Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 124
122
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
2. DÆMASAFN
2.1. Ótengd mannanöfn norræn, gefin sem ömefni
af þekktu eða trúverðugu tilefni
I Noregi, Svíþjóð og Danmörku er „venja Hrappseyinga“
þekkt. Fyrst skal vikið að norskum dæmum.
Maður heitir Erik Rasmusson Mán (£. 1904), bóndi að Mána
í Volda, Sunnmæri í Noregi (Árviknes 1971, 499). Honum varð
á einhverju sinni eftir gleðskap að róa báti á sker í Langvatnet
og nefnist það síðan Mána-Erik (Oddvar Nes). Per Hovda segir
frá því í grein 1944 að þá fyrir fáum árum hafi maður einn sem
Alv hét reynt að bjarga humarnetum við þaravaxið sker vestast
í Hásteinshólmum í Austur-Rygjafylki. Báturinn brotnaði en
Álfi var bjargað og nefnist skerið síðan Alven (1944, 43). Slyng-
stad ritar 1951 að þá fyrir um 80 árum hafi maður einn sem
Heming hét Ásebö frá Volda verið á báti við Flö á Sunnmæri
og rekið út í sker eitt hátt sem síðan er nefnt Hemingen (1951,
86). Slyngstad nefnir einnig Eiriken sker á Sunnmæri, sunnan
Sandshamn, sem á að vera nefnt eftir Eiríki nokkrum sem þarna
bjó uppi á landi (1951, 85). Levaren heitir boði við Sólahérað
á Jaðri. Þarna drukknaði samnefndur drengur (ísl. Liðvarður)
að sögn (Særheim 1977, 55).
Norðan við Herö í Tjarnarhéraði ekki allfjarri Gautaborg í
Svíþjóð heitir sker Torkeln og fylgir sú sögn að þar hafi einhver
Þorkell drukknað. í sama héraði sunnan við Hermansö er sker
sem Jon heitir. Þar á maður að nafni Jón að hafa stundað veiðar
(Lindroth 1922, 68, 36). Nokkru sunnar, í Askimhéraði, er tangi
(udde) við sjó sem nefnist Norskans Anna. Þarna drekkti Anna
sér að sögn og mun hafa átt norskan eiginmann (Ortn III, 164).
I sama héraði er boði sem Markus nefnist og segir ýmist að
Markús hafi veitt þar eða strandað báti þar (Ortn III, 163).
1 skerjagarðinum í Smálöndum sunnan við Kalmar er hólminn
Per Mánsson. Þar fannst að sögn lík manns sem svo hét. í sama
skerjagarði er sker sem nefnist Skeppar Simma, en samnefndur
rnaður á að hafa strandað báti (skipi) þar. Enn er í sama skerja-
garði boðinn Hesen. Þar tók niðri mann á báti sem Hes var
nefndur (Modeér 1933, 25—26).