Frjáls Palestína - 01.06.2007, Page 18

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Page 18
18 FRJÁLS PALESTÍNA Tilfinningarök „Menn, konur og börn í valnum limlest, svívirt og saurguð afskræmd, fólk kúgað og niðurlægt svipt ástvinum, lifandi í örbirgð tortíming, fólk lepjandi dauðann úr skel hver dagur skelfing, fólk í angist fólk á flótta fólk sem er búið að ræna fortíð sinni nútíðin er martöð framtíðin óvissa fólk sem veröldin hefur gleymt fólk sem veröldinni stendur á sama um Allt þetta nístir mig“ segi ég þar sem við skeggræðum á Mokka „Piff, tilfinningarök“ segir þú sýpur dreggjarnar úr kaffibollanum og skellir hellunum fyrir eyrun Einar Steinn Valgarðsson Ránfuglar Orrahríð herþotanna breiðir út vænghafið í oddaflugi, hnitar hringa og verpir sprengjum í hreiðrin úr sprengjuhrærunni klekjast afkvæmin í sviðnum hreiðrunum ungarnir höggvast á en fylgja svo flugi feðranna út að sjóndeildarhringnum þar sem örmagna sólin hnígur blóðstokkin til viðar í hinsta sinn Einar Steinn Valgarðsson Börnin sem lifa í Beit Hanoun Tileinkað þeim börnum sem féllu í árásum Ísraelshers á samnefndan bæ á Gazaströndinni. En ekki aðeins þeim, heldur „heldur öllum börnum sem orðið hafa fórnarlömb stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs, bæði palestínskum og ísraelskum“ eins og segir í orðsendingu frá höfundi. Á friðsælum degi við fuglanna söng, frjáls hlaupa systkin um tún. Brosandi sólin bregður þá geislum á börnin sem lifa í Beit Hanoun. Blíðlega móðir þau kyssir á kinn er kvöldar og hlýjan sinn dún breiðir þau yfir og ber sína ást á börnin sem sofa í Beit Hanoun. En skjótt heyrast stúlku frá skelfileg óp er skothríðar mark verður hún. Bær hennar logar er blóðdropar falla á börnin sem deyja í Beit Hanoun. Þá fölna öll fegurstu blómin um stund, fold eignast augun svo brún. Blæinn hann stillir er blómsveigur fellur á börnin sem kveðja í Beit Hanoun. En gjöfin til okkar frá Guði er sú að nýr dagur rís fyrir rún. Ber jarðar spretta og bjartsýni glóir á börnin sem fæðast í Beit Hanoun Og á friðsælum degi við fuglanna söng, frjáls hlaupa systkin um tún. Brosandi sólin bregður þá geislum á börnin sem lifa í Beit Hanoun. Bjarni Þór Sigurbjörnsson Kveðið um kvölina

x

Frjáls Palestína

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.