Skírnir - 01.01.1973, Page 250
248
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
íngur vildi liundsnýta, en útlendíngar sóttust eftir að kaupa“ (85).
Þverstæðan er sjaldan fjarri í skáldskap Halldórs; hún er mikil-
vægt tæki hans að koma lesandanum á óvart og sýna honum nýjar
hliðar hlutanna. I þessu sambandi er enn vitnað í „heimild“, sem
sé „hina merku rannsókn næríngarfræðíngsins Prof. dr. Joensens á
mataræði íslendínga. (Prof. dr. S. G. Joensen, Die klassische Na-
tionalkost der Islaender durch ein Jahrtausend. Eine nahrungs-
wissenschaftliche Studie. Universitaets-Biicherei. Göttingen osfrv.)“
(81) En þessi næringarfræðingur, sem virðist sálfræðingur í aðra
röndina, fjallar m. a. um óbeit íslendinga á fiskum sem „voru ó-
fríðir í andliti“. „Nytjafiskar máttu ekki heldur hafa ankannalegt
sérbragð né tilgerðarlegt litaskrúð, hjáleitt við umhverfið, heldur
urðu að vera nokkurnveginn gráir á grátt ofan.“ (82-83)
Það er fróðlegt að sjá hvernig höfundurinn nálgast pólitíkina í
þessum aldarspegli sínum, ef borið er saman við tilsvarandi lýsing-
ar á sama tímabili í bókum einsog Sölku Völku eða Sjálfstœðu fólki.
I þessum skáldsögum var róttækt stjórnmálalegt viðhorf skáldsins
að vissu leyti kvika frásagnarinnar; það var beint viðbragð hans
við samtímanum, heima og erlendis. En í Guðsgjafaþulu er þetta
allt orðið saga og skoðað úr fjarska. Þegar sagt er frá verkfalli er
það gert í annálsstíl: „Sagan geymir þennan atburð á spjöldum
sínum sem Bryggjuslaginn mikla á Djúpvík.“ (203) Um verkfalls-
brjóta við sama tækifæri segir: „Þessir menn eru nefndir fasistar í
samtímaheimildum um atburðinn.“ (202)
Stjórnmálastefnur og skoðanakerfi eru yfirleitt ekki tekin hátíð-
lega, enda virðast slík mál hér feiknalega flókin og næstum því dul-
ræn. Formaður verkalýðsfélagsins í Djúpvík - sem er talið bylting-
arsinnað félag og „fyrirmynd annarra verkalýðsfélaga í þeim
púnkti“ - er um leið „forstjóri fyrir Djúpsíld, síldarbræðslu ríkis-
ins og síldarverksmiðju bæjarins, sýslunefndarmaður, alþíngismað-
ur kjördæmisins osfrv osfrv“. Við þessi fjölþættu störf er hann
„laungu hættur að tala fræðilega nema kanski við grænjaxla“, virð-
ist efunargjarn og tortrygginn frekar en rétttrúaður. „Altíeinu gat
hann komið með látlausa athugasemd sem var svo full af heilbrigðri
skynsemi og meinlegri fyndni að maður spurði sig hvort hann sem
góður og gegn marxisti hefði ekki orðið að láta hauga af réttum
lærdómi fyrir þessa snáfvísi.“ (156-157) Einsog í öðrum bókum