Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Von á 22°C 2. Gáfu ungbarni heróín og kókaín 3. Kynferðisofbeldi sprengdi … 4. Skólafélagi dómarans brotnaði …  Listaverkefninu RÓT 2015 lýkur í dag kl. 15-17 í Listasafninu á Ak- ureyri, Ketilhúsi, eftir tveggja vikna ferli, sjö vinnudaga og þátttöku 31 skapandi einstaklings. Þar með er sýningin fullunnin og verður opnuð formlega. Opnunin í dag er sú seinni af tveimur og á henni verður síðasti hópur þátttakenda önnum kafinn við að fullvinna síðasta verkið á sýn- inguna. RÓT sameinar listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Hver dagur hófst á hug- flæði þar sem allar hugmyndir voru viðraðar þangað til rótin fannst, eins og það er orðað í tilkynningu. Hug- myndin að verkefninu kviknaði einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reyn- isdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar. RÓT lýkur í Ketilhúsi  Samtökin Wift á Íslandi, þ.e. Women in film and television eða Konur í kvik- myndum og sjónvarpi, halda nám- skeið í stuttmyndagerð fyrir stelpur 4.-18. ágúst, í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og Kvikmyndaskóla Íslands. Námskeiðið ber yfirskriftina Stelpur skjóta og er ætlað stúlkum á framhaldsskólaaldri. Á því verða kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og lýkur því með gerð stuttmyndar. Myndirnar verða sýndar á RIFF í haust. Kvikmynda- gerðarkonurnar Ása Helga Hjörleifsdóttir og Dögg Mósesdóttir kenna á námskeiðinu og er hægt að fá frek- ari upplýsingar og skrá sig með tölvu- pósti á stelpurskjota- @gmail.com. Stelpur skjóta í ágúst FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 3-8 m/s á en 8-13 á Suðausturlandi. Víða bjartviðri og hiti 14 til 21 stig en skýjað og líkur á þokulofti með austurströndinni. Á sunnudag Austlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning á Suður- og Austurlandi og hiti 8 til 13 stig en bjart með köflum fyrir norðan og vestan, hiti að 19 stigum. Á mánudag og þriðjudag Norðaustlæg átt 3-10 m/s. Þurrt og skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig í uppsveitum Suðvestur- og Vesturlands. „Ég hef fundið fyrir miklum áhuga, sérstaklega frá liðum í Austur- Evrópu,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason meðal annars við Morgunblaðið í dag, en hann er kom- inn aftur til Helsingborg í Svíþjóð eft- ir að hafa spilað sem lánsmaður í Rússlandi seinni hluta síðasta tíma- bils. Hann segist þegar hafa hafnað nokkrum tilboðum. »1 „Finn mikinn áhuga eft- ir Rússlandsævintýrið“ Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu lýkur form- lega í Kanada um helgina. Bronsleikurinn fer fram í kvöld og úrslitaleikur Bandaríkjanna og Japans annað kvöld. „Ekkert HM er almennilegt nema það sé stútfullt af umdeildum at- vikum,“ skrifar Edda Garð- arsdóttir meðal annars í pistli um mótið í Morg- unblaðinu í dag. »2 Sumarveislunni lýkur um helgina Liðin sem léku til úrslita um bik- armeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fyrra, Stjarnan og Selfoss, komust bæði áfram í undanúrslit keppninnar í gærkvöld. Stjarnan lagði Þór/KA í hörkuleik en vítaspyrnukeppni þurfti á milli Selfoss og ÍBV. »3 Stjarnan og Selfoss unnu dramatíska sigra Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Frábært veður var til siglinga í gærmorgun í Nauthólsvík í Reykjavík og 9-12 ára krakkar á siglinganámskeiði nutu þess. Þegar blaðamaður mætti á svæðið voru krakkarnir á leið í land með bátnum Jónasi feita, sem er vélbátur. Nafngift bátsins byggist á því að þetta er sá bátur sem flesta rúmar, en börnin á námskeiðinu voru þrjátíu talsins auk þess sem fjöldi manns starfar í og við bátana hverju sinni. „Lokadeginum er varið í eins konar ratleik á sjó og í landi. Leik- urinn snýst um að nýta þá þekk- ingu sem þau hafa aflað sér og upplifað á námskeiðinu og geta þau safnað armböndum fyrir góð- an árangur,“ segir Óttarr Hrafn- kelsson, deildarstjóri Sigluness. Meðal verkefna sem börnin kljást við er að binda og leysa tiltekna hnúta, róa báti sem er á hvolfi, binda bát við bryggju, synda milli bryggna, hvolfa árabáti og margt fleira. Lenda alltaf í ævintýrum „Hér er mikil áhersla lögð á æv- intýri. Það að lenda í ævintýri get- ur falið í sér að upplifa eitthvað al- veg nýtt og oft óvænt, verða kannski smá hissa eða hræddur en svo verður allt í lagi og allt endar vel, því að öll ævintýri enda vel,“ segir Óttarr. „Ef ævintýrin end- uðu ekki vel kæmu krakkarnir ekki aftur. Hér er alltaf mikil að- sókn og oftast komast færri að á námskeiðin en vilja.“ Siglunes hefur verið starfrækt í 48 ár en mest fer fyrir starfsem- inni yfir sumartímann. Haldin eru námskeið fyrir börn á aldrinum 9- 12 ára og 13-16 ára auk þess sem starfræktur er siglingaklúbbur fyrir 10-16 ára ungmenni sem hafa reynslu af siglingum. Taka heilmiklum breytingum Siglunesi er lýst sem ævintýra- miðstöð fyrir hressa og kjarkaða krakka með sterka ævintýraþrá. Óttar segist finna mikinn mun á börnunum frá fyrsta til fimmta dags. Í byrjun séu flestir svolítið stressaðir en strax á öðrum degi stökkvi vel flestir krakkarnir í sjó- inn. Börnin eru fullklædd í björg- unarvestum en með því að stökkva finna þau samt kuldasjokkið sem líkaminn fer í og átta sig á hvernig björgunarvestið virkar. Eftir stökkið fara þau svo beint og hlýja sér í heitapotti Sigluness. Með þessu ná þau að yfirbuga ákveðinn ótta sem sumir hafa í byrjun nám- skeiðsins og geta þá notið fram- haldsins betur. Börn byrja daginn á siglingu  Siglinganám- skeið í Nauthóls- vík eru vel sótt Morgunblaðið/Eggert Vélbátur Krakkarnir voru kátir þegar þau komu í land ásamt leiðbeinendum sínum eftir skemmtilega siglingu. Morgunblaðið/Eggert Vinátta Þeir Tómas, Uni, Úlfur og Jakob eru reynslunni ríkari eftir nám- skeiðið og hafa eignast góðar minningar á sjó og í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.