Skírnir - 01.01.1973, Page 252
250
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Gaggalagú.“ (147-149) í þessu húsi mun gesturinn „gleyma sorg-
um, það mun fara vel fyrir honum þó hann sé drukkinn eða bara
stúlka“ (148). Hér stendur tíminn kyrr.
3
Aldarspegill Guðsgjafaþulu, sýnir okkur marglita, sundurleita og
skoplega mynd af þjóðfélagi á umbrotatíma. En myndin verður að
sögu með því að tengjast örlögum ákveðinna manna.
Við mætum Islandsbersa á fyrstu blaðsíðu bókarinnar og skilj-
um við hann á þeirri síðustu. Hann er einn af þessum hálf-yfirnátt-
úrlegu mönnum, með svip af goðsögn, sem við þekkjum úr mörgum
fyrri bókum Halldórs. Sem síldargróssérier hannmikill athafnamað-
ur, og á ógrynni af kunningjum í öllum áttum. Hann hefur auð-
sjáanlega gaman af að sjá fólk kringum sig í veizlu, og er sjálfur
spilamaður og viskísvelgur. Hann er þjóðkunnur maður, og þó að
kaupmennska hans kunni stundum að jaðra við svindl er hann vin-
sæll hjá almenningi. „Einhvernveginn vann þessi maður sér traust
þrátt fyrir alt. Landslýðnum þótti vænt um hann einsog nokkurs-
konar hetju á borð við Gretti sterka Ásmundarson.“ (290)
En um leið er Bersi dulur maður, að vissu leyti frekar áhorfandi
en þátttakandi í sínum eigin veizlum. Þegar hann býður viðskipta-
vinum sínum „loðbændum“ uppá viskí í Djúpvík, er honum lýst
þannig: „Sjálfur sat hann yfir drykk sínum utansviðs, stundum
einsog sýníngargestur á fyrsta innbekk, stundum útí horni einsog
maður sem hefur keypt sér pláss á efstusvölum. Hann lagði ekki
orð í belg nema til að fara með vísupart sem kom af fjöllum, eða
leggja fyrir menn þraut; en ístran á honum gekk í bylgjum.“ (239-
240)
íslandsbersi er auðvitað ekki alveg líkur neinni annarri aðalper-
sónu í bókum Halldórs frá seinni árum. Þó á hann eitt einkenni
sameiginlegt með mönnurn einsog eftirlitsmanninum í Brekkukots-
annál, Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni Sólin, buxnapressaranum í
Dúfnaveislunni og séra Jóni Prímus í Kristnihaldi undir Jökli: hann
gerir lítinn mun á smáu og stóru:
Eg held honum hafi þótt einginn maður ómerkilegur og allir atburðir þess
verðir að skrifast með stórum staf, svo hann tók það ráð að skrifa aldrei neitt.
Ef hann hefði átt minnisbók hefði verið fróðlegt að sjá þá bók. Sá maður sem