Skírnir - 01.01.1973, Side 276
274
RITDÓMAR
SKÍRNIR
máli, hvernig það er í hendur þeim búiff, svo og kennurum þeirra. Allt þaff
lesefni, sem hér var kannað, hafffi verið illa gefiff út aff því leyti, aff í bók-
unum voru engar leiðbeiningar, sem stufflað gætu að skilningi á efninu, aff
undanskildum orðaskýringum meff sumum þeirra. Nú sýnir rannsóknin ein-
mitt greinilega, aff textar þeir, sem hafa einhverja dýpri merkingu, eru yfir-
leitt óvinsælir, og í flestum tilvikum telur Símon þaff stafa af því, aff nemend-
urnir hefSu ekki skiliff, hvar fiskur lá undir steini. Voru þessir textar of
þungir? Eða var kynning þeirra og túlkun ófullnægjandi? Sagan Lilja, eitt
af snilldarverkum Halldórs Laxness, hlýtur mun fleiri neikvæff atkvæffi en
jákvæff hjá 14 ára unglingum, og Pési eftir Stefán Jónsson, sem þó virðist
miklu vinsælii saga, enda úr lífi barna, fær furffumörg neikvæð atkvæði. En
báffar þessar sögur leyna á sér, þótt heildarmerking þeirra ætti að geta orðið
hverju barni ljós við nokkra eftirgrennslan. Benda má á, að sagan af Pésa
hefur orffiff fyrir vali í norskri lesbók, þar sem hún er ætluð 11 ára börnum.
Börn og bækur er 417 blaðsíðna bók fyrir utan nokkrar töflur, sem prent-
aðar eru aftast. Hefur höfundur látið kröfur um nákvæmni ráffa stærðinni.
Meginhlutinn er tvenns konar að efni. I fyrsta lagi tölulegar skýrslur um
niðurstöður könnunarinnar, en í annan staff túlkun höfundar á niffurstöðum.
Fjallar hann þar m. a. um einstaka bókmenntatexta, rekur nolckuff efni þeirra,
einkum sögukaflanna og túlkar í stuttu máli. Þykir mér efnisrakningin of
löng aff jafnaði og stundum óþörf, en túlkunin markviss og yfirleitt meff á-
gætum, enda býr Símon yfir mikilli listfræðilegri þekkingu og næmum bók-
menntasmekk. Loks leitast hann við að skýra orsakirnar fyrir mati nem-
enda. Er þarna komiff að mjög mikilvægu atriffi. Þótt þessar athuganir séu
skarplegar og sennilegar og fullyrðingum stillt í hóf, eru þær eigi að síffur
byggffar á huglægu mati, en ekki á rannsókninni sjálfri nema óbeint, þar
sem höfundur sá sér ekki fært að kanna áffurnefndar orsakir með samtalsað-
ferð. En ekki er víst, að nauffsynlegt hefði verið aff beita svo seinlegri að-
ferð. Þar sem líklegar orsakir vinsælda og óvinsælda lesefnis virffast ekki
fjarska margar að dómi höfundar, hefði komið til greina aff kanna þær með
krossaspurningum, a. m. k. hjá nokkrum hluta þeirra nemenda, sem kannaðir
voru, einkum hinum greindari. Hygg ég, aff þetta hefði stóraukið vísindalegt
gildi rannsóknarinnar í heild.
Ekki verður sagt, aff niffurstöffur lestrarbókakönnunarinnar hafi komiff
undirrituffum á óvart. Fremur er, aff hér fáist staðfesting á ýmsu því, sem hon-
um bauð í grun eftir alllanga reynslu sem barna- og unglingakennari, en gat
ekki fært sönnur á. Munu ýmsir kennarar hafa af svipaffri reynslu aff segja.
Eigi aff síður verður að telja, að allmargar niðurstöður Símonar fari í bága
viff ýmis þau sjónarmið, sem lögð hafa verið til grundvallar vali bókmenntalegs
lesefnis handa nemendum skyldunámsstigsins. Hann segir: „Ágallar lestrar-
bókanna og skólaljóffa hafa komiff skýrt fram í könnun minni. Lesefni þeirra
er of einhæft, ekki hvað sízt á unglingastigi, og of margt er þar kafla og
kvæða, sem eru ekki við hæfi barna og unglinga á því aldursskeiði, sem þau
eru ætluð, og sum þeirra eiga naumast erindi viff börn og unglinga almennt"