Skírnir - 01.01.1973, Page 279
SKÍRNIR
RITDOMAR
277
menn láta frá sér fara um sögurr.ar - að sjónarmiðið er næstum eingöngu sögu-
legt, samtímaleg athugun frá sjónarmiði nútímalesanda og nútímabókmennta
er nánast óþekkt. Olafur segir þannig: „Við lestur sagnanna skiptir engu
máli, hvort menn kjósa heldur að beina huganum að ritunartíma þeirra eða
sjálfri söguöldinni. ...“ (26). Síðan gengur bók hans út á að skýra sögurnar
með hliðsjón af viðhorfum, anda, menningu o. s. frv. á víkinga- og Sturlunga-
öld. En lesandinn hlýtur að spyrja: Hvað um nútímann? Sé það svo, að les-
endur verði að vera handgengnir öðrum tveggja, viðburðatíma eða ritunar-
tíma sagnanna til þess að hafa nautn af lestri þeirra, hljóta þær raunverulega
að vera dauðadæmdar bækur, sem ekki verður minnzt nema svo sem manns-
aldur í tilbót. Sú tíð að menn (sér í lagi ungt fólk) lesi Islendingasögur af
ræktarsemi við löngu dauða forfeður og af forvitni um þá sömu forfeður, sú
tíð er liðin. Fiestum nútímamönnum mun einatt svo farið að þeim þyki sam-
tíminn merkastur tími. Höfði sögurnar ekki til hans og séu þannig hafnar yfir
tímanlegan dauða, eiga þær ekki hljómgrunn með nútímafólki.
Þetta eru að sönnu stór orð. En skyldi ekki mega líta svo á að hvert bók-
menntaverk feli í sér þrjá tíma, viðburðatíma, ritunartíma - og lestrartíma,
þ. e. þann tíma sem við, lesendumir, lifum? Vitaskuld á þetta aðeins við um
lífvæn verk, þau sem stundum eru nefnd sígild. Alvarlegasta þversögn Ólafs
virðist mér einmitt vera sú, að hann neitar íslendingasögunum um sígildi (sjá
bls. 170, þar sem rætt er um Shakespeare og höfunda sagnanna), a. m. k.
sígildi í þeirri merkingu sem hér er rætt um, en engu að síður gerir hann ráð
fyrir að þær eigi erindi við nútímamenn, allan almenning, en ekki einungis
áhugamenn um sagnfræði. Viðfangsefni hans verður síðan að brjóta niður
þann múr sem hann telur vera að myndast milli sagnaarfsins og lesendanna.
Astæður fyrir viðhorfi sínu færir Ólafur einkum í inngangi bókarinnar, og
þar kemur einmitt fram, að hann óttast að það verði „ósanngjarn dómur, ef
meta skal 13. aldar bókmenntir eftir smekk 20. aldar.“ (bls. 8). En hvernig í
ósköpunum á hversdagsmaður 20. aldar að geta lagt annað en eigið mat á
bókmenntir? Er ekki tími til kominn að við skiljum að okkur er ógerningur
að setja okkur í spor fyrri tíðar manna og sjá með þcirra augum. - Ég leyfi
mér þess utan að fullyrða, að sú útkoma sem fæst, séu fornar bókmenntir okk-
ar vegnar á nútímavog, verði ótrúlega góð. Vitanlega hljóta einhverjar sagn-
anna að falla í verði. Enda er mér ekki gruniaust um að sumum þeirra hafi
hingað til verið hampað meira en menn hafi getað varið fyrir samvizku sinni.
Væri þá vel ef einhver tæki sig til og reiddi öxina. Það gerir Ólafur Briem
ekki. Allt eru þetta þrátt fyrir áður tilvitnuð orð hans helgar kýr.
Sakir þess hve víða bók Ólafs kemur við í sagnaheiminum er hætt við að
hún verði óreyndum lesanda lítið haldreipi, en á hinn bóginn vísast góð upp-
rifjun kunnuglegra hluta fyrir hinn víðlesna. En hann er þá líka áður búinn
að víkja úr vegi þeim ásteytingarsteinum sem raunar liggja alls staðar í vegi
þeirra sem hefja lestur alvarlegra bókmennta. Ókostir sagnanna eru engan
veginn bundnir við þær. Rússnesk skáidverk frá síðustu öld eru t. a. m. gjarna
gefin út með nafnaregistri og ættaskrám, rétt eins og Islendingasögur.