Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1973, Page 273

Skírnir - 01.01.1973, Page 273
SKIRNIR RITDOMAR 271 an kveðskap fram á 12. öld og geti því ekki verið Gísli Súrsson, en hins vegar að hvort tveggja, vísur og saga, sé verk sama höfundar. Þótt ekki verði bornar brigður á sögulega tilvist Gísla, sé vafasamt, að hann hafi verið skáld. Hér skal ekki lagður dómur á þessar niðurstöður, einungis bent á, að flestir fræðimenn munu nú aðhyllast þá skoðun, að vísur Gísla sögu séu yngri en at- burðir hennar eiga að vera, en hitt hefur verið dregið í efa, að þær geti verið frá 13. öld eins og sagan. Síðan ritgerð GTP birtist fyrst (1944), hefur Peter Foote ritað um þetta efni (Notes and an Essay on the Saga of Gisli) og bent á fjölda orða og orðasambanda í vísunum, sem virðast einkennandi fyrir 12. ald- ar íslenzku. Svipuð var niðurstaða Björns K. Þórólfssonar um endanlegt forrn vísnanna (Islenzk fornrit VI). Sé þetta rétt, hljóta býsna mikil drög að sög- unni að hafa verið til á 12. öld annaðhvort munnleg eða skrifleg. Rannsókr.araðferð sú, sem GTP beitir í þessari ritgerð (og raunar fleirum í bókinni) byggist á samanburði rita. Má segja, að hér komi bæði kostir og gallar samanburðaraðferðarinnar allvel í Ijós. Með þvf að nota hana er unnt að sýna áhrif eins verks á annað, afla vitneskju um vöxt og þróun bókmennta, útbreiðslu hugmynda o.s.frv. En aðferðin er ekki til þess fallin að skýra hina innri gerð hvers verks og meta „áhrif“ hinna einstöku efnisatriða á önnur í sama riti, kanna sérleik þess. Af þeim sökum er einatt hætta á, að könnuður- inn einangri ákveðin fyrirbæri verksins og leiti að hliðstæðum þeirra í öðrum verkum og skýri þau án tillits til þeirrar heildar, sem þau eru hluti af. Þessu bregður fyrir hjá GTP, enda þótt hann beiti samanburðaraðferð af meiri skyn- semi en flestir aðrir. Skal ég nefna tvö dæmi. GTP telur aðstöðu Þórdísar Súrsdóttur sambærilega við kringumstæður Guðrúnar Gjúkadóttur, þegar bræður hennar höfðu drepið Sigurð. Hann segir: „Guðrún had no greater reason to love her brothers than Þórdís had to love Gísli. Gunnar and Högni had caused the death of Guðrún’s first husband, Sig- urðr, just as Gísli had caused Þorgrímr’s death.“ Þrátt fyrir þetta skiptir í tvö horn um atferli þeirra Guðrúnar og Þórdísar. Guðrún olli dauða manns síns og sona til að hefna hræðra sinna, en Þórdís tók mágsemdina fram yfir ættarböndin og afhjúpaði bróður sinn til að koma fram hefndum eftir Þorgrím. Gísli skýrir breytni systur sinnar (12. vísa) með því að bera saman ólíkt skap- lyndi þeirra Guðrúnar, og má það vera eðlileg skýring frá sjónarmiði hans. En eigi að síður er hún alls ófullnægjandi ritskýring, og vekur furðu, að GTP skuli ekki komast lengra en árétta hana. Orsökin virðist vera sú, að hann kippir þessu atriði út úr samhengi sínu í Gísla sögu og skýrir það með sam- anburði við önnur bókmenntaverk. Þótt það sé í sjálfu sér sambærilegt við minningarnar um Guðrúnu Gjúkadóttur, eru önnur atvik í sögu Þórdísar það ekki, en einmitt í þeim liggja rökin fyrir atferli hennar. Hvað sem um skap- lyndi þessara kvenskörunga má segja, þá voru forsendur þeirra ólíkar. Lítum nánar á. Ekki þekki ég heimildir um það, að þeir Gunnar og Högni hafi drepið ástmenn fyrir Guðrúnu utan bónda hennar, en hins vegar hafði Gísli gengið hart fram í að eyða þeim mönnum, sem leitað höfðu eftir ástum Þórdísar. Fyrst vó hann Bárð, æskuunnusta hennar, þá Hólmgöngu-Skeggja, sem hafði beðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.