Skírnir - 01.01.1973, Síða 264
262
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
óyggjandi rökum, að Elzta s. væri yngri en Ágrip, þarf það ekki að
hafa nein áhrif á aldursákvörðun Fbrs. Hún ákvarðast fyrst og
fremst af textasamanburði við Helgis. og Snorra.
Hér eru m. ö. o. tvö meginatriði, sem doktorsefni glímir við: ann-
ars vegar aldur Elztu s. og hins vegar aldur Fbrs., og skal nú vikið
að hinu fyrra.
G. Storm gaf Elztu s. út í átta brotum 1893, eru sex þeirra í
Ríkisskj alasafninu í Osló, en tvö í Árnasafni. Gerði Nordal ágæta
grein fyrir sögu þessari í doktorsriti sínu og sýndi m. a. fram á,
hversu hún væri viðvaningslega samin og grautarleg, en í öllu forn-
leg. Hefur verið litið á söguna alla tíð síðan sem mikið brautryðj-
andaverk í íslenzkri sagnagerð. Þar er lagður grunnur að gerð ís-
lenzkra konungasagna, þar sem mikið fer fyrir frásögnum af skáld-
um og vísur þeirra felldar inn í lausamálið til að herða á traustleika
frásagnarinnar. Frá þessari listsnauðu en sagnauðugu sögu hefur
verið unnt að skapa sér hugmynd um þróun sagnalistarinnar til
snillingsins Snorra.
Doktorsefni hnykkir á þeirri skoðun Nordals, að höfundi hafi
verið mislagðar hendur, enda eru smíðalýtin bersýnileg. Það, sem
er athyglisvert hjá doktorsefni er, að hann telur ugglaust, að 7. og
8. blað eða Árnasafnsblöðin séu af öðrum uppruna en Oslóarblöðin
6 og tilheyri því ekki Elztu sögunni af Ólafi helga, eins og haldið
hefur verið allt frá dögum Storms.
Storm taldi, að máleinkenni í ÁM sýndu óefað, að þau væru
hluti af sama handriti og Oslóarbrotin. Doktorsefni bendir réttilega
á, að þessi auðkenni, orðmyndir og stafsetning, í ÁM-brotunum
sanni alls ekkert um tengsl, og styðst hann þar við athugun Jonna
Louis Jensen á máli brotanna.
En hvað um söguefnið? Oslóarbrotin geyma veraldlegt efni, en
ÁM-hrotin helgisagnaefni eða jarteinir Ólafs helga. Doktorsefni
kemst að þeirri niðurstöðu, að jarteinirnar séu ekki úr Elztu s. Ég
er á því, að þetta sé rétt, en mig langar til að koma með örfáar at-
hugasemdir.
Við allar athuganir á Elztu sögunni styðjast menn við Helgisögu,
sem er afsprengi hennar, en hefur stytt texta Elztu s. og reynt að
hæta úr göllum hennar. Styttingarröksemdin, sem ég nefni svo, er
mikið notuð af doktorsefni í sambandi við þessar athuganir á gerð-