Skírnir - 01.01.1973, Page 258
256
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
ákvörðun sögunnar er meginmarkmiðið. Út frá því sjónarmiði lætur
lestur vísnakaflans ekki mikið eftir sig. En ástæðan liggur miklu
fremur hjá viðfangsefninu en doktorsefni. Bæði eru afbakaðir les-
hættir í hdr. og fræðimenn enn svo skammt á veg komnir í rann-
sóknum á aldri lausavísna fornsagna, að erfitt er að sneiða hjá
lausatökum og ýmiss konar tilgátum við tímasetningu vísna án
þess að traustar forsendur séu í raun og veru fyrir hendi.
Uppruni vísna í Islendingasögum getur verið með fernum hætti:
1. Þær geta verið rétt feðraðar og því upprunalegar.
2. Þær geta verið lagðar í munn fornum skáldum, og söguhöfund-
ur verið í góðri trú.
3. Söguhöfundur getur ort vísur í orðastað söguhetju sinnar um
leið og hann semur sögu sína.
4. Afritarar geta ort inn í sögu, um leið og þeir skrifa hana upp.
Astæðan fyrir þessari margbreytni í uppruna vísna á rætur að
rekja til þess, að það varð þegar í upphafi Islendingasagna sem
bókmenntagreinar tízka að hafa vísur í meginmálinu. Ef þær voru
ekki til, þótti höfundi reka nauður til að yrkja vísur inn í megin-
málið.
Ég er á sama máli og doktorsefni, að allur þorri vísna í Fbrs. er
forn og eldri en sagan sjálf. Má benda á a. m. k. þrjár röksemdir:
1. Sumar vísur Þormóðar eru varðveittar í Elztu sögu, sem er án
efa eldri en Fbrs.
2. Nokkurt misræmi er á efni vísna og meginmáls, sem trauðla
verður skýrt öðruvísi en höfundur hafi varla gaumgæft efni
vísnanna nógu rækilega. Misræmið á sér varla stað, ef höfundur
yrkir sjálfur í söguna.
3. Loks koma fyrir viss málseinkenni, einkum rím í aðalhending-
um, sem benda til hás aldurs.
En doktorsefni lætur ekki við það sitja að telja vísurnar ekki
yngri en frá því um 1200, heldur sækir það nokkuð fast, að bæði
Þorgeirsdrápa og lausavísurnar séu í raun og veru eftir Þormóð. Að
vísu fylgir hann þar fyrri fræðimönnum (þó til séu einstaka undan-
tekningar eins og Guðbrandur Vigfússon, sem taldi alla Þorgeirs-
drápu falsaða, bls. 104), þannig að hann er ekki einn um þessa
skoðun.
Sjálfur bendir doktorsefni á, að einstakir fræðimenn hafi á síð-