Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Um nokkurt skeið hefur þeirri bab- ýlonsku (bábilju) verið haldið að fólki að veð- urfar hafi farið hlýn- andi vegna brennslu kolefna. Við bruna á lífrænum jarðefnum losnar frumefnið kol- efni úr föstu formi og umbreytist í lífsanda, öðru nafni koldíoxíð (CO2). Þar með er við- haldið þeirri hringrás kolefnis sem er undirstaða lífs á jörðinni. Því meira sem er af lífsanda í andrúm- inu, þeim mun gróðursælla verður umhverfi okkar og fæða fyrir fleira fólk verður aðgengileg. Naglasúputilgátan var í upphafi kennd við gróðurhús en samlíkingin er svo fráleit að nú reynir enginn að halda því fram að opið andrými jarð- ar eigi eitthvað sammerkt með lok- uðu rými gróðurhúss. Hins vegar er staðreynd að lífsandinn hlýnar fyrir áhrif hitageislunar. Við hlýnunina þenst hann út og verður eðlisléttari. Hlutfallslega eðlislétt gasefni stíga til himins og kólna þar hraðar en niðri við jörðu. (Ég geri ráð fyrir að lesendur þekki söguna um nagla- súpuna.) Heimskuleg afstaða kaþólsku kirkjunnar Forystu um blekkinguna um „hlýnun veðurfars af völdum manna“ hefur haft fólk sem að eðlis- fari er öfgamenn. Þetta er fólk sem við á Íslandi sáum taka undir Ice- save-kröfur nýlenduveldanna og sem horfir til Evrópusambandsins með sömu löngun og gyðingar horfðu til Gósenlandsins í Egypta- landi. Það sem er nýtt og ógnvekj- andi við umræðuna er hin fráleita aðkoma kaþólsku kirkjunnar, en páfinn hefur sent heimsbyggðinni um- burðarbréf þar sem hann tekur afstöðu til vísindalegs deiluefnis. Upp í hugann kemur glæpsamleg fram- ganga páfastóls gegn Jordanus Brunus og Galileo Galilei. Menn hafa ekki heldur gleymt sölu páfans á aflátsbréfunum al- ræmdu. Jordanus Brunus (1548-1600) var ítalskur stjarnfræð- ingur, heimspekingur og stærðfræð- ingur. Hann er í hávegum hafður fyrir tilgátur um veröldina, sem hann taldi vera endalausa og án til- tekinnar miðju. Jordanus taldi stjörnurnar vera fjarlægar sólir, sem hefðu eigin flandur-stjörnur (planetes asteres) og á þeim væru hugsanlega lífverur. Rannsókn- arréttur kaþólsku kirkjunnar dæmdi Jordanus til dauða og var hann brenndur á báli. Galileo Galilei (1564-1642) var ítalskur stjörnufræðingur, verk- fræðingur og heimspekingur. Hann er talinn einn mesti vísindamaður allra tíma og forgöngumaður vís- indabyltingarinnar á endurreisnar- tímanum. Í andstöðu við kirkjuna hélt Galileo einarðlega fram þeirri tilgátu að sólin væri miðja heimsins og flandur-stjörnurnar snerust um hana. Fyrir afstöðu sína hlaut hann ofsóknir og fangelsun. Á okkar dögum gengur kaþólska kirkjan fram fyrir skjöldu og ræðst með glórulausu ofstæki gegn orku- framleiðslu með brennslu kolefna úr iðrum jarðar. Staðbundin vandamál vegna mengunar hafa víðast verið leyst og ekki verður andmælt að ódýr orkuframleiðsla er undirstaða þeirrar velmegunar sem stækkandi mannfjöldi nýtur. Jafnvel páfanum ætti að reynast auðvelt að skilja, hvers vegna aukning lífsanda getur ekki valdið hlýnandi veðurfari og þar að auki hefur hlýnunin sem mældist á síðustu öld ekki haldið áfram. Vísindalegar staðreyndir afsanna naglasúputilgátuna Naglasúputilgátan segir okkur að hlýnun einhverra hluta í andrúmi jarðar er sambærileg við hlýnun nagla í súpu. Sú varmaorka sem í súpunni fer til að hita naglann getur ekki komið annars staðar frá en úr súpunni sjálfri. Þetta hefur að ein- hverju litlu leyti þau áhrif að súpan sjálf kólnar, en alls ekki þau áhrif að allt sem er í pottinum hitni. Hlið- stæð atburðarás verður í andrúminu þegar lífsandinn (CO2) hitnar. Lífsandinn tekur til sín varma og auðvitað þeim mun meiri sem and- rúmið inniheldur meira af koldíoxíði. Þessi varmi kemur úr umhverfi lífs- andans, sem að stærstum hluta er vatnsgufa. Heildarvarmaorka í and- rúminu eykst ekki við þennan orku- flutning. Lífsandi sem hefur hitnað rís til himins eins og stóra systir vatnsgufan, þar sem varmaorkan streymir út í geiminn. Hvort varma- jafnvægi ríkir á jörðinni ræðst af hlutfalli innstreymis frá sólu og út- streymis frá gufuhvolfinu. Auk þess sem tilgátan um „hlýn- un veðurfars af völdum manna“ stenst ekki eðlisfræðilega sýna mæl- ingar að ekkert samband er annars vegar á milli magns lífsanda í and- rúminu og hins vegar meðal- hitastigs. Koldíoxíð í andrúminu eykst árlega nær samfellt um 0,54% en meðalhitinn hefur haldist stöð- ugur síðustu 18 ár og sex mánuði, eða í 222 mánuði samfleytt. Með- fylgjandi tvö línurit sýna þessar staðreyndir. Það er illa komið fyrir mannkyni ef æsingamenn í páfagarði eiga að skera úr um vísindaleg álitaefni. Sérstaklega er þetta mikið áhyggju- efni ef um er að ræða undirstöðu hagkerfa margra ríkja eins og gildir um orkunotkun. Þá er ekki síður mikilvægt að losun lífsanda gefur lífríkinu aukna fæðu og milljónum manna líf. Ísland ætti að hafa for- ustu um að berjast gegn babýlonsk- um ranghugmyndum eins og nagla- súputilgátunni um „hlýnun veðurfars af völdum manna“. Naglasúputilgátan um hlýnun veðurfars af völdum manna Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Ísland ætti að hafa forystu um að berj- ast gegn babýlonskum ranghugmyndum eins og naglasúputilgátunni um „hlýnun veðurfars af völdum manna“. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. Mælt magn lífsanda (CO2) C O 2 st yr ku r( m ill jó nu st u hl ut ar ). Koldíoxíð-styrkur við mælistöðina á eldfjallinu Mauna Loa. Síðasti CO2 aflestur 25. júní 2015. 402,76 ppm Frávik frá meðalhitastigi í andrúmi jarðar Hnattræn meðal hitabreyting, mæld með örbylgjumælum: 222 mánuðir desember 1996 til maí 2015. Engin hnattræn hlýnun í 18 ár og 6 mánuði Fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna, eða rúmum ald- arfjórðungi, fór vinur minn að læra guð- fræði. Ég man ennþá þegar ég hugsaði: „Hvað er að honum? Ekki trúir hann því sem stendur í Biblí- unni?“ Athyglisverð staðhæfing í ljósi þess að sjálf hafði ég aldrei lesið hana. Ég hafði vissulega lesið eitt og eitt vers og lært biblíusögur í skóla en Biblíuna sjálfa hafði ég aldrei lesið. Sem betur fer er leyfilegt að skipta um skoðun og afstaða mín breyttist þegar ég fór að kynna mér Biblíuna. Af og til síðan hefur fólk orðið á vegi mínum sem hefur viljað rökræða kristna trú. Sú um- ræða hefst iðulega á spurningu um hvort ég trúi því að aldingarðurinn Eden hafi verið til og Adam og Eva. Hvort heimurinn varð til í miklahvelli eða aldingarðinum Eden skiptir mig ekki miklu máli dagsdaglega. Hvernig sem hann varð til þá trúi ég því að Guð hafi verið við stjórnvölinn. Miðað við hraðann í himingeimnum tel ég okkur öllum fyrir bestu að einhver sé við stjórnvölinn. Og það er þessi einhver sem ég hef valið að leggja traust mitt á. Biblían segir frá áhrifamiklum persónu- leika sem tímatalið okkar er miðað við. Fyrir og eftir Krist. Sjálf get ég miðað við það tímatal í tvennum skilningi. Annars vegar sem skilgreiningu á ár- tölum fyrir og eftir ár- ið núll. Hins vegar sem þann andlega fjársjóð sem ég eignaðist þegar ég tók þá ákvörðun að trúa því að Jesús væri sá sem hann sjálfur sagðist vera. Það er kjarni Biblíunnar. Að trúa því að Jesús hafi sagt satt. Ef hann sagði satt þá er ekki annað hægt en fylgja honum. Fyrsta skrefið þitt í þá átt getur verið að lesa um hann í Biblíunni. Kynna þér sögurnar um hann. Hið íslenska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli sínu föstudaginn 10. júlí. Vertu velkominn í Dómkirkj- una kl. 16 þann dag. Eftir Dögg Harðardóttur Dögg Harðardóttir » Það er kjarni Biblí- unnar. Að trúa því að Jesús hafi sagt satt. Ef hann sagði satt þá er ekki annað hægt en fylgja honum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. „Ekki trúir hann því sem stendur í Biblíunni?“ Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Leiðandi framleiðandi lítilla heimilistækja fyrir hjarta heimilisins 60 ára reynsla á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.