Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
RITDÓMAR
217
jafn mikla útbreiðslu í Þýzkalandi og Aðventa. Gunnar ritaði útgefanda bók-
arinnar, Reclam í Stuttgart (áður í Leipzig), og bað um skrá yfir allar út-
gáfur forlagsins af bókinni, og barst honum rækileg skrá um þetta, og hana
tók ég upp og felldi saman við aðrar heimildir. Ýmsar þessar útgáfur vantar
í skrá þeirra félaga. Nú er það mála sannast, að skrár bóksala eru með ýmsu
móti og ekki allar sem traustastar. Hér var þó að minnsta kosti um bendingu
að ræða, sem vert var að kanna nánar.
En þrátt fyrir þetta og ugglaust fleiri vantanir er hér um mikið elju- og
merkisrit að ræða, ómetanlegan feng öllum sem fjalla um íslenzka bókfræði
og bókmenntasögu, undirstöðurit, sem lengi mun verja sess sinn. Bókin er
þvi ágætur fulltrúi á því þingi, sem önnur rit Islandicu hafa skipað um
sjötíu ára skeið.
Haraldur Sigurðsson
GUNNAR KARLSSON
FRELSISBARÁTTA SUÐUR-ÞINGEYINGA
OG JÓN Á GAUTLÖNDUM
Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1977
Um nokkurt skeið hefur það verið á margra vitorði að Gunnar Karlsson
sagnfræðingur væri að skrifa doktorsritgerð um Jón á Gautlöndum og samtíð
hans í Suður-Þingeyjarsýslu. Ég tel víst, að allir sem höfundinn þekkja hafi
búizt við miklu verki og ágætu, svo sem nú er líka á daginn komið.*
Það er nú þegar orðið þó nokkuð að vöxtum, sem skrifað hefur verið á
þessari öld um þingeyinga, verzlunarmál þeirra, stjórnmálahreyfingar, skálcl-
skap og önnur ritstörf, glímulag, lestrarsmekk, auk ævisagna, langra og
skammra, um hina atkvæðamestu eða dáðustu úr hópi þeirra.
Eins og vænta mátti hafa þingeyingar sjálfir lagt hér mest til málanna;
en nú er fram komið mat aðkomumanns á fullyrðingum þeirra um margs
konar yfirburði sinna manna á ýmsum sviðum um eitt skeið á ofanverðri
nftjándu öld. Verður naumast annað sagt en þeir megi vel við þann dóm
una. Ekki er umtalsvert þó að Gunnar sé í mörgum smáatriðum ósammála
eldri höfundum og heimamönnum og hreki sitthvað sem þeir hafa staðhæft
af tilfinningu fremur en að vandlega athuguðu máli. Meira varðar hitt,
hversu víða falla saman helztu niðurstöður.
í þessari vönduðu og vel yfirveguðu athugun er margt sem minnir á, að
ýmislegt hefur áunnizt í íslenzkri sagnfræði og sagnaritun undanfarið. Má
t.d. nefna þá auknu hliðsjón, sem höfð er af þróun mála í nálægum löndum
samtímis atburðarásinni hérlendis.
Enn höfum við þó varla til fullnustu fengizt til að kannast við, að margt
sem einu sinni taldist einkum gott og fagurt af því að það var runnið af
♦Umsögn þessi er útdráttur úr andmælaræðu við doktorsvörn Gunnars
Karlssonar 22. marz 1978.