Skírnir - 01.01.1973, Síða 275
SKÍRNIR
RITDOMAR
273
skeið hafa ýrasar erlendar menningarþjóðir lagt vaxandi áherzlu á könnun á
lestrarvenjum barna í þessu skyni, og loks hefur verið hafizt handa einnig á
Islandi, raunar ekki af neinum þeirra, sem til þess hafa valizt að setja saman
lesbækur fyrir skólafólk, né lieldur Ríkisútgáfu námsbóka, heldur var hér um
að ræða framtak prófessorsins í heimspeki við Háskóla íslands, Símonar Jóh.
Agústssonar, sem um langt skeið hefur sýnt þessum málum verðugan áhuga.
Börn og bækur fjallar um annan af tveimur þáttum könnunar, sem Símon
gerði á um 20% óvöldu úrtaki skólabarna í Reykjavík á útmánuðum 1965.
Fjailar hann um mat 1467 barna á aldrinum 10-14 ára á skyldulesefni þeirra
í bókmenntum, bæði ljóðum og lausu máli. Hinn þátturinn í þessari rannsókn
tók til tómstundalestrar 10-15 ára barna, og hafa niðurstöður hans enn ekki
birzt.
Könnun sú, sem hér um ræðir, var í því fólgin, að börnin skyldu tilgreina
þrjá lausamálskafla og þrjú kvæði, sem þeim þættu bezt í lestrarbókum og
skólaljóðum og í annan stað jafnmarga kafla og kvæði, sem þeim þættu leiðin-
legust. Könnunin var skrifleg og vandlega undirbúin. Stjórnaði Símon henni
sjálfur ásamt einum aðstoðarmanni. Sömu aðferð við lestrarbókakönnun hafði
Sverre Sletvold beitt nokkru fyrr. Sjá rit hans: Barna og litteraturen. Oslo
1958.
Aðferð þessi hefur þá kosti, að hún er einföld og tryggir, að börnin standi
jafnt að vígi, því að þau geta ekki ráðfært sig við aðra um svörin. Könnunar-
stjóri leggur spurningaskrá fyrir í hverri bekkjardeild, stjórnar og leiðbeinir
eftir þörfum. Segir höfundur, að þetta hafi gengið greiðlega og flestir nem-
endur verið fúsir að koma skoðunum sínum á framfæri. Á hinn bóginn virðist
mér aðferðin helzt til eiuhæf. Börnin voru ekki spurð um neitt fleira, sem
varðaði lesefnið, og ekki reynt að komast fyrir, á hverju þau byggðu mat sitt.
Þá þykir mér líklegt, að í svörum barnanna hafi gætt allmikilla áhrifa frá
kennslunni. Þar sem könnunin fór fram síðla vetrar, hafa flestir textarnir,
sem börnin skyldu segja álit sitt á, fengið einhverja skólameðferð, en mis-
jafna á marga Iund. Á þessum tíma voru tilteknir kaflar og kvæði á unglinga-
stigi og í 12 ára bekkjum lesin vandlega til prófs, en sumt í bókunum var
hraðlesið og sumu sleppt með öllu. Sum kvæði áttu sömu nemendur að læra
utanbókar, en um önnur var sh'k krafa ekki gerð. Er gild ástæða til að ætla,
að þeir textar, sem rík áherzla var lögð á í skólanum, yrðu að öðru jöfnu
minnisstæðari en hinir, sem látnir voru að mestu eða öllu lönd og leið. Loks
verður að gera ráð fyrir einhverjum áhrifum kennara á viðhorf nemenda.
Sumum kennurum tekst að gera leiðinlegt efni skemmtilegt, en í meðferð
annarra verður skemmtilegt efni leiðinlegt. Sumir orka sterkt á nemendur
sína, aðrir lítt eða ekki. í skólum lesa óþroskaðir nemendur bókmenntir að
nokkru leyti „gegnum annarra gler“. Ég hygg því ókleift að skera úr, að hve
miklu leyti álit hvers nemanda er byggt á sjálfstæðu mati hans, heldur sýnir
könnunin fyrst og fremst, hvað nemendur náðu að tileinka sér og hvað ekki,
miðað við allar aðstæður. Og þetta rýrir e. t. v. ekki gildi hennar, þegar á
allt er litið. Fyrir skilning barna og unglinga á lesefni skiptir verulegu
18