Skírnir - 01.01.1973, Side 287
SKÍRNIR
RITDÓMAR
285
mants saga, óheil, 7. Flóvents saga, 8. Elís saga og Rósamundu, óheil, 9. Kon-
ráSs saga, 10. Þjalar-Jóns saga, óheil, 11. Möttuls saga, óheil, 12. Clárus saga,
óheil, en auk þessa hefur Eiríks saga víðförla verið í handritinu, og ekki verður
með öruggri vissu synjað fyrir að fleiri sögur hafi týnzt úr því.
I fjórða kafla inngangs hefur D. Slay gert mjög rækilega grein fyrir sjálfu
handritinu, og má segja að þar sé hugað að öllu sem geti gefið vísbendingu
um upphaflega gerð þess, meira að segja eru tíunduð nákvæmlega öll göt og
rifur sem hafa verið á bókfellinu áður en skrifað var á það. Þessi þrautunna
rannsókn gefur mjög góða hugmynd um vinnubrögð þeirra sem gerðu hand-
ritið úr garði. Þarna er fjallað um stærð blaða, leturflöt, línulengd og fjölda
lína á blaðsíðu, gerð upphafsstafa og liti í þeim, leiðréttingar ritara og ýmis-
legt annað sem varðar vinnubrögð við gerð handritsins. Niðurstaða þessara
athugana er sú, að S6 hafi verið vel gert og fallegt handrit og að öllu leyti
prýðilegt sýnishorn af íslenzkri skinnbókagerð.
I fimmta kafla inngangs er fjallað urn kveraskiptingu og eyður í handrit-
inu; því hefur upphaflega verið skipt í 22 kver, af þeim eru 11 enn heil, 8 eru
með eyðum, úr einu er 1 blað varðveitt, en a. m. k. 2 algerlega glötuð. Alls
hafa 39-40 blöð týnzt úr handritinu, og þó e. t. v. meira. I lokum kaflans er
upphaflegt efni handritsins, blaðafjöldi, kveraskipting og kveraröð sett upp í
töflu; í þá töflu hefði þurft að bæta við tveimur dálkum, öðrum með fjölda
týndra blaða í eyðum, hinum með upphaflegum blaðafjölda hvers kvers, og
mundi lesandi þá í skjótu bragði geta áttað sig á öllu um upphaflegan og nú-
verandi blaðafjölda handritsins og stærð kvera í því.
I sjötta kafla er gerð grein fyrir skemmdum á handritinu, sem sumar stafa
af fúa og sliti, sumar af ógætilegri meðferð. Blek er víða orðið máð, einkum
á yztu blaðsíðum kvera, og í nokkrum stöðum hefur það versnað til muna við
tilraunir fræðimanna á 19. öld, sem hafa reynt að strjúka með vatni eða ann-
arri óútskýrðri vætu á máðar og óhreinar blaðsíður í von um að geta ráðið
fram úr skriftinni.
S6 er með einni hendi (skrifara A), nema fjögur blöð (lok Elís sögu og
Rósamundu) eru skrifuð af öðrum (skrifara B). D. Slay fjallar í sjöunda kafla
inngangs um skrifara og styðst þar við grein eftir Stefán Karisson, Perg, fol.
nr. 1 (Bergsbók) og Perg 4to nr. 6 í Stokkhólmi, Opuscula III, Bibl. Arn.
XXIX, Hafniæ 1967, bls. 74—80. Stefán Karlsson sýndi fram á að hendur
beggja skrifara S6 væri einnig að finna í Bergsbók, hönd A í S6 hin sarna og
hönd A í Bergsbók og hönd B í S6 sama og hönd E í Bergsbók, en á henni eru
sex hendur. Einnig réð Stefán af breytingunr sem verða á gerð stafanna k, s og
æ að þessi handrit hefðu verið r ritun á sama tíma og skrifuð í áföngum.
Þriðja handritið sem hér kemur við sögu er Ny kgl. saml. 1824b 4to, sem
Stefán hefur bent á að muni að mestu skrifað af sama manni og hönd B í S6,
sjá Opuscula IV, Bibl. Arn. XXX, Hafniæ 1970, bls. 368-69. Gustaf Lindblad
benti fyrstur manna á að skrifari A mundi hafa haft umsjón nreð gerð Bergs-
bókar, sjá inngang hans að ljósprentuðu útgáfunni í Early Icel. Man., Vol. V,
og hafa rannsóknir Stefáns Karlsssonar stutt þá tilgátu. Nafn þessa umsjónar-