Skírnir - 01.01.1973, Síða 257
SKÍRNIR
ANDMÆLARÆÐA
255
Að handritakönnun doktorsefnis vík ég ekki frekar, en vil þó
geta þess, að sú ættarskrá handrita sögunnar, sem hann setur upp
að lokinni rannsókn þeirra á bls. 53 virðist mér í aðalatriðum
sannfærandi. Þó vil ég gera eina athugasemd. BæSi Björn M. Ólsen
og SigurSur Nordal töldu, aS greinar um þá fóstbræSur í Flateyjar-
bókartexta Fbrs. væru upprunalegar í sögunni, þótt þær stæSu ekki
í öðrum aSalhandritum hennar. Þessir þættir eru: dráp Torfa bögg-
uls, dráp sauSamanns á Hvassafelli og Hvanntekjuþáttur. Doktors-
efni er hins vegar þeirrar skoSunar, aS þessir þættir séu viðaukar.
Sannast sagna hef ég ekki sannfærzt af röksemdum doktorsefnis.
Þættirnir eru gegnsósa sams konar karlmennsku- og hetjuhugsjón
og Fbrs. og náskyldir vígasögum Þorgeirs. Þarna er meSal annars
hin fræga frásögn af því, þegar Þorgeir vó sauSamanninn á Hvassa-
felli, þar sem hann stóS svo vel til höggsins. Sama kyns er frásögnin
af vígi Torfa bögguls. Jafnframt bregður fyrir í greinum þessum
orSalagi samstofna viS klausurnar eins og doktorsefni bendir raun-
ar á (bls. 86). Er því erfitt aS hugsa sér annan höfund aS greinum
þessum en höfund Fbrs. Loks má geta þess, aS Þorgeir vegur Torfa
böggul aS Máskeldu og sauSamanninn aS Hvassafelli, en þetta er
á þeim söguslóSum þar sem höfundur Fbrs. er kunnugastur.
YÍSUR
I FóstbræSrasögu eru 34 vísur kenndar ÞormóSi. Má greina þær
í tvennt: Þorgeirsdrápu eSa vígatal hans, 15 erindi, og lausavísur
19 aS tölu. Hér ber einnig aS hafa í huga ÞormóSarvísur utan viS
söguna. Eru þær sex aS tölu, varSveittar í sögum af Ólafi helga,
en tvær þeirra eru þó eignaSar öSrum en ÞormóSi.
Doktorsefni kemst svo aS orSi um vísnakaflann í formálanum:
„Jafnframt var nauSsynlegt aS athuga vísurnar. Væru þær eldri en
sagan, þá töldust þær meSal annara heimilda hennar. Sumar vís-
urnar voru einnig varSveittar í öSrum sögum og bundust þannig
rannsókninni á rittengslum lausamálsins. Skyldleiki ÞormóSarvísna
viS annan fornan kveSskap gat brugSiS birtu yfir aldur og uppruna
sögunnar.“
Þar sem doktorsefni tekur einnig fram í formálanum, aS hann
fjalli ekki um arfsagnir og sannfræSi í riti sínu, sýnist mér, aS
vísnakaflinn hefSi mátt vera mun styttri, ekki sízt þar sem aldurs-