Skírnir - 01.01.1973, Síða 270
Ritdómar
GABRIEL TURVILLE-PETRE:
NINE NORSE STUDIES
Viking Society for Northern Research. London 1973
Bók þessi er safn greina, sem birzt höfðu á tímabilinu 1940-1962. Tvær voru
fyrst prentaðar á íslenzku: Um Óðinsdýrkun á tslandi (Studia Islandica 17) og
Um dróttkvæði og írskan kveðskap (Skírnir 1954). í þessari útgáfu hafa
nokkrar smávægilegar leiðréttingar verið gerðar og við fimm þeirra hefur
höfundur ritað eftirmála.
Allar ritgerðirnar fjalla um norræn miðaldafræði, einkum íslenzk. Tvær hin-
ar fyrstu: The Cult of ÓSinn in lceland og Thurstable eru goðfræðilegar; þá
eru tvær um þjóðmenningarleg efni (folklore) og nefnast Dreams in Icelandic
Tradition og Liggja fylgjur fúnar til Islands. Hinar varða aðallega bókmenntir:
Legends of England in Icelandic Manuscripts, The Old Norse Homily on the
Dedication, The Old Norse Homily on the Assumption and Maríu saga, Gísli
Súrsson and his Poetry: Traditions and Influences og loks Dróttkvætt and
Irish Sylíabic Measures.
1 þessum stutta ritdómi gefst ekki færi á að fjalla um öll þau efni, sem
GTP rökræðir í bók sinni. Hef ég því valið þann kost að taka einungis þrjár
ritgerðir til umsagnar. Eru þær ailar veigamiklar og varða íslenzk fræði.
1. The Cult of OSinn in Iceland. Höfundur reynir ekki að meta hlut Óðins
í átrúnaði íslendinga að fornu, enda mun slíkt ekki auðgert. Hins vegar fæst
hann við að svara spurningunni um það, hver sé „inn almáttki áss“, sem ákall-
aður er í eiðstaf heiðinna manna ásamt Frey og Nirði. Þar sem Óðinn var
æðstur goða, hefur mörgum þótt með ólíkindum, að menn særu hina helgustu
eiða án þess að kalla hann til vitnis. GTP kemst hins vegar að þeirri niður-
stöðu, að svo muni þó hafa verið. Bendir hann fyrst á þá staðreynd, að ís-
lenzkar heimildir eru fáorðar um Óðinsdýrkun, enda muni þeir, sem stofnuðu
hér ríki og settu lög, ekki hafa verið miklir Óðinsdýrkendur. Þær hugmyndir
um Óðin og dýrkun hans að fornu utan íslands, sem lesa má úr heimildum,
benda ekki til þess, að hann hafi verið tignaður í ættarsamfélagi eins og því,
sem rótgróið var í Noregi, þegar ísland byggðist, heldur til hins, að með
Haraldi hárfagra hafi hann orðið guð þeirrar konungsættar, sem kollvarpaði
hefðbundnum yfirráðum þar í landi. 1 þessu sambandi leggur GTP áherzlu á
hið nána samband Haralds við Danmörku, bæði að því er varðar ætterni, upp-
eldisáhrif og tengdir, en Danakonungar röktu ætt sína til Óðins. Með því að
styðjast við niðurstöður franska goðafræðingsins G. Dumézils um aðalguði