Skírnir - 01.01.1973, Síða 277
SKÍRNIR
RITDOMAR
275
(bls. 398). Hér skal bent á nokkra þessara ágalla. Sú stefna hefur lengi
verið ríkjandi að taka stutta kafla úr ritum,. einkum sögum og setja í lestrar-
bækur. Slíkir kaflar eru yfirleitt óvinsælir nema þeir séu nægilega sjálfstæSir.
Bitnar þetta ekki hvað sízt á fornsögum. Þá virðast ritgerðir ýmsar og fræð-
andi frásagnir óvinsælt lesefni, enda sumt af því tagi úrelt. I sumum efnis-
flokkum hefur val tekizt miður en skyldi, t. a. m. þjóðsögum, að því er varðar
unglinga. Síðast en ekki sízt leiðir rannsóknin greinilega í ljós, hve frásagnar-
efni skiptir miklu máli fyrir börn og unglinga, en Ijóðrænt efni litlu. Þess
vegna eru þau kvæði að öðru jöfnu betri handa þessum lesendum, sem hafa
einhverjar episkar eigindir ... „börn ná tiltölulega seint þroska til að njóta
kvæða, þar sem fáir eða engir ytri atburðir koma fram“ (bls. 237). Einkum á
þetta þó við um drengi, enda reyndust Afangar Jóns Helgasonar miklum mun
vinsælli en Á Rauðsgili, svo að dæmi sé nefnt. Og enda þótt það komi einnig
fram, að stúlkur fá tilfinningu fyrir lýrik fyrr en drengir, þá njóta ljóðrænu
kvæðin líka minni vinsælda hjá þeim, a. m. k. allt upp til 14 ára aldurs.
Símon Jóh. Ágústsson á þakkir skildar fyrir það framtak, sem rannsókn
hans vitnar um. Notagildi bókarinnar kemur væntanlega bezt í Ijós, þegar
hafizt verður handa um samantekt nýrra lestrarbóka. í þeim tilgangi er
könnunin líka gerð. Hitt er annað mál, að hér má ekki láta staðar numið.
Enn er t. d. ókannað, hversu nútímabókmenntir eru við hæfi uppvaxandi kyn-
Óskar Halldórsson
ólafur briem:
ÍSLENDINGA SÖGUR OG NÚTÍMINN
Almenna bókafélagið. Reykjavík 1972
Svo fátækir sem við Islendingar erum af bókum sem fjalla á alþýðlegan
hátt um margfrægan sagnaarf okkar, hlýtur það að teljast til stórtíðinda á ís-
lenzkum bókamarkaði, er Ólafur Briem menntaskólakennari á Laugarvatni
sendir frá sér bók undir ofangreindum titli. Ekki dregur úr eftirvæntingu
þegar lesið verður á kápusíðu að bókin bregði „nýstárlegri nútíðarbirtu yfir
þennan sérstæða sagnaheim aftan úr fornöld“, ellegar að Ólafur hafi „sent þjóð
sinni mjög hugðnæma bók, sem kann að valda straumhvörfum í viðhorfi henn-
ar til Islendinga sagna“. Einkum veit ég að stéttarbræður Olafs, þeir sem fást
við að lesa Islendingasögur með nemendum á ýmsum aldri, hafa vænt sér
mikils af bókinni.
Fáum er gefið að skrifa um fornar bókmenntir af því lítillæti sem ætíð ein-
kennir rit Olafs Briem. Hinu er ekki að leyna að stundum virðist lotning lians
fyrir öðrum höfundum, einhvers konar átórítetstrú, verða honurn fjötur um
fót. Ég trúi því að minnsta kosti varla að samvistir Ólafs við unga nemendur
yfir góðum bókmenntum hefðu ekki getað leitt til nýstárlegra og nútímalegra