Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 284
282
RITDÓMAR
SKIRNIR
erfitt er að skýra ýmis einkenni bragar með aðferðum klassiskrar bragfræði,
en hins vegar eru aðferðir þar sem meira mið er tekið af tónlist og ma.
gefinn gaumur að þögnum í línulok að ýmsu leyti betur fallnar til að „vísa
veg til skilnings á heildarmerkingu". Óskar heldur hinni gömlu skiptingu í
hnígandi og stígandi bragliði. Hann segir: „Oft hefst braglína á áherzlulausu
orði, án þess að um stígandi bragliði sé að ræða. Nefnist það forliður." (16-
17) Ætli það sé ekki oft erfitt að finna mun á vísuorði með forlið og hnígandi
liðum anr.ars vegar og hins vegar vísuorði með stígandi liðum?
Lengsti kafli bókarinnar fjallar um bragarhætti, og skiptist hann í undir-
kafla: fornir hættir, hættir danskvæða, rímnahættir, vikivakabragur, aðrir
hættir. I síðasta hlutanum er fjallað um ýmsa alkunna erlenda hætti, og hafa
íslenzk skáld notað þá flesta eitthvað. Mér þykir kaflinn í sjálfu sér taka
óeðlilega mikinn hluta af rúmi bókarinnar, en fyrst gerð var grein fyrir svo
mörgum flokkum íslenzkra bragarhátta þykir mér óþarfi að skilja sálmahætti
eftir. Þeir eru gildur þáttur í íslenzkri braglist. Reyndar hafa þeir þann galla
að vera yfirleitt nafnlausir, en þannig er nú reyndar um flesta bragarhætti
seinni tíma skálda, sem gjarna eru myndaðir eða lagaðir eftir kröfum yrkis-
efna og geðþótta skálda hverju sinni. Háttafræði þessi er efni, sem kann að
verða vandmeðfarið í kennslu. Hún er sjálfstæður lærdómur sem sjaldnast
stendur í beinu sambandi við heildarmerkingu Ijóðs, svo það hugtakið sé nú
tekið upp enn einu sinni, en hefur fremur gildi í sjálfri sér sem liður úr sögu
bókmennta eða menningarinnar. Engin ástæða er til að amast við þess háttar
námsefni, ef kennarar nota það ekki til að heimta af nemendum utanaðbókar-
lærdóm sem í raun er látinn koma í staðinn fyrir tilraunir til að greina sam-
leik bragarins við aðra þætti Ijóðsins. Það er nefnilega miklu auðveldara að
prófa í bragarháttum.
Þriðji kafii bókarinnar fjallar um skáldskaparmál, þe. ljóðstíl, og er þar
bæði rætt um orðaforða, myndmál, táknmál og nokkur stílbrögð. Öskar út-
skýrir hér prýðilega með dæmum algengustu gerðir mynda og líkinga í skáld-
skap. Eg felli mig þó ekki við að hann skuli taka Rauða steininn eftir Guð-
mund Böðvarsson sem dæmi um allegóríu. Víst er erfitt að greina milli tákna
og allegóríu, eins og Óskar bendir á, en fyrst hann reynir að greina allegóríu
frá öðru táknmáli, hefði hann að mínum dómi þurft að taka ótvírætt dæmi.
Tvímælalaust er rauði steinninn tákn í kvæðinu, en ekki finnst mér notkun
þessa tákns falla að skýrgreiningu Óskars á allegóríu, og breytir þá engu, þótt
vísbending sé gefin um túlkunina. Ég held að farsælast verði að nota orðið
allegóríu aðeins um lengri frásögn eða samsetta lýsingu þar sem hvert atriði
á myndsviði samsvarar öðru á skýrt aðgreindu kennisviði, og skiptir þá ekki
máli hvort lykill er gefinn að ráðningu eða ekki.
Meðal þeirra stílbragða sem Óskar fjallar um er þversögn (paradox), og
segir hann um þau dæmi sem hann tekur að þau skýrist auðveldlega þegar
þau séu brotin til mergjar. En máttugust verður þversögn þó í skáldskap
þegar hún er notuð til að tjá þversagnir tilverunnar, það sem ekki er hægt að
skýra, eða amk. alls ekki auðveldlega, og í þann flokk vildi ég reyndar setja