Skírnir - 01.01.1973, Síða 253
SKÍRNIR
SILDAKSAGA
251
hann hitti í þann og þann svipinn var akkúrat maðurinn sem hann þurfti að
hitta. Eg held líka honum hafi altaf þótt gott veður. (89)
Slíkt vidliorf, slíkur mælikvarði hefur stundum hjá Halldóri verið
tengdur hugtakinu taó. Það er t. d. einnig skoðun Ibsens Ljósdal - en
hann vitnar oftar en einu sinni beint í heimild taóismans, Bókina um
Veginn - að vont veður sé „ekki til, aðeins mismunandi gott veð-
ur“ (12).
Nú væri að vísu hjákátlegt að bendla Islandsbersa við taó. Hitt
er satt, þessi maður sem virðist eins jarðbundinn og nokkur getur
verið, hann hefur einnig fengiS sinn skammt af viðkvæmni eða
jafnvel dulrænum tilhneigingum. Sú hlið í fari hans birtist skýrast
í sambandi hans viS dóttur sína Bergrúnu. ViS kynnumst henni
fyrst gegnum sögumann, þegar hann heimsækir fjölskylduna suður
með sjó. Stúlkan, sem er veik og fötluS og verður að bjargast við
hækjur, segir honum fallega sögu af pabba sínum, þegar hann fór
með henni inn í hljóðfæraverzlun á Ítalíu til að kaupa fiðlu:
„Hann prófaði allar fiðlurnar. Og dúfurnar í borginni komu fljúg-
andi innum opinn gluggann og settust á öxlina á honum. Þegar ég
er veik, þá hugsa ég um hann pabba minn og þá fer mér að líða
betur.“ (134)
En þó að Bersi segist elska fjölskyldu sína, virðist hann aldrei
gera vart við sig hjá konu og börnum. Samband hans og Bergrúnar
endar sem harmleikur. Hún kemst með erfiðleikum, dauðvona, til
að hitta hann í Djúpvík, en deyr skyndilega án þess að hafa náð
fundi hans. „ÞaS var eitt slagið enn. Nú verða þau ekki fleiri“
(283), segir Bersi við sögumann og bætir við einsog til skýringar:
„Þetta var hún dóttir mín. Ég er pabbi hennar. ÞaS var ég sem spil-
aði fyrir hana á fiðlu. Hún var komin að finna mig.“ (284)
Eftir ýmis gjaldþrot í sveiflum síldarkaupmennskunnar fer Bersi
að lokum, að sögn Síldarsögu minnar, alfarinn úr föðurlandi sínu,
„sligaður undir meiri auðlegð en nokkru sinni hefur safnast á
eins manns hendur á íslandi svo vitað sé, og að sumra sögn niður-
brotinn maSur sakir velgeingni“ (291). I síðasta skipti hittir sögu-
maður hann í „túdorhúsi“ (299) í Englandi hjá danskri kerlingu,
listakonu sem hefur af aðdáun á íslenzkum fornsagnahetjum tekið
upp nafnið Ideidwig Skaldegrimsen. Þar situr Bersi „í djúpum stóli
með fiðlu í hnjánum og boga í hendinni“ (299). Hann dregur bog-