Skírnir - 01.01.1973, Page 256
254
BJARNI GtTÐNASON
SKÍRNIR
manna um sögustílinn og þróun hans. Fbrs. er með því marki
brennd, að hún er meiri kynvillingur í stíl en aðrar íslendingasög-
ur. Þroskaður sögustíll hennar er blandinn lærdómsstíl og skrúð-
stíl, en út yfir taka hin tíðu innskot klerklegra og heimspekilegra
athugasemda, er menn nefna klausur. Riddarasagnaáhrifa tekur
vart að gæta hér á landi fyrr en um eða fyrir miðja 13. öld. Það
má því nærri geta, að skrúðstíllinn, lærdómsbragur sögunnar og
klausurnar þóttu vísa sterkt til þess, að Fbrs. væri fremur samin á
ofanverðri 13. öld en öndverðri, enda höfðu fræðimenn - áður en
niðurstaða Nordals varð heyrinkunn og viðurkennd — talið söguna
unga, ekki sízt út frá stílfræðilegum rökum.
Af þessari togstreitu röksemda - eða átaka milli rittengslaraka
og stílraka - spruttu alls konar skýringatilraunir, er leiddu út í
hinar mestu ógöngur, svo sem þegar Kroesen vildi gera ráð fyrir
tveimur höfundum sögunnar. Sá fyrri ritaði sögustíl, en hinn síðari
lærdómsstíl, þar á meðal klausurnar. Síðan skipti hún sögunni á
milli þeirra. Þótt þetta láti furðulega í eyrum eru þessi búskipti
næsta rökrétt afleiðing af togstreitunni.
Hauksbókartexti Fbrs. kemur hér mikið við sögu. Hann ber skýr-
ari merki sögustíls en aðrir textar sögunnar og mun minna fer fyr-
ir klausunum. Var þá nærtækt að telja þennan texta aukinn klaus-
unum. Nú hefur handritarannsókn doktorsefnis tekið af öll tvímæli
um það, að Hauksbókartextinn er verulega styttur og klausurnar
eru ekki síðari viðbætur heldur heyra til sögunni frá fyrri tíð, eins
og Vera Lachmann, Sigurður Nordal og Sven B. F. Jansson höfðu
reyndar talið.
En hvað þá um ritunartíma sögunnar? Var ekki þrátt fyrir allt
eitthvað bogið við aldursákvörðun Fbrs. út frá tengslum hennar
við Olafssögurnar?
Reyndist hún rétt yrði að endurskoða viðhorf manna til sögu-
stílsins og þróunar hans. Reyndist hún röng félli Fbrs. inn í líklega
þróunarsögu sögustílsins eins og menn ætla hana af öðrum íslend-
ingasögum. Og er það ekki í raun og veru erfitt að hugsa sér Fbrs.
og Heiðarvígasögu nokkurn veginn samtíma upphafsverk íslend-
ingasagna, jafnólíkar og þær eru að stíl, efnistökum og lífsviðhorf-
um? Meginviðfangsefni doktorsefnis er að leysa Fbrs. úr þessari
sjálfheldu gagnstaðlegra aldursraka.