Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 134
132
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Helstu rök fyrir því að um styttingu sé að ræða munu vera
að styttu nöfnin eru þjálli (sbr. gælunöfn) og að tvímyndir finn-
ast (samsett/ósamsett). Góð dæmi um styttingar eru t.d. Karl Jó-
hann fyrir Karl Jóhanns gata og Dofri fyrir Dofrafjall en fjallið
var kennt við byggðina Dofra (Skulerud 1947, 30). Miðaldakirkj-
ur báru oft aðeins nöfn dýrlinga, Skt. Pétur fyrir Skt. Péturs
kirkja, sbr. og Kennedy og Kennedy Airport. í slíkum tilvikum
varðveittust báðar myndir lilið við hlið. Dæmi um lengingar eru
hins vegar mörg og augljós, menn vilja kveða nánar á, sbr.
Heklufjall, Manarey, eða gera mun tinds og fjalls sbr. Arnfinns-
fjall og Arnfinnur. Oftast eru báðar myndir notaðar jöfnum
höndum en stundum sigrar lengri myndin (Surtshellir).
Tvímyndir segja ekkert meira um styttingu en lengingu.
Lindroth, Indrebö og Modeér vildu gera lítið úr slysfaranöfnum
ótengdum en dæmin sanna að „venja Hrappseyinga" var engin
sérvenja þeirra heldur alþekktur nafngiftarsiður í Noregi og
Svíþjóð og kunnur í Danmörku. Tvö norsku dæmanna eru
óyggjandi (Mána-Erik og Alven) og Slyngstad virtist ástæðulítið
að efast um Heming (Ásebö). Erfitt mun að henda reiður á
áreiðanleika sænsku dæmanna sjö og hinna dönsku (sbr. bls. 122
— 123) en þau sýna að mönnum hefur þótt eðlilegt að gefa ótengd
örnefni vegna slysfara eða starfa. Lindroth og Modeér hefðu
væntanlega tekið meira rnark á skýringarsögnunum sænsku
hefðu þeim verið kunn íslensku og norsku dæmin. Þar sem
sagnirnar virðast fá staðist er óþarfi að grípa til kenninga um
styttingu. Eðlilegast er að halda að sum sænsk örnefni án skýr-
ingarsagna, t.d. Junge Jan, Hans Andersen, Skeppar Olle,
Ölands Nisse og Olle Nilsson, hafi verið gefin ótengd eftir
þekktum persónum (Ortn III, 155; Modeér 1933, 25, 222).
Út frá því sem þegar er ritað má álykta að ekkert sé því til
fyrirstöðu að til hafi verið ósamsett á þjóðveldistíma (fyrir 1264)
örnefnin Önundur, Þorfinnur, Þuríður, Geirólfur, Náttfari,
Bjólfur, Loðmundur, Þrándur og Kári. Jafnvel má líta á þau
og e.t.v. nokkur í viðbót sem síðustu varðveitt örnefni af fjöl-
mörgum sem gefin hafi verið ósamsett eftir mönnum í heiðni.