Skírnir - 01.01.1973, Síða 265
SKÍRNIR
ANDMÆLARÆÐA
263
um Ólafssagna, því að Helgis. er grundvallarrit til skilnings á tengsl-
um þeirra. En hve mikið er Helgis. stytt? Á einum stað lætur dokt-
orsefni þau orð falla að stytting Helgis. sé álíka mikil og stytting
Fbrs-textans í Hauksbók (bls. 168). Er þetta ekki fulldjúpt tekið í
árinni? Ljóst er, að Helgis. lengir ekki, að því er séð verður, en
styttir sums staðar örlítið, en mér virðist koma fyrir frásagnir eða
söguþættir, þar sem engin stytting á sér stað (sbr. frásögn af Ás-
birni og Þóri sel; Erlingi Skjálgssyni). Og nú kem ég að því, sem
ég vildi sagt hafa. Það eru til óstyttar veraldlegar frásagnir í Helgis.
Er þá ekki hugsanlegt, að skrifarinn sýni helgisagnaefninu meiri
sóma og stytti ekki? Með öðrum orðum, efnið getur skipt máli.
Af þessu leiðir, að ég vildi draga dálítið úr styttingarröksemd-
inni, þegar doktorsefni færir rök að því, að jarteinir á 7. og 8. blaði
séu ekki úr Elztu s. og reyndar víðar. En ljóst er, að þetta kemur
ekki að sök, því að Helgis. er ekki lengdur texti Elztu s. og saman-
burðurinn (bls. 158) tekur af skarið um, að 7. og 8. blað eru ekki
ættuð úr Elztu s. Auk þess eru þrjár jarteinasögur, sem eru bæði í
Elztu s. og Helgis., um Þóru Guthormsdóttur og Kolbein, um Hall-
dór, sem Vindur tóku og um Alvald kryppil, lengri í Helgis. en á 7.
blaði (bls. 160).
Annars er engan veginn auðvelt að skýra ritsamband jarteinanna
á 7. og 8. blaði, í Helgis. og í norsku Hómilíubókinni, þar sem
jarteinir Helgis. eru samstofna við Hómilíubókina, en hún hefur að
auki fyrrgreindar þrjár jarteinir, sem eru í annarri gerð í Hóm-
ilíubókinni og eina vantar með öllu (um Alvald kryppil).
Doktorsefni skýrir sambandið á annan hátt en Storm og Nordal.
En hversu sem því er farið, virðist mér einsýnt, að hann hafi fært
góð rök fyrir því, að 7. og 8. blað teljist ekki til Elztu s. Þessi blöð
eru frumrituð á 12. öld og þar með telur doktorsefni, að þá sé ekk-
ert, sem bendir til þess að sagan sé svo snemma rituð, að hún hljóti
að vera eldri en Ágrip (bls. 197).
En því fer fjarri, að þar með sé allur vandi leystur varðandi
aldur brotanna 6, því að þau eru ekki aðeins fornleg að samsetn-
ingu heldur og í máli og stíl. Þetta rekur doktorsefni vel og skil-
merkilega. Það er t. d. eftirtektarvert, að forsetningin of er nær ein-
ráð í brotunum og sama er að segja um atviksorðið umb. Þessi nær
undantekningarlausa notkun smáorðanna er 12. aldar einkenni. Og