Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
RITDÓMAR
227
ofgnótt barnabóka á markaði, ríkulegar sérdeildir barna á bókasöfnum séu
varhugaverðar vegna þess að þær skipuleggi fyrirfram bókaval barnanna og
beini lestrarfýsn þeirra inn á fyrirskrifaðar brautir. Með vaxandi iðn- og
kaupvæðingu útgáfunnar, sem miklu meir gætir í útgáfu barnabóka en
annarstaðar á bókamarkaði, verður þessi þróun sérlega athugaverð. Barna-
bækur eru ekki bara neysluvara, umfram allt eru þær tæki, aðferð handa
lesandanum að uppgötva heiminn, kynnast honum og læra á hann.
Og barnabækur eru mjög verulegur hluti árlegrar bókaútgáfu á almennan
markað hér á landi, allur þorri þeirra skáldrit af ýmsu tagi, mikill meiri-
hluti þýddar bækur. í ritgerð sinni tekur Silja Aðalsteinsdóttir til athugunar
barnasögur islenskra höfunda frá ellefu árum, bæði í fyrstu og síðari útgáfu,
159 bækur alls, þar af 131 í frumútgáfu. Sjálfsagt er þetta allur þorri frum-
saminna barnabóka sem út komu þessi ár, en nokkrar bækur eru undan-
þegnar könnuninni, visnakver, smásögur og leikrit, hreinar og beinar dýra-
sögur, og nokkrar sögur sem gerast á meðal fullvaxins fólks að sögn höf-
undar. Þar á meðal eru einhverjir hinir argvitugustu reyfarar sem út hafa
verið gefnir handa börnum og unglingum hér á landi, sögur eftir höfund
sem nefnir sig Órn Klóa.
Æskilegt hefði að vísu verið að nánari grein væri gerð fyrir bókavali til
könnunar og viðfangsefni ritgerðarinnar þar með skilmerkilegar lýst. Hefði
gjarnan mátt fylgja til glöggvunar skrá um þær íslenskar barnabækur frá
þessum árum sem ekki komu til athugunar. Ætlunin er, segir höfundur í
upphafi, „að athuga hvaða mynd íslenskar barnabækur gefa af íslensku þjóð-
félagi". Og það er Ijóst af þessum orðum og allri umræðu um bækurnar að
aðalviðmiðun hennar er að sögur gerist í „heimi bcrnskunnar" eins og hún
einhverstaðar segir, segi frá bömum og þar sé fyrir að fara að minnsta kosti
drögum raunhæfrar, trúverðugrar lýsingar umhverfis og samfélags. Engu að
síður tekur Silja einnig til athugunar nokkrar bækur, einkum handa litlum
börnum, með ævintýra og þjóðsagnaefni, þótt varla sé að vænta mikillar
„þjóðfélagslýsingar" tam. í Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson svo
aðeins gleggsta dæmið sé nefnt. Auðvitað kemur fram í slíkum sögum, eins
og að sínu leyti dýrasögum, smásögum og leikritum, glæpareyfurum um og
handa unglingum, að minnsta kosti óbein lýsing og viðhorf við umheimi og
samfélagi. En það efni slíkra sagna er allténd illa sambærilegt við samfélags-
lýsingu raunsæislegra skáldsagna sem er aðalefni Silju í ritgerðinni.
Sömuleiðis hygg ég að misráðið hafi verið að taka til rannsóknarinnar
allar, eða því sem næst allar, barnabækur islenskra höfunda árin 1960—70,
en gleggra hefði verið að einbeita athuguninni að nýjum bókum í frumút-
gáfu. Svo mikið er víst að „samfélagsmynd" Nonnabókanna, en fjórar þeirra
koma til athugunar, eða þá barnasagna Gunnars M. Magnúss frá þvi fyrir
stríð, sem endurútgefnar voru á tímabilinu, er ekki fyrirvaralaust sambærileg
við samtíma-verk. Væri hins vegar ætlunin að fjalla almennt um þá mynd
umheims og samfélags sem barnabækur birti hefði miklu meira efni þurft að
koma til athugunar, og minnsta kosti rýmilegt úrtak þýddra bóka handa