Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 18
SKÍRNIR
16 ÓLAFUR JÓNSSON
eftir Jón Thoroddsen, Gestur Pálsson og Einar Kvaran, upp-
hafsmenn raunsæisstefnu í bókmenntunum, eru báðir próflausir
menntamenn frá Kaupmannahöfn og gerast báðir blaðamenn
og ritstjórar; Jón Trausti, óskólagenginn alþýðumaður, var
prentari að iðn.
Þótt heimildir séu takmarkaðar eru að vísu tiltækar skrár um
bókaútgáfu frá ári til árs og skiptingu hennar eftir efnisflokk-
um, þótt sú flokkun oft reynist á æðimiklu reiki ef að henni
er gáð.8
Af töluyfirliti yfir bókaútgáfu á íslensku allt frá árinu 1887
má sjá hvernig útgáfan smávex fram eftir allri þessari öld með
rýmkun bókamarkaðar samfara bættum efnahag og aukinni
menntun og breyttum þjóðfélagsháttum að öðru leyti. Árið 1887
voru gefnar út 32 bækur, þar af 3 skáldrit frumsamin og 5 þýdd.
Árið 1900 var útgáfan komin upp í 75 bækur á ári, en komst yfir
100 árið 1908. Um fyrra stríð er útgáfan 100—140 bækur á ári.
Skáldskapur er mikill hluti árlegrar bókaútgáfu: um og yfir
fjórðungur útgáfunnar telst jafnan til efnisflokksins bókmenntir.
Einhvern tíma á þessu skeiði skapast bókmenntum og rithöfund-
um lífvænleg starfskjör — nógu vænleg til þess að höfundar eins
og Halldór Laxness, Davíð Stefánsson, og aðrir, gátu gefið sig
að skáldskap sínum hér heima, sem Jóhann Sigurjónsson, Jónas
Guðlaugsson, Gunnar Gunnarsson ekki gátu einum eða tveimur
áratugum fyrr. Halldór segir frá því í Ungur eg var að aldrei
hafi hvarflað að sér að gerast rithöfundur á dönsku eins og þeir
Jóhann og Gunnar á undan honum.
Um stríðsárin verður skyndileg breyting á bókamarkaðnum,
þá tvöfaldast bókaútgáfa á fáum árum, eykst úr rúmlega 300
útgefnum bókum alls árið 1938 í rúmlega 600 árið 1946. Eftir
það stendur útgáfan í stað, eða er með köflum verulega minni,
nema ef hún er að aukast á ný á allra síðustu árum með nýrri
útgáfutækni. Af töluyfirliti yfir útgáfuna má ennfremur ráða
að hún sé í býsna föstum skorðum frá ári til árs, svipað hlutfall
einstakra efnisflokka og bókmenntagreina þótt til langs tíma sé
litið. Til dæmis að taka hafa frumsamin íslensk skáldrit í fyrstu
útgáfu verið um það bil 50 talsins á ári í mörg undanfarin ár.
Þetta er heilmikið. Og það þykjumst við vita að mikið sé lesið