Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 260
258
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
á, að þótt ekkert goðanafn kæmi fyrir í þeim vísum, sem eignaðar
eru Þormóði á Stiklarstöðum, gæti skáld Þorgeirsvísna hafa ort
þær. Má þar minna á Sighvat skáld Þórðarson, sem hætti að nota
heiðnar kenningar í vísum sínum við dvölina hj á Olafi helga. Þetta
dæmi sannar ekkert nema það eitt, að gert er ráð fyrir, að Þormóð-
ur hafi hvorki verið nýjungagjarn né umbrotamaður í kveðskap.
Doktorsefni leggur meira upp úr því, að í báðum flokkum, þ. e.
í Þorgeirsdrápu og lausavísum, er mikið um „óeiginlegar hjálpar-
sagnir“: lét falla, gat vinna. I drápunni 10 dæmi, í vísum 3. Skyld
þessum sagnasamböndum eru nokkur sambönd sagnar og nafnorðs
sem koma fyrir: vinna höpp, nema fjörvi. Mér virðist hvorttveggja
hafa fjarska lítið sönnunargildi. Til þess eru þessi orðasambönd
alltof algeng, og hér vantar bersýnilega alla tölfræðilega undirstöðu
og samanburð við önnur skáld.
Doktorsefni bendir á, að innskotssetningar séu algengar í báðum
flokkum, og sé ein tegund langalgengust: Innskotið nær yfir 3. vísu-
orð og upphaf hins fjórða. í drápunni kemur þetta fyrir í 7 vísum
eða alls 11 sinnum, í 8 lausavísum eða alls 11 sinnum. En þess ber
að gæta að í tortryggilegum vísum eru 2 dæmi í 9. vísu og 3 dæmi í
Grænlandsvísum, 4 í vísum ortum á Stiklarstöðum. Ber hann þetta
einkenni síðan saman við lausavísnakveðskap Sighvats (19 vísur),
Erfidrápu Olafs Tryggvasonar eftir Hallfreð vandræðaskáld og Höf-
uðlausn Öttars svarta. Kemur í ljós, að innskotssetningar eru mun
færri lijá þessum skáldum en í vísum þeim, sem eignaðar eru Þor-
móði og Þorgeirsdrápu. „Samanburður þessi bendir heldur í þá átt
að innskotssetningar í kveðskap þeim sem Þormóði er eignaður
séu í raun og veru höfundareinkenni“ (bls. 113).
Um þetta er það að segja, að Sighvatur hefur algera sérstöðu
vegna hinnar sérstæðu setningafléttunar.
Það þarf ekki að blaða lengi í Sturlungu til að finna fjölmargar
vísur með þessari tegund innskotssetninga, t. d. eru í Arons sögu
nokkrar vísur af þessu tagi eftir ýmsa menn bæði nafngreinda og
ónafngreinda. Þegar það er vitað, að ofangreint einkenni er ein
algengasta skipan innskotssetninga í dróttkvæðum (sbr. K. Reic-
hardt) má vera augljóst, að það dregur mikið úr sönnunargildi
þessa einkennis. Að sönnu má segja, að tíðni þessa fyrirbæris sé
óvenju mikil í vísum Fbrs., en til þess að unnt sé að draga nokkra