Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 225
SKIRNIR
RITDOMAR
223
gæti sagt sögu þingeyinga á ofanveröri nítjándu öld, svo að Jóns gætti þar
ekki verulega.
Ég þakka dr. Gunnari Karlssyni þá ánægju og þann lærdóm, sem ég hef
haft af verki hans, og jafnframt samfagna ég honum vegna þess verðskuldaða
lærdómsframa, sem það befur fært honum.
Bergsteinn Jónsson
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
BÖRN OG BÆKUR II
T ómstundalestur
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1976
Það var árið 1965 sem dr. Símon Jóh. Ágústsson gerði könnun sína á lestrar-
venjum barna og unglinga í Reykjavík. Slík könnun hafði ekki verið gerð hér
áður og því miður hefur henni ekki verið fylgt eftir síðan. Þvi fyrr sem það
verður gert því betra. Könnun Símonar náði til 20% 10—15 ára barna og var
tvíþætt, annars vegar á mati barna á efni í lestrarbókum skólanna, hins vegar
á tómstundalestri. Bókin um fyrra efnið kom út 1972 og gerði Óskar Hall-
dórsson henni skil í Skírni 1973. Síðara bindið kom út fyrir tveim árum,
skömmu áður en Símon lést.
í þessu bindi segir Símon frá niðurstöðum sínum um lestur barna og ungl-
inga á sögubókum, kvæðum, dagblöðum og tímaritum, barnablöðum og
myndablöðum; auk þess athugar hann annað sem þau gera í frístundum og
ætla mætti að hefði áhrif á lestrarvenjur þeirra, ferðir í leikhús og bíó. hvað
þau hlusta mikið á útvarp og hversu mikið þau horfa á sjónvarp. Síðasta
atriðið er sérstaklega athyglisvert, því þegar könnunin var gerð var íslenska
sjónvarpið ekki tekið til starfa. Sjónvarpið sem börnin horfðu á var her-
mannasjónvarpið á Keflavíknrflugvelli.
Það kemur í Ijós í könnuninni að íslensk börn lásu á þessum tíma mun
meira en jafnaldrar þeirra erlendis. Símon varð að fara aftur til ársins 1940
til að finna svipaðar tölur í enskri rannsókn. Börnin lásu 3i/2—G bækur á
mánuði að meðaltali, og aðeins 135 drengir og 89 stúlkur eða 13,3% úr-
taksins höfðu enga bók lesið þann hálfa mánuð sem um var spurt. Eins og
víðar við lestur bókarinnar verður maður dauðforvitinn að vita hvernig
þetta er núna, hvort og hvemig ástandið hefur breyst.
Símon setur bókalesturinn upp í töflur og ber líka saman við einkunnir
barnanna. Drengir hér virðast lesa mest 13 ára og langminnst 15 ára; stelpur
lesa að jafnaði meira en strákar, en mest lesa þær 12 ára. Yfirleitt fylgjast
að mikill lestur og góðar einkunnir, ófrávíkjanlega hjá strákum, en hjá stelp-
um má sjá dálítið skondna þróun á unglingsárunum. 13 ára lesa þær stelpur
minnst sem hafa hæstar einkunnir, og má þá geta sér þess til að þær eyði
svo miklum tíma í námið að lítill tími verði eftir til tómstundalestrar. 14 ára