Skírnir - 01.01.1973, Side 261
SKIRNIR
ANDMÆLARÆÐA
259
ályktun af lienni, vantar undirstöðurannsóknir. Efniviðurinn er of
rýr til þess að heimilt sé að leggja mikið upp úr þessu.
Vissulega kemst doktorsefni varlega að orði, þegar hann segir,
að „skáldamál og skipan setninga bendi heldur í þá átt að kveð-
skapur sá sem Þormóði er eignaður í Fbrs. sé að mestum hluta
eins manns verk“ (bls. 114). Að mínu viti leyfir efniviðurinn enga
ályktun um þetta atriði.
I greinargerð sinni fyrir aldurseinkennum vísna í Fbrs. víkur
doktorsefni að því, sem bendir til hás aldurs, svo sem orðavals,
orðmynda, lengdar vísuorða, samstöfulengdar og ríms (114). Eins
og hann bendir á, er veigamesta röksemdin fyrir háum aldri vísn-
anna, að ung málseinkenni koma þar ekki fyrir, en mergurinn máls-
ins er sá, að mínu viti, að það brestur allar forsendur til að skera
úr um það, hvenær vísurnar eru kveðnar á tímabilinu frá því um
1000-1200.
Við athugun á aldurseinkennum vísna út frá orðavali og ein-
stökum orðmyndum hefði mátt koma skýrar fram, að fágætar orð-
myndir þurfa ekki að benda til mikils aldurs. Orð geta lifað í tung-
unni þótt þau komist ekki á orðabækur, og í ungum rímum eru til
fágætar og fornlegar orðmyndir. Einstök skáldamálsorð sanna lítið
vegna þess, að föst orðasambönd setja mjög mark sitt á dróttkvæði
eins og doktorsefni sýnir (bls. 131-140). Eftirtekjan er því rýr.
Þótt sýna megi með málfarslegum rökum með sæmilegri vissu
fram á, að flestar vísur í Fbrs. séu ekki yngri en frá því um 1200,
verður einnig að athuga, við hvaða aðstæður vísurnar eru taldar
ortar. Þetta rekur doktorsefni vel og skilmerkilega og bendir á,
að af þeirri ástæðu séu sumar vísurnar tortryggilegar. Nefnir hann
þar 8. og 9. vísu. Fyrri vísan er tengd frásögn, sem er sótt til Eyr-
byggju (bls. 228-29), síðari er draumvísa þar sem koma fyrir 4-5
kvenkenningar (í öðrum kveðskap aðeins tvær). Manni detta í hug
vísur í Gíslasögu, en við þær eru mikil tengsl (bls. 132).
Andlátsvísur Þormóðar eru grunsamlegar. „Hver trúir því að
deyjandi maður með ör í hjartastað hamist við að yrkja fimm drótt-
kvæðar vísur - sem síðan varðveitast þótt enginn sé til að nema utan
ein kona útlend?“ spyr doktorsefni að vonum. Dauða skáldsins
hefur þá borið að með öðrum hætti en sögurnar segja, ef unnt á að
vera að telja hann höfund þeirra (bls. 129-130).