Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 286
284
RITDOMAR
SKIRNIR
Bragur og ljóðstíll er vel skrifuð bók og einkennist af sérstaklega látlausri
og skýrri framsetningu. Það er þess vegna leitt að rekast nærri bókarlokum á
þessa málsgrein, sem varla verður kölluð annað en lágkúra:
„Islenzkur kveðskapur á sér lengri og heillegri sögu en ljóðagerð annarra
vestrænna menningarþjóða; eigi að síður er þessi þáttur bókmennta okkar
spunninn af ýmiss konar toga og tvinnaður úr þráðum, sem stundum voru
harla ólíkir að gildleik.“ (121)
Bæði er fullyrðingin harla vafasöm, nema „vestrænar menningarþjóðir“ séu
skýrgreindar þrengra miklu en venja er, og ber leiðan keim af þjóðernisskrum-
inu gamla; ennfremur er orsakasamhengið sem látið er í ljós með „eigi að
síður“ harla óljóst. En þetta er líka undantekning.
Oskar Halldórsson hefur unnið þarft verk með þessari bók sem vonandi
verður notuð í framhaldsskólum. Það væri mikill fengur, ef hann sæi sér fært
að taka saman kver með dæmum um það hvernig hægt er að nota fræði hans
til að greina ljóð. Það mundi koma bæði skólanemendum og kennurum að góðu
gagni.
Vésteinn Olason
RIDDARA SÖGUR
Romances, Perg. 4:0 Nr. 6 in The Royal Library, Stockholm
Edited by D. Slay
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. X
Rosenkilde and Bagger. Copenhagen 1972
Riddara söcur urðu mjög vinsælar á íslandi á 14. og 15. öld, sumar þýddar
eftir frönskum kvæðum, að því er talið er í Noregi, aðrar heimatilbúnar á Is-
landi með þýddar riddara sögur og fornaldar sögur að fyrirmynd. Örfá norsk
handrit og handritabrot eru enn til af hinum þýddu riddara sögum, en að öðru
leyti eru þær varðveittar í íslenzkum handritum. Eitt merkasta safnhandrit
riddara sagna er Perg. 4to nr. 6 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi. sem nú
hefur verið gefið út ljósprentað af Rosenkilde og Bagger í Kaupmannahöfn
með inngangi eftir Desmond Slay, enskan fræðimann, sem áður hefur séð um
ljósprentuðu útgáfuna af Skarðsbók postula sagna.
Desmond Slay er með afbrigðum vandvirkur og traustur fræðimaður; hann
hefur skrifað langan inngang að þessari útgáfu, 20 stórar tvídálka blaðsíður,
þar sem hann gerir mjög nákvæma grein fyrir handritinu, gildi þess, bandi,
útliti, upphaflegri gerð o. s. frv. Handrit þetta er nafnlaust, en í inngangi not-
ar D. Slay styttinguna S6 til hagræðis, og er því haldið hér á eftir. Handritið
er nú 137 blöð, hin stærstu 23.5x16.5 sm, bundið í tréspjöld að íslenzkum
hætti, en áður en það var síðast bundið inn, líklega á 17. öld, hafa mörg blöð
týnzt úr því, og auðséð er að aftara spjald hefur áður verið á annarri bók.
Eitt blað úr S6 er í Arnasafni í Kaupmannahöfn, AM 598 Ia 4to. Efni hand-
ritsins er sem hér segir: 1. Amícus saga og Amilíus, óheil, 2. Bevers saga,
óheil, 3. Ivents saga, óheil, 4. Parcevals saga, óheil, 5. Valvens þáttur, 6. Mír-