Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Þýska vottunarfyrirtækið TÜV Rheinland og
franskt dótturfélag þess var sýknað af áfrýj-
unardómstól í Aix-en-Provence í suðurhluta
Frakklands af skaðabótakröfu í hópmálsókn
kvenna sem fengu grædda í sig gallaða PIP
brjóstapúða.
Konunum voru áður dæmdar þrjú þúsund
evrur að lágmarki í skaðabætur, þangað til
bótakröfur vegna lækniskostnaðar og annars
lægi endanlega fyrir. Þær bætur gætu kon-
urnar nú þurft að endurgreiða óski TÜV eftir
því.
Ekki er um að ræða þá hópmálsókn sem ís-
lenskar konur eru aðilar að en þeirra mál er
hluti af annarri hópmálsókn sem hefur verið í
biðstöðu á meðan þetta mál væri til lykta leitt.
Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður hjá Miska
lögmannsstofu, hefur haldið utan um mál
þeirra 204 íslensku kvenna sem leitað hafa
bóta vegna gallaðra brjóstapúða. Hún segist
ekki hafa fengið staðfestingu á því hvort mál-
inu verði áfrýjað áfram til hæstaréttar í
Frakklandi. Einhver munur sé á málatilbúnaði
í málum hópanna tveggja svo dómurinn gefi
ekki endilega fullt fordæmi fari svo að hann
standi, en það væri betri niðurstaða fyrir ís-
lenska hópinn ef málinu yrði áfrýjað. Mál
hópsins sem íslensku konurnar eiga aðild að
verða flutt 24. júlí næstkomandi en samtals
standa að baki því máli um 9000 konur.
Eftirliti ábótavant?
Málaferlin gegn TÜV Rheinland ganga út á
það í mjög grófum dráttum að sem vottunar-
aðili hafi fyrirtækið brugðist skyldum sínum
þegar það varð ekki vart við notkun PIP á iðn-
aðarsílikoni í brjóstapúðum sem það fram-
leiddi.
TÜV segir á móti að PIP hafi markvisst
beitt blekkingum í reglulegum skoðunum TÜV
á framleiðslunni til þess að fela notkun sína á
iðnaðarsílikoni. Þá hafi fyrirtækinu aðeins bor-
ið að votta framleiðsluna sem slíka, en ekki að
stunda prófanir á vörunni. Þar með sé fyr-
irtækið ekki ábyrgt fyrir vörusvikum PIP.
Eigandi PIP var handtekinn í kjölfar máls-
ins og dæmdur til fangelsisvistar. Fyrirtækið
var fljótlega eftir að málið kom upp sett í
gjaldþrotameðferð og engir sjóðir þar til sem
hægt væri að sækja bætur í. Því beinast nú
spjótin helst að vottunarfyrirtækinu.
Áfrýjunardómstóll sýknar vottunaraðila PIP
Var áður dæmdur til skaðabóta Íslenskar konur með í annarri hópmálsókn í Frakklandi
AFP
PIP Púðarnir reyndust gerðir úr lélegra síli-
koni en krafist er í lækningatækjum.
Lekir púðar
» Lekir brjóstapúðar geta, skv. vef Land-
læknis, valdið staðbundnum eymslum,
bólgu og doða í og við brjóst.
» Innihald púðanna getur dreifst um lík-
amann en finnst oftast við holhönd.
» Einkennin einskorðast ekki við PIP
púðana, en tíðni rofs í þeim er óvenju-
lega há.
Fyrstu árlegu hringferð Erps Snæs
Hansen, sviðstjóra vistfræðirann-
sókna hjá Náttúrustofu Suðurlands,
um lundavörp landsins er senn að
ljúka. Akurey í Faxaflóa stendur
útaf en önnur vörp hafa nú verið
könnuð og ábúðin mæld.
Helst vakti staðan í Papey at-
hygli. „Ástandið var mjög sér-
kennilegt í Papey. Það var ekkert
sérstaklega mikil ábúð, 45%. Mjög
mikið klak og ungar á ofsalega
breiðu aldursbili. Alveg frá 30 daga
gömlum að því að vera nýklaktir og
nokkrir ennþá í eggjum. Þetta er
svona fimm vikna tímabil, sem er
svolítið sérstakt,“ segir Erpur en í
Papey er lundinn að bera ungviðinu
loðnu, sem er mjög smá. Það gaf
ekki vel í fyrra en hugsanlega er
loðnan nær eynni nú. „Það er ekk-
ert orðið afreka þannig að ungarnir
eru að lifa þarna.“
Enn segir Erpur of snemmt að
skera úr um hvernig varpið fari.
Aðspurður hvort ástandið gefi til-
efni til bjartsýni segir Erpur svo í
raun ekki vera. „Nei, þetta er eig-
inlega svipað og hefur verið. Eins
og með Papeyna, hún á eftir að
koma í ljós. Í fyrra fór hún í mínus
en þeir eru að koma einhverju á
þar. Það er það sem við höfum ver-
ið að treysta svolítið á, að þar kom-
ist þetta í eitthvert lag.“ Austan- og
norðanlands er helst batavon.
Ástand stofnsins er enn dapurt í
sögulegu tilliti að sögn Erps en
besta ástandið þó á Norðurlandi.
Þar er eins og það gerist verst í
Bretlandi, ef horft er til langtíma-
rannsókna þar. Ástand annarra
fugla segir hann almennt slæmt
nema helst súlu og dílaskarfs, sem
geta sótt sér stærri bráð. Fuglar
sem sótt hafi í loðnu og sandsíli hafi
farið illa. Breytingar í sjávarhita
ráði þar mestu. bso@mbl.is
Lundavarp al-
mennt svipað
og síðustu ár
Ábúð lítið breytt milli ára Staða
stofnsins enn slæm í sögulegu tilliti
Ljósmynd/Erpur Snær Hansen
Lundi Pysjan var ekki alveg sátt við
þátttöku sína í vísindastarfinu.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Alþingi samþykkti undir lok seinasta
þingfundarins fyrir þingslit í gær lög
um 39% stöðugleikaskatt og nauða-
samninga fjármálafyrirtækja, svo-
nefnd haftafrumvörp. Var þverpóli-
tísk samstaða um afgreiðslu þeirra.
Frumvarpið um stöðugleikaskatt
var samþykkt með 55 atkvæðum en
einn þingmaður, Jón Þór Ólafsson,
þingmaður Pírata, greiddi ekki at-
kvæði. Frumvarpið um fjármálafyr-
irtæki og nauðasamninga var sam-
þykkt með 53 atkvæðum. Einn
þingmaður, Ögmundur Jónasson í
Vg, greiddi atkvæði á móti og tveir
þingmenn sátu hjá, Andrés Ingi
Jónsson, Vg, og Jón Þór Ólafsson,
Pírati.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra sagði við lokaum-
ræðu um málið að þingið væri að
samþykkja leið til þess að leysa
stærsta efnahagsvandamál sem
þjóðin hefði staðið frammi fyrir und-
anfarin ár. Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Vg, sagði að réttlæting
skattsins væri vandasöm og það væri
vel gert í greinargerð frumvarpsins.
Stöðugleikaskatturinn væri fyllilega
réttlætanlegur og stæðist ákvæði
stjórnarskrárinnar. Árni Páll Árna-
son, formaður Samfylkingarinnar,
tók í sama streng og sagði að mik-
ilvægasti þáttur framhaldsins væri
að tryggja að farið yrði þannig með
þá fjármuni sem renna til ríkissjóðs
að þeir valdi ekki efnahagslegum
óstöðugleika. Þá mætti heldur ekki
valda pólitískum óstöðugleika með
loforðaflaumi í aðdraganda kosn-
inga. „Það er verkefni okkar allra að
standa við þá pólitísku samstöðu sem
fram hefur komið í nefndinni að við
ætlum öll að verjast þeirri freist-
ingu,“ sagði hann.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, þakkaði fyrir
samstöðu þingsins. Um ráðstöfun
fjármunanna sem um ræðir sagði
Bjarni skýrt að þeim bæri að ráð-
stafa til að lækka skuldir ríkissjóðs.
„Hér kemur fram heildstæð áætlun
um það hvernig á að leysa vandann.
Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska
þjóð að finna fyrir þeirri samstöðu
sem er hér á þinginu um aðferða-
fræðina við að ná því markmiði,“
sagði Bjarni.
Skatturinn verður einskiptisskatt-
ur sem lagður verður á 15. apríl 2016
og verða gjalddagar fjórir á árinu: 1.
maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst 2016.
Þverpólitískt já
Stöðugleikaskattur samþykktur með 55 samhljóða atkvæðum í gær
Leysa stærsta efnahagsvandamálið, sagði forsætisráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Sumarfrí Þingmenn stigu léttum sporum og sumarklæddir út úr þinghúsinu í gær, m.a. þingmenn Framsóknar.
Morgunblaðið/Eggert
Þingslit Þeir voru einbeittir á svip á síðasta þingfundinum, Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Landinn var líkt og oft áður á far-
aldsfæti í gær þar sem nú er fyrsta
helgi júlímánaðar. Hefð er fyrir því
að fólk ferðist mikið þessa helgi en
undanfarin ár hefur þó orðið nokkur
breyting á og ferðalög dreifast jafn-
ar yfir helgar sumarsins. Um klukk-
an hálf ellefu í gærkvöldi höfðu rúm-
lega 14.300 bílar farið um Kjalarnes
Til samanburðar má nefna að yfir
sumarmánuðina árið 2012 fóru 6.906
bifreiðar daglega í gegnum Hval-
fjarðargöngin að meðaltali. Þá höfðu
um 12.500 bílar farið um Sandskeið á
sama tíma í gærkvöldi. vidar@mbl.is
Fólk á faraldsfæti á
fyrstu júlíhelginni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Suðurlandsvegur Um 12.500 bílar
höfðu farið um Sandskeið í gær.