Skírnir - 01.01.1973, Page 285
SKÍRNIR
RITDOMAR
283
dæmin eftir Stein Steinar sem þama eru tekin. Til viSbótar við þau stílbrögð
sem gerð eru skil hefði gjarnan mátt vera smágrein um íróníu.
Síðasti kafli bókarinnar nefnist Ljóðið sem heild, og er þar vitanlega b'ka
um að ræða stílfræði í víðri merkingu. Efnistök finnst mér vera fulllaus í
þessum kafla, en auðvitað er erfitt að gera svo flóknu efni skil í stuttu og
einföldu máli. Oskar fjallar hér um þrjár höfuðgreinar bókmennta, epík,
dramatík og lýrík, vitaskuld með megináherzlu á þeirri síðast töldu. Gagn-
legt hefði verið að hafa í þessum kafla nokkru nánari lýsingu á því hvernig
ýmsar eigindir Ijóðsins sem fjallað var um í kaflanum á undan (myndmál,
andstæður, paradox, endurtekning, svo að dæmi séu tekin) eru einatt not-
aðar til að binda ljóðið saman í heild.
I upphafi þessa lokakafla er fjallað dálítið um eðli Ijóðsins sem heildar.
Eins og nærri má geta er ekki svigrúm til að gera meira en tæpa á vanda-
málum sem þar er við að glíma. Þar segir ma.:
„Samkvæmt nýrýninni (new criticism) er Ijóðið órofa heild, svo sem það
liggur fyrir frá hendi skáldsins, en af samverkan allra eiginda þess sprettur sá
andi, sem lesandinn nær að skynja. Samt sem áður er gagnlegt að hafa hina
gömlu tvískiptingu (þ. e. í efni og form, hugsun og tjáningu) til leiðsagnar,
ekki sízt við skýringu eldri verka, sem skapazt hafa beint eða óbeint undir
áhrifum hennar." (120)
Svo er að sjá sem Óskar játist undir þessa nýkrítísku (nýrýnu?) kenningu.
Sú var tíðin að ég hefði gert það líka, en ég skal játa að ég er orðinn veikur
í trúnni. Það er að vísu fögur hugsjón að hægt sé að skynja eða skýra alla
þætti Ijóðs eða annars flókins listaverks sem órofa heild þar sem hvert smá-
atriði eigi sér sinn stað, og það er vafalaust alltaf gagnlegt fyrir rýni eða
fræðimann að reyna hve langt sú leið er fær hverju sinni, en það getur líka
verið varhugavert að einblína um of á þessa hugsjón, ekki sízt í kennslu.
Ætli það sé ekki nær sannleikanum að segja að texti Ijóðs feli oftast í sér mörg
ljóð, sem öll séu jafn raunveruleg eða óraunveruleg, en fái þó ekki staðizt
sem hlutar sömu heildar. Af þessum skilningi leiðir ekki að allar túlkanir ljóðs
séu jafnréttar, en hins vegar að Ijóðið sem heild sé ekki til, þegar öllu er á
botninn hvolft. Þessi skilningur á eðli Ijóðs - eða skáldverks - rýrir ekki gildi
þess að mínum dómi, etv. má þvert á móti segja að hann auki notagildi þess.
Til þess að ljóð lifi þarf þrjá grundvallarþætti: skáld - texta - lesanda/heyr-
anda. Síðasti þátturinn er breytilegur, og ekki aðeins einstaklingurinn, heldur
sá heimur sem hann lifir í, viðmiðanir hans og þarfir. Með öðrum orðum
getur vægi einstakra þátta ljóðs eða annars skáldverks verið breytilegt og þá
jafnframt strúktúr þess eða heild. René Wellek hefur reynt að leysa þennan
vanda með því að hafna hinni einstöku og einstaklingsbundnu skynjun skáld-
verks sem óaðskiljanlegum þætti úr heild þess, en telur þess í stað að skáld-
verk feli í sér ákveðinn afmarkaðan fjölda skynjunarmöguleika, sem eru þá
hin raunverulega heild, sem rýnirinn reynir að nálgast. Vera má að þetta
leysi vanda skýrgreinandans, en þá held ég að það setji rýninn, þann sem
fæst við Ijóðið sjálft, í annan vanda enn meiri hinum fyrri.