til að leggja frekari áherzlu á „kronikusjón-
armiðið“ notar sögumaður ýmis fastmótuð orðatiltæki sem við
þekkjum úr eldri íslenzkri frásagnarlist - og frá sumum seinni bók-
um Halldórs, t. d. Brekkukotsannál, Paradísarheimt og Innansveit-
arkroniku. „Sá maður af danskri ætt er nefndur til sögunnar er
Gotti hefur heitið Gottesen, kallaður barón af Hofsós; mun á dönsku
vera skrifaður Gotfredsen.“ (75) „Ég skal nú halda þessari sögu
áfram eins beina leið og kostur er. Það er næst, að skömmu síðar
berst skipsaga af Austfjörðum.“ (217) „Nú hefst frásögn af þætti
sögumanns í þessum atburðum.11 (254)
Slíkt, og margt annað af sama tagi, setur sinn svip á frásögnina.
Það virðist vitna um sögumann sem athugar sinn gang, fer hægt og
rólega, segir okkur frá hlutunum í réttri röð, að vel yfirveguðu
máli. Tímasetningar einsog „nærri eggtíð“ (7) eða „á eggtíð og
stekktíð“ (138) benda í sömu átt; þannig talar maður með traust-
vekjandi þjóðlegt viðhorf, gamaldags áreiðanleika.
Stílaðir á þennan hátt fjarlægast okkur atburðirnir, við sjáum þá
svo að segja frá algerlega hlutlausu sjónarmiði. Það er að vísu