Skírnir - 01.01.1973, Side 268
266
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
anda í nýja glataða gerð Ólafs s., sem hefur svipaða stöðu í kenn-
ingakerfinu (heimild bæði Helgis. og ÓH Styrmis), svo að spurn-
ingin er, hvað hefur áunnizt? Agrip og Fbrs. eru ekki lengur taldar
heimildir Miðsögunnar, en hana leysir af hólmi ný saga, Elzta s.,
og þá verður að skíra Oslóarbrotin upp.
Engu að síður hefur doktorsefni mikið til síns máls og sérlega at-
hyglisverðar eru athuganir hans á stöðu Fagurskinnu meðal Ólafs-
sagna. En hitt má vera ljóst, að doktorsefni hefur varla sagt síðasta
orðið í þessu efni, jafnótryggur og rannsóknargrundvöllurinn er.
Önnur aðalröksemdin fyrir tilveru Miðsögunnar var sú, að Fbrs.
hefði verið heimild hennar. I Helgisögunni og Ólafs sögu Snorra
eru svo nátengdar frásagnir Fhrs., að rittengsl eru hafin yfir allan
vafa. Þetta hefur mönnum verið lengi ljóst. K. Maurer skýrði sam-
bandið þannig, að efni úr Fbrs. væri skotið inn í Helgisöguna, og
tók Sigurður Nordal undir það. Hugði hann, að Snorri hefði
fengið efni úr Fbrs. úr Miðsögunni um Ólafssögu Styrmis, sem var
heimild Snorra. Doktorsefni færir hins vegar rök fyrir því, að hin
sameiginlega heimild hafi verið Elzta s. (sem leysir Miðs. af hólmi),
sem Helgis. studdist við, og Fbrs. hafi þegið efni sitt að öllum lík-
indum frá sögu Styrmis, sem Snorri notaði. Fbrs. hafi ekki sótt
beint til Heimskringlu, þar eð Fbrs. og Helgis. verða víða samferða,
þar sem Heimskringla hefur breyttan texta.
Ég tel ástæðulaust að fara frekar út í þetta, því að ég er algerlega
sammála doktorsefni og rök hans eru að mínu viti sannfærandi. Ég
vil aðeins minna hér á frásögnina af Kimba. í Helgis. er Kimbi
nefndur og bændaliðinn ungi, tvö tilbrigði sömu sagnar. I Fbrs.
hafa þessir menn runnið í einn bónda og er það miklu listrænni
frásögn. Snorri nefnir hins vegar Kimba einan. Hann á, eins og
doktorsefni bendir á, að hafa sameinað parta bóndans, sem heill
var í Fbrs. en klofinn í tvennt í Helgisögunni. Þetta er auðvitað
fjarri lagi. í heimild Helgisögunnar voru Kimbi og bændaliðinn
klúðursleg endurtekning, sem listamenn eins og Snorri og höfund-
ur Fbrs. lagfærðu hvor á sinn hátt.
Margir hlutir verða nú skiljanlegri. Nefna má tvö smáatriði. Þor-
móður yrkir vísuna fyrir konung: Brennum öll fyrir innan. Helgis.
og Snorri hafa samstofna frásögn, en viðbót Fbrs. verður auðskýrð.
I Helgis. er sagt, að Ólafur helgi hafi hvorki haft hjálm né