Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 159
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 157
að heita svo af því að Markus veiddi þar eða strandaði báti. Hér er ekki um
að ræða mið í þeim skilningi að farið sé eftir kennileitum í landi. Amund(en)
og Hans(en) eru veiðistaðir á sömu slóðum sem Jan og Markus (Ortn XX: 1,
221,222). Á smálensku ströndinni eru fjögur dæmi um svonefnd „vörp“,
Krok-Lisa, Lánge-Lisa, Maj-Stina og Emma. Hér liafa samnefndar konur
væntanlega staðið og varpað netum (Modeér 1933, 225, 25). Þetta mun þekkt
á íslandi líka, Scemundur nefnist lögn við land Ferjubakka en Wilson hylur
í Kjarrá í Borgarfirði (Trausti Jónsson). Askjel nefnist „fiskeplass" á Jaðri
(Særheim 1977, 81).
Erfitt er að sjá af dönskum dæmum hvort um sé að ræða veiðistað eða mið.
Um mið virðast tvö dæmi frá Borgundarhólmi vitna, Eriken er öruggt dæmi,
miðað var við samnefndan reykháf í landi (Rönnevang) en hins vegar ekki
eins víst með Greterne fyrir utan Neksö (DS nr. 10, 20, 93). Við Arnager
(Borgundarhólmi) eru þrír veiðistaðir, Jeppe (getið um 1763), Hans Persen
og Hans Nielsen (DS nr. 10, 186, 187). Enn eitt dæmið frá Borgundarhólmi
er Mads Jensen veiðistaður milli Vang og Teglkaas (DS nr. 10, 252). Lille
Sören er veiðistaður sem heyrir undir Haderslev í Vendsyssel (Modeér 1933,
26). í ofangreindum dæmum um veiðistaði er vafalítið um það að ræða að
tekið sé mið af kennileiti í landi (ekki síður en dýpi) en veiðistaðurinn er
samt ekki nefndur eftir kennileitinu. Undantekning er Eriken og sambærilegt
dæmi við hann er frá Færeyjum. Þar heitir fiskimið Tobbin kennt við „b0-
stykki“(tún) á Mykinesi, sé Matras rétt skilinn. Hann bætir þó við ,summi
miðnpvn, sum eita eftir monnum, hava mannsnavnið bert“ (Matras 1928,
185). Þarna virðist um það að ræða að veiðistaður (mið) hafi verið nefndur
ótengdu nafni þess sem fann staðinn eða veiddi þar oftast.
8. Haugar
Mörður Valgarðsson bjó að Hofi við Rangá samkvæmt fornum ritum. Um
1870 sýndu menn haug við Minna Hof og nefndu Mörð (Safn II, 535). Einnig
sýndu menn Valgarð, malarkamb, hrygg eða hóla, nær Stóra Hofi (Kál I, 221).
Enn þekkjast þessi nöfn (FÍ 1966, 76). Valgarður virðist geta verið náttúru-
nafn fyrir hrygg eða grjótrana. Öðru máli sýnist gegna um Mörð. Samsýsla
haugnum Merði er haugurinn Lýtingur hjá Lýtingsstöðum (FÍ 1966, 19). Ekki
eru slíkar nafngiftir hauga sérrangæskar. Við Hafnarfjall í Borgarfirði er
Ölvishaugur, sem heitir öðru nafni Ölver eins og haugbúinn (JÁ I, 449). Hjá
Miðdal í Valþjófsdal við Önundarfjörð er hóll sem nefnist Valþjófur sem
fyrr gat. Þar skal samnefndur Valþjófur vera heygður (Vestf. sagnir II, 87;
Ó.E. 122, 133; FÍ 1951, 85). Á Ingjaldssandi er hóllinn Ingjaldur. Þar á
Ingjaldur landnámsmaður að vera heygður (Vestf. sagnir III, 123; Ó.E., 162).
Við ísafjarðardjúp eru hólarnir eða haugarnir Ölvir og Flosi (rétt Floshóll?)
og samnefndir haugbúar sagðir í þeim (sbr. 6.5.2.). Auk Ölvers undir Hafnar-
fjalli eru Ölver hólklettur í lendingu Hólahóla á Snæfellsnesi (líka Ölfer) og
Ölver sker skammt frá landi í Þorlákshöfn. Vafasamt virðist að í öllum til-
vikum sé um að ræða mannsnafnið Ölver. Má vera að Ölver sé vættarheiti.