Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
ATP á Íslandi 2015
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Lokadagur All Tomorrow’sParties-hátíðarinnar er ídag. Dagskráin hefur verið
einkar tilkomumikil verður að segj-
ast en í þessum pistli mun ég að ein-
blína á tvær merkissveitir sem troða
upp í kvöld. Báðar komu þær fram á
níunda áratugnum og áttu eftir að
hafa gríðarleg áhrif á þróun neð-
anjarðarrokks, áhrif sem enn gætir
í dag. Merkilegar hvor á sinn hátt,
sannarlega, en um leið er ansi
margt sammerkt með þeim. Báðum
er þeim stýrt af mönnum sem gefa
ekki tommu eftir í listrænum um-
leitunum og báðar leggja þær um-
talsvert upp úr eyrnabræðandi há-
vaða og tónrænni naumhyggju þar
sem hámarksnýting á endur-
tekningu er dagskipunin. Báðar
sneru þær þá aftur til starfa eftir
talsvert hlé við mikinn fögnuð hinna
trúuðu.
Swans
Swans var stofnuð í New York
árið 1982 og tengdist óbeint „nei-
bylgjunni“ svokölluðu („no wave“)
þar sem afbygging og endurtúlkun
Að endimörkunum
Ógurlegt Michael Gira, Swans-limur, veit hvað hann vill.
á möguleikum rokktónlistarinnar
var málið. Swans rifu þannig frá all-
an óþarfa; eftir var gríðarþungur
undirtónn, löturhæg en nánast kæf-
andi framvinda, og leiðtoginn,
Michael Gira, var bókstaflega í öðr-
um heimi þegar hann var á sviði.
Ofsalegt, hryllilegt, stórbrotið. Há-
vaðinn á tónleikum var það mikill
að fólk flúði unnvörpum út.
Á tíunda áratugnum fór Gira
með Swans í aðrar áttir, orðinn leið-
ur á því að vera hávaðabundinn og
fór svo að sveitina þraut örendi árið
1997. Í framhaldinu gaf Gira út tón-
list með Angels of Light auk þess að
gefa út sólóplötur. Þessi tónlist var
einatt órafmögnuð og viðkvæmnis-
legri, en þó mátti alltaf greina
ókennilega spennu undir yfirborð-
inu.
Angels of Light tóku að minna
eilítið á Swans með tíð og tíma og
svo fór að Gira ákvað að endurvekja
þá síðarnefndu, var einfaldlega far-
ið að þyrsta í ógurlegheitin á nýjan
leik. Þrjár plötur hafa komið út síð-
an 2010, og orðið epík nær svona
varla utan um það sem þar er að
finna.
Loop
Loop var stofnuð í London árið
1986 og lagði upp með sýrulegið ný-
bylgjurokk og fyrst um sinn var
sniðið ekki ólíkt því sem ævintýra-
gjörnustu sveitir hins upprunalega
sýru- og blómatímabils voru í. Síð-
pönksandi lá þó til grundvallar og
Loop voru t.a.m. nokkuð á undan
sinni samtíð, skóglápsrokkið sem
sprakk út upp úr 1990 átti t.d. ým-
islegt undir Loop. Það ár kom hins
vegar svanasöngur hennar út en
sveitin hafði þróast á tilkomumik-
inn hátt á undraskömmum tíma,
lokaverkið (A Gilded Eternity)
magnþrungið og mínimalískt meist-
araverk.
Eftir Loop sinnti Robert Hamp-
son, leiðtogi hennar, verkefninu
Main og líkt og hjá Gira var hávað-
inn tónaður niður. Main reyndist
vettvangur fyrir hljóðlist og sveim
og sveitin (sem er í raun réttu bara
Hampson) heimsótti Ísland m.a. árið
2004 og lék í Klink og Bank.
Það var svo í hitteðfyrra sem
Loop kom saman aftur og lék á
nokkrum tónleikum. Fyrst um sinn
voru upprunalegir meðlimir með en
Hampson er búinn að reka þá alla í
dag og kippa … tja … eigum við að
segja meðfærilegri liðsmönnum um
borð. Fyrst um sinn réð hrein fortíð-
arþrá málum og því gleðilegt frá því
að segja að þrjár stuttskífur með
nýju efni munu koma út í ár og kom
sú fyrsta, Array 1, út fyrir stuttu.
Innihaldið er nákvæmlega ekkert
slor, rökrétt framhald af A Gilded
Eternity, smekklega kryddað með
hljóðheimi Main.
Góða skemmtun í kvöld. Megi
endurtekningin – í tvíræðum skiln-
ingi – vera með ykkur.
» Báðum er þeimstýrt af mönnum
sem gefa ekki tommu
eftir í listrænum umleit-
unum og báðar leggja
þær umtalsvert upp úr
eyrnabræðandi hávaða.
Swans og Loop spila á ATP í kvöld
Stórmerkar sveitir, hvor á sinn hátt
Lokadagur ATP-hátíðarinnar er í
dag og verða fyrstu tónleikarnir
haldnir í Atlantic Studios kl. 14.
Þar leikur hljómsveitin Young-
husband. Kl. 15.15 leikur hljóm-
sveitin Ought og kl. 16.30 er komið
að HAM. Kl. 17.45 leikur Lightning
Bolt og kl. 19.30 hljómsveitin Loop.
Swans stígur á svið kl. 21 og Ghost-
igital á miðnætti. Kiasmos er síð-
asta hljómsveitin sem leikur í Atl-
antic Studios, hefur leik kl. 1.30.
Í Andrews Theatre verður boðið
upp á dagskrá sem Rás 2 setti sam-
an. Fyrst á svið, kl. 16, er hljóm-
sveitin Caterpillarmen og kl. 17.15
leikur hljómsveitin Börn. Xylouris
White hefur tónleika kl. 18.45 og
Pink Street Boys kl. 20.15. Hljóm-
sveitin Valdimar leikur kl. 21.45 og
á eftir henni kemur Rythmatic, hef-
ur leik kl. 23.15.
Í The Officers Club munu plötu-
snúðar þeyta skífum frá miðnætti,
fyrst DJ Óli Dóri og stofnandi há-
tíðarinnar, Barry Hogan, lýkur há-
tíðinni með skífuþeytingum kl. 2.30
og er áætlað að þeim ljúki tveimur
klukkustundum síðar. Frekari upp-
lýsingar um flytjendur og dagskrá
má finna á www.atpfestival.com/
events/atpiceland2015/.
Dagskrá ATP á lokadegi
Younghusband Enska hljómsveitin Younghusband leikur á ATP í dag.
Söfn • Setur • Sýningar
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Fólkið í bænum á Veggnum
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horninu
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Að lesa blóm á þessum undarlega stað á Torgi
Hið íslenska biblíufélag 200 ára á 3. hæð
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús
Nesstofa við Seltjörn:
Sýningin Nesstofa-Hús og saga er opin þriðjudaga-sunnudaga frá 13-17
Listasafn Reykjanesbæjar
Huldufley,
skipa- og bátamyndir Kjarvals
„Klaustursaumur og Filmuprjón“
Textíll í höndum kvenna.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Konur í sögum bæjarins. Brot úr
sagnaþáttum Mörtu Valgerðar.
Bátasafn Gríms Karlssonar
6. júní – 23. ágúst
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015
Sunnudagsleiðsögn kl. 15 í fylgd Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðings
Sumartónleikar - þriðjudag kl. 20.30 - Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran
og Gerrit Schuil, píanó
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Enginn staður – íslenskt landslag
Björn Árnason, Claudia Hausfeld,
Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval,
Ingvar Högni Ragnarsson,
Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen,
Stuart Richardson
Keramik –úr safneign
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sunnudagur 5. júlí: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
SAFNAHÚSIÐ
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is