Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Hjólabretti Það er eflaust skemmtilegt að renna sér niður Laugaveginn á hjólabretti á milli ferðamanna sem bera flestallir bakpoka á herðum og eru klæddir af hyggjuviti því hér er jafnan allra veðra von. Kristinn Hér á landi er nánast öll raforka framleidd sem græn orka án að- komu kjarnorkuvera og án kola- og olíu- brennslu. Þetta skapar landinu gríðarlega sér- stöðu á heimsvísu með áherslu á fullvinnslu vöru hér á landi úr grænni orku. Fyrirtæki með áherslu á um- hverfisvernd eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir raforku í fram- leiðslu sína. Íslensk raforku- framleiðslufyrirtæki hafa selt græn- ar upprunaábyrgðir sínar til fyrir- tækja á EES-svæðinu og fengið í staðinn upprunaábyrgðir sem merkt- ar eru kjarnorku, olíu, kolum og gasi. Er það sett í þann búning að kaup- andi upprunavottorðs sé að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og framleiðslu á grænni orku. Það er nokkuð ljóst að kaup- andi upprunavottorðs að grænni orku gerir það til að blekkja og ljúga að kaupanda framleiðsluvörunnar. Öll þessi blekking og sýndarveru- leiki er búinn til af embættismanna- elítunni í Brussel eins og loftslags- heimildirnar. Búin eru til „verðmæti“ úr engu sem ganga síðan kaupum og sölum en engin eiginleg hlutkennd verðmæti eru á bak við, eins og t.d. í íslenska kvótakerfinu þar sem hlut- kennd verðmæti á bak við veiðiheim- ildirnar eru fiskur sem fer á markað. Mikil pressa er bæði hjá Lands- virkjun og Bretum að færa raforku til Bretlands með sæstreng. Það er ljóst að það er ekki til að fá „græna orku“ inn í breska raforkukerfið því þeir í raun gætu sparað sér kapalinn og látið duga að kaupa aflátsbréf. Það er því nokkuð ljóst að það er ekki að reyna að komast yfir hrávöru – orku í þessu tilfelli – og skapa virð- isaukandi störf í Bretlandi. Garðyrkjubændur hafa stigið fram og gagnrýnt þetta harðlega. Þeim er boðið að „kaupa“ sig út úr kerfinu af raforkusölum. Er þetta tilboð dæma- laust ósvífið. Þannig eru raforkusalar hér á landi að neyða fram- leiðendur til að kaupa sig frá skítugum orku- aflátsbréfum til að geta vottað vöru sína græna. Í millitíðinni höfðu þessir aðilar selt græn- ar upprunaábyrgðir fyrir skítugar og ætla að græða í annað sinn og nú í gegnum íslensk fyrirtæki. Fyrir ekki svo löngu var mikill inn- flutningur á þorski frá Rússlandi. Sá fiskur seldist á lægra verði en sá ís- lenski. Ef sama fyrirkomulag hefði verið í þeim viðskiptum og Evrópu- bandalagið er með varðandi upp- runavottorð á rafmagni þá hefðu ís- lenskar fiskvinnslur keypt vottorð um að fiskurinn væri ekki rúss- neskur og selt sem íslenskan til þess að blekkja kaupandann og fá þannig hærra verð. ESB hefur sektað ís- lensk fyrirtæki fyrir rangar upp- runamerkingar á fiski en býr síðan til reglur um brask með uppruna raf- magns. Að falsa upprunavottorð á hráefni er hættulegt og algjörlega óásættanlegt og getur skaðað orð- spor okkar til langrar framtíðar. Ég treysti því að iðnaðarráðherra gangi í málið og vindi ofan af þessari vitleysu og ég geri kröfu á íslensk orkufyr- irtæki sem nýta okkar dýrmætu auð- lindir, og við höfum falið þeim nýt- ingu á til orkuframleiðslu, að þau gjaldfelli ekki okkar dýrmætustu vöru – íslenska græna orku. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Þannig eru raforku- salar hér á landi að neyða framleiðendur til að kaupa sig frá skít- ugum orkuaflátsbréfum til að geta vottað vöru sína græna. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins. Skítug orka og aflátsbréf ESB Maðurinn er efni og andi. Því er mikilvægt að nálgast heilbrigð- isþjónustu við fólk, ekki síst eldra fólk, með heildrænum hætti. Andleg aðhlynning verður oft útundan í heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að mikilvægi hennar sé almennt við- urkennt. Þótt fólk eld- ist upplifa flestir sig áfram unga hið innra, með sömu langanir, vonir og þrár sem fyrr. Við heilsu- eða færni- tap rennur þó smám saman upp fyrir fólki að lífi okkar hér á jörð eru tak- mörk sett. Mikilvægi andlegrar að- hlynningar vex á þriðja æviskeiði okkar. Andleg umönnun er mikilvæg Kjarni andlegrar umönnunar er nærvera. Í henni felast kynni og um- hyggja sem er annars konar en lækn- isfræðileg meðhöndlun. Sjónum er beint að tilfinningalegum, fé- lagslegum og andlegum þáttum. Þess ber að geta að hið andlega er ekki það sama og hið trúarlega. Fólk getur verið andlega sinnað og átt sinn and- lega veruleika án þess að trúa á Guð eða æðri mátt. Að liðsinna fólki and- lega snýst um að hjálpa fólki að finna lífi sínu merkingu og tilgang; að skilja sjálfa sig og aðra. Líf okkar er samfellt þroskaferli. Þrátt fyrir mikla æskudýrkun og jafnvel aldurs- fordóma viðurkenna flestir að aldri fylgi aukinn þroski. Þá er meðal ann- ars átt við að umburðarlyndi og skiln- ingur vaxi. Þegar fólk skynjar ná- lægð við dauðann fær andlegi þáttur lífsins, hin andlega vitund, gjarnan aukið vægi og verður mikilvægari. Brugðist við einmanaleika Margir kannast við að einmana- leiki fólks eykur kvíða og skerðir lífs- gæði verulega. Við þessu reyna fjöl- skyldur að bregðast með símhringingum og heimsóknum. Ekkert kemur í staðinn fyrir nálægð annarrar manneskju sem með skiln- ingi, hlýrri nærveru, samræðu og hlustun eykur gleði og viðheldur for- vitni um lífið sem fram fer utan dyra þess sem sjálfur kemst ekki út. For- vitnin er órækt merki um lífsgleði og lífsvilja, það sem drífur fólk fram úr á morgnana, gefur því kraftinn til dag- legra athafna og vilja til að taka þátt í lífinu. Önnum kafið starfsfólk í heil- brigðisþjónustu nær ekki að sinna þörf eldra fólks fyrir samskipti nema að takmörkuðu leyti. Ættingjar og vinir eiga oft í erfiðleikum með að finna tíma til heimsókna vegna hraða og álags sem einkennir nútíma sam- félag. Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín Umhugsunarvert er hvernig sam- félagið getur hjálpað fólki sem glímir við einmanaleika, þunglyndi og kvíða, er nánum ættingjum sleppir. Ein leið gæti verið að bjóða fólki sem þjáist af þessum einkennum að búa í opnu sambýli með öðru fólki. Þjóðkirkjan hefur lengi verið hluti velferðarkerfis okkar vegna hins kristna mannskiln- ings síns. Í þeim anda liðsinna þjónar kirkjunnar fólki með sálusorgun og ráðgjöf þegar erfiðleikar steðja að. Þannig heimsækja prestar og djákn- ar sjúkt og aldrað fólk, og sinna því eins og þeir best geta. Einnig skipu- leggja þessir aðilar víðtækari stuðn- ing með liðsinni fólks í kirkjusóknum og nærumhverfi. Þá hefur Rauði krossinn skipulagt starf heimsókna- vina með líkum hætti og þjóðkirkjan. Á hans vegum heimsækir fólk sjúk- linga á heilbrigðisstofnunum sem annars fengju sjaldan eða aldrei heimsóknir og sömuleiðis aðra er búa við einsemd. Þetta lofsverða sjálf- boðaliðastarf hefur mikla þýðingu fyrir þá sem njóta en vegna eðlis starfsins er sjaldan um það rætt op- inberlega og það ekki nógsamlega lofað. Þjóðkirkjan gæti án efa skipu- lagt meira starf af þessu tagi. Innan hennar vébanda er fjöldi fólks sem ekki sinnir lengur fastri vinnu en er við góða heilsu og með vilja til að láta gott af sér leiða. Það er vel fallið til að styðja meðbræður og -systur með heimsóknum og nærveru – og auðga um leið eigið líf. Tökum höndum saman Nýsköpun þarf að eiga sér stað í þjónustu við eldra fólk en sú nýsköp- un þarf að ná víðar en til tækni- lausna. Hugarfar fólks er drifkraftur í þessu efni. Innri samfélagsgerð og skipulag byggðar þarf að taka mið af velferð allra – alla ævi. Það er gleði- legt að Reykjavíkurborg hafi á síð- ustu misserum markað sér þá stefnu að verða aldursvæn borg og að um- sókn þess efnis hafi nýlega verið sam- þykkt hjá Alþjóða heilbrigð- ismálastofnuninni, WHO. Í því felst virðing við eldra fólk og viðurkenning á mikilvægi þess fyrir samfélagið allt. Með því að mæta þörfum eldra fólks er um leið stuðlað að velferð annarra í samfélagi okkar, svo sem barna, fjölskyldna og fatlaðra. Íslenskt samfélag er tæknivætt og afar kraftmikið þegar fólki eru skap- aðar aðstæður til að njóta sín. Landið byggir forvitið fólk og hér eru boð- leiðir stuttar. Það leiðir til þess að auðvelt er fyrir venjulegt fólk að ná áheyrn stjórnvalda eða annarra sem stefna og ákvarðanir velta á. Sam- félag okkar er minna stéttaskipt en hjá mörgum stærri þjóðum. Þetta ætti að tryggja jöfn tækifæri til mennta og starfa, t.d. frumkvöðlum með góðar hugmyndir. Við erum yf- irleitt fljót að átta okkur og taka ákvarðanir, sem er mjög gott þegar þess er vel gætt að forðast óvandaðar niðurstöður og flumbrugang. Ís- lenskir frumkvöðlar í heilbrigð- isgreinum sem öðrum starfsgreinum og iðnaði þurfa að taka höndum sam- an um að nýta tækifærin til að bæta þjónustu við eldra fólk. Þar þurfa stjórnvöld líka að greiða götuna. Hin nýja tækni sem nefnd hefur verið í fyrri grein um sama efni felur í sér ótal tækifæri til að stórbæta þjónustu án þess að hækka kostnað. Til mikils er að vinna því að með bættri þjón- ustu verður hægt að virkja betur mannauð eldra fólks, gera því kleift að starfa lengur í sína þágu og þjóð- félagsins – ásamt því að njóta lífsins betur og lengur. Um leið sköpum við samfélag þar sem búið er betur að öllu fólki og þannig nást betri afköst og framleiðni samfélagsins, sem nær að blómgast og dafna betur en nokkru sinni fyrr. Eftir Pálma V. Jónsson og Svönu Helen Björnsdóttur »Umhugsunarvert er hvernig samfélagið getur hjálpað fólki sem glímir við einmanaleika, þunglyndi og kvíða, er nánum ættingjum sleppir. Pálmi V. Jónsson Pálmi V. Jónsson er yfirlæknir öldr- unarlækninga á Landspítala og pró- fessor við læknadeild Háskóla Ís- lands. Svana Helen Björnsdóttir er verkfræðingur, stofnandi og stjórn- arformaður Stika og fv. formaður Samtaka iðnaðarins. Höfundar starfa saman að nýsköpun í þjónustu við eldra fólk. Mannlegi þátturinn í þjónustu við eldra fólk Svana Helen Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.