Skírnir - 01.01.1973, Page 269
SKIRNIR
ANDMÆLARÆÐA
267
brynju í orustunni á Stiklarstöðum (úr Ágripi). Þetta er ekki sagt
um konunginn í Fbrs., en þar hefur Þormóður hvorki skjöld né
brynju. Þótt þetta sé riddarasagnastíll, er auðsætt, að fyrirmyndin
er Olafur helgi. Skynsemismaðurinn Snorri segir það eitt, að Öl-
afur hafi gengið fram úr skjaldborginni.
Af þessu er sýnt, að engin ástæða er til vegna ritsambands við
Ölafssögurnar að telja Fbrs. frá öndverðri 13. öld. Allt hnígur í þá
átt, að sagan sé ung eða frá síðari hluta 13. aldar. Koma þar til
rittengsl við aðrar Islendingasögur og samtíðarsögu eins og
Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Tengslin við þá sögu verða ekki
skýrð nema á þá lund, að Fbrs. sé þiggjandi. Tengslin við Víga-
Glúms sögu segja sína sögu. Þá er og í frásögur færandi, að Sturla
Þórðarson hefur ekki stuðzt við Fbrs. í Landnámu sinni, en hann
sótti mjög til Islendingasagna, ekki sízt notar hann sögur frá
Breiðafirði og Vestfjörðum. Og hefði Fbrs. mátt vera honum kunn,
ef hún var þá til. Hins vegar styðst Haukur lögmaður við söguna.
Má því eins og doktorsefni gerir ráð fyrir ætla, að sagan sé rituð á
tímabilinu 1270-1300. Þennan ritunartíma styður eindregið stíl-
skyldleiki sögunnar við rit frá þessum tíma, þ. e. skrúðstíllinn. Og
þar með hefur doktorsefni náð því marki að leysa Fbrs. úr viðjum
andstæðra aldursraka, eins og minnzt var á hér í upphafi.
Rit þetta um Fóstbræðrasögu er landvinningarit. Skyldleiki hand-
rita sögunnar liggur skýrar fyrir en áður, og færð eru haldgóð rök
fyrir því að sagan sé til orðin á ofanverðri 13. öld. Að vísu breytir
þetta ekki ritunartíma Islendingasagna almennt, því að þær eru
víslega samdar á 13. öld og fyrri hluta hinnar 14., en þetta sýnir,
sem raunar var vitað, að enn á það langt í land að ákvarða aldur
alls þorra íslendingasagna með nokkurri vissu, svo að ekki skakki
mörgum áratugum. Og loks gefa stílrannsóknir doktorsefnis til
kynna, að gaumgæfa beri stíl sagna við aldursákvörðun þeirra mun
betur en tiðkazt hefur.