Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 68
66 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
bókum, oft á kostnað höfunda sjálfra. Samkvæmt íslenskri bóka-
skrá komu alls út 68 fjóðabækur árið 1976, en þar af virðist mér
að um það bil 40 væru frumort ljóð í fyrstu útgáfu, meir en
helmingur þeirra fjölritaðar bækur. Það er svo annað mál hversu
mikið er um lífvænlegan skáldskap í öllum þessum ljóðum, eða
hvernig veitist að hafa upp á þeim bókum og höfundum sem
máli kunna að skipta. Hin fjölritaða bókaútgáfa fer sem sé
mikils til fram utan venjubundinnar bóksölu, bækurnar oft
seldar í áskriftum eða annarri einkasölu og eru raunar fæstar
á boðstólum í bókaverslunum.
Bækurnar 2:A—G á yfirlitinu á undan eru á hinn bóginn allt
prentaðar bækur og gefnar út af reglulegum forlögum. Hér
kemur aftur fram glögg minnkun upplags og sölu frá árinu
1972. Á því kann að vera nærtæk skýring, bækurnar A—D 1972
voru sem sé allar eftir kunna og mikilsmetna höfunda, en það
á varla við um nema bækurnar A—B 1976 og A—C 1974. Bæk-
urnar 2:F—G voru hins vegar öll árin eftir unga höfunda og
suma kornunga, allar nema ein fyrstu bækur þeirra. En með þess-
um fyrirvara má kannski ráða af yfirlitinu að algengt upplag
nýrra ljóðabóka hafi á undanförnum árum verið þetta 700—800
eintök, algeng sala 300—400 eintök, sala geti að vísu orðið veru-
lega meiri, þegar vel lætur, en líka hrapað niður í nánast ekki
neitt. Einhver kann að spyrja hvernig hefðbundin ljóðagerð
standi sig á við nútímalega á markaðnum. Því er til að svara
að langflestir höfundarnir yrkja í frjálslegu, meir eða minna
nútímalegu formi, en bækurnar I 1976, A—B 1974 og A,E,F
1972 eru að mestu hefðbundnar að brag og stíl, málfari og
hugmyndum að mér virðist.
Loks eru bækurnar 2:H—J dæmi hinnar nýju fjölritaútgáfu,
alls ólíkar bækur sín í milli, enda höfundar þeirra hver af sinni
kynslóðinni. En þetta dæmi held ég að sýni líka glöggt kosti
þessara útgáfuhátta. Fjölritun er að sögn um það bil helmingi
kostnaðarminni en venjuleg prentun og útgáfa, og geta því
upplög orðið verulega minni en áður tíðkaðist. Með þeim sölu-
háttum sem tíðkast á þessum markaði virðist líka unnt að selja
hin litlu upplög að mestu leyti, og er sala þessara bóka sem sjá
má nálægt því meðallagi sem áður var komið fram. Hitt er svo