Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 9
SKIRNIR
BÓKMENNTIR OG SAMFELAG
7
á íslensku, en hún var að sínu leyti reist á tveimur fyrri ritum
höfundarins sem bæði voru samin og gefin út í Ameríku. Meir
að segja eina saga nútímabókmennta sem út hefur komið, ís-
lenskar nútímabókmenntir 1918—1948 eftir Kristin E. Andrés-
son, var að sögn höfundar samin fyrir tilmæli útgefanda í Sví-
þjóð, þótt svo tækist til að liún kom fyrst út á íslensku.1
Það er ekki að sjá að erlendir útgefendur hafi á seinni árum
haft ýkja mikinn áhuga á sögu íslenskra samtíðarbókmennta.
Minnsta kosti hefur ekki komið fram neitt rit sem heldur sög-
unni áfram þar sem sleppir bók Kristins E. Andréssonar, hvað
þá megnar að leysa hana af hólmi sem samfelld saga íslenskra
nútímabókmennta, tam. frá árinu 1918, eða hvar menn kjósa
að setja upphaf nútíma í bókmenntunum. Að vísu hafa fjöl-
miðlar, blöð og útvarp verið að bera sig að fylla í þetta skarð.
Eina handbæra yfirlit yfir sögu bókmenntanna eftir stríð er þrjú
útvarpserindi Sveins Skorra Höskuldssonar haustið 1969 sem
síðan voru gefin út í dálitlu kveri og nefnist Aö yrkja á atómöld.
Og tvær bækur hafa komið út, báðar árið 1971, sem önnur fjall-
ar um Ijóðagerð, önnur um skáldsagnagerð síðustu áratugi, ís-
lensk nútímaljóðlist eftir Jóhann Hjálmarsson og íslensk skáld-
sagnaritun 1940—1970 eftir Erlend Jónsson. í báðum tilfellum
er um að ræða söfn blaðagreina, alþýðlega kynningu bóka og
höfunda frekar en samfellda sögu, eiginlega gagnrýni eða rann-
sókn bókmennta, sem slík sögugerð hlyti raunar að rísa á ef
mark ætti að verða að henni.
2
En nóg um þetta. Um og upp úr árinu 1918 verða í öllu falli
alveg óvenjulega skýr kynslóðaskil í íslenskum bókmenntum.
Eftir fullveldistöku og lok heimstyrjaldar koma fram hver af
öðrum þeir höfundar sem mestan svip hafa sett á bókmenntirnar
allt fram á þennan dag. Það er kynslóð þeirra Stefáns frá Hvíta-
dal og Davíðs Stefánssonar, Sigurðar Nordal, Þórbergs Þórðar-
sonar og Halldórs Laxness, Jóhannesar úr Kötlum og Tómasar
Guðmundssonar. Þriðji áratugur aldarinnar varð mikið um-
brota- og vaxtarskeið. Það sem síðan hefur skeð í skáldskap,
tilkoma hinna þjóðfélagslegu og pólitísku bókmennta á kreppu-