Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
ER KOMINN TÍMI
Á SJÓNMÆLINGU?
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Úrval af nýjum
umgjörðum frá
Einhver litríkasti skákmað-ur sem Bandaríkjamennhafa eignast og tíður gest-ur á skákmótum hér á
landi, Walter Shawn Browne, lést 24.
júní sl. 66 ára að aldri. Browne var þá
meðal þátttakenda á National open,
skákmóti sem hann hafði unnið ellefu
sinnum. Þar voru orkuútlátin söm við
sig; meðan á mótinu stóð tefldi hann
fjöltefli, tók að sér skákkennslu og
sat dágóða stund við pókerborðið en
þar hafði hann um dagana rakað
saman dágóðum skildingi. Þannig
hafði hann alltaf lifað lífinu. Svo lagð-
ist hann til svefns í húsi vinar síns í
Las Vegas og vaknaði ekki aftur.
Um tíma starfaði hann sem „gjaf-
ari“ við spilavíti í Las Vegas og
kynntist ýmsum skrautlegum kar-
akterum. Í bók sinni „The stress of
chess and its infinite finesse“ birtist
mynd af honum með Frank Sinatra,
önnur með Kenny Rogers. Þegar
skákferill hans er gerður upp stend-
ur eftir að hann vann fleiri mót en
nokkur annar skákmaður vestra og
er einhver minnisstæðasti stórmeist-
ari sem greinarhöfundur hefur teflt
við. Síðasta viðureign okkar var á
Reykjavíkurskákmótinu í fyrra þar
sem hann var heiðursgestur. Þar
náði ég loks fram hefndum eftir töp í
Lone Pine ’78, Reykjavík ’80 og í
New York ’84. Yasser Seirawan tók í
sama streng í viðtali um daginn og
hikaði ekki við að kalla Browne sinn
langerfiðasta andstæðing. Að tefla
við Walter Browne var sérstök lífs-
reynsla því maðurinn bókstaflega
skalf og nötraði frá fyrstu mínútu til
þeirrar síðustu og dró jafnan að sér
mikinn fjölda áhorfenda. Browne
kom fyrst til Íslands veturinn 1978 og
tefldi þar á best skipaða Reykjavík-
urskákmóti frá upphafi, skaust fram
úr Bent Larsen á lokametrunum og
varð einn efstur. Hann bar Íslend-
ingum alltaf vel söguna og eignaðist
hér marga vini.
Örlögin höguðu því svo að Walter
Browne tók við því hlutverki sem
beið Bobbys Fischers í Bandaríkj-
unum eftir einvígið í Reykjavík 1972.
Browne nýtti sér út í ystu æsar þau
tækifæri sem opnast höfðu fyrir
skákina eftir einvígið í Reykjavík.
Hann varð „sexfaldur skákmeistari
Bandaríkjanna“ og sá titill varð síðan
ávallt tengdur nafni hans og ímynd.
Burtséð frá bægslaganginum við
skákborðið var hann hress og
skemmtilegur náungi og einkar orð-
heppinn. Í frásögn minni af sögu
Reykjavíkurmótanna frá viðburðum
ársins 1986 stendur þetta skrifað:
„Browne steig þá í ræðustól og
minnti á framtak sitt til eflingar
hraðskákeppni á heimsvísu og út-
gáfu sína á tímariti helguðu hrað-
skákinni og bætti svo við, að í einni
hraðskák fælist yfirleitt meiri hugs-
un en hjá bandarísku ruðningsliði yf-
ir heilt keppnistímabil.“
Á ferli sínum vann Browne tvisvar
stórmótið í Wijk aan Zee í Hollandi. Í
fyrra skiptið fór hann ómjúkum
höndum um vin sinn frá Argentínu.
Walter Browne – Miguel Quinte-
ros
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4.
Bxd7+ Dxd7 5. c4 Dg4
Eftir þessa skák hefur peðsránið
alltaf þótt vafasamt.
6. O-O Dxe4 7. d4 cxd4 8. He1 Dc6
9. Rxd4 Dxc4 10. Ra3 Dc8 11. Bf4
Dd7 12. Rab5
Hótar 13. Rxd6+. Nú dugar ekki
12. … e6 vegna 13 Rxe6! fxe6 14.
Hxe6+! o.s.frv.
12. … e5 13. Bxe5! dxe5 14.
Hxe5+ Be7
15. Hd5! Dc8 16. Rf5 Kf8 17. Rxe7
Kxe7 18. He5+
- og svartur gafst upp. Tærasta
mátið kemur upp eftir 18. … Kf6 19.
Df3+! Kxe5 20. He1 mát.
Walter Browne setti
svip sinn á skáklíf Íslendinga
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Á Íslandi Walter Shawn Browne á Reykjavíkurhöfn síðast liðið sumar.
Ögmundur Jónasson
talar um umburð-
arlyndi í tengslum við
moskuna í Feneyjum.
Já, hr. Ögmundur,
sýndir þú umburð-
arlyndi þegar þú stöðv-
aðir greiðslur inn á
Geysissvæðið? Eða tal-
ar þú eins og fleiri,
bara þegar það hentar?
Þú gast ekki haft eða
sýnt hugarfarið, jú, ég
ætla að borga mig inn og hjálpa til
við uppbyggingu lands míns. Nú skal
tekið fé frá ríkinu til uppbyggingar,
sem annars hefði kannski nýst í heil-
brigðismál – einmitt – bókardæmi
þeirra vinstrisinnuðu, ríkið á að sjá
um allt og alla. Við fararstjórn í Slóv-
eníu sá ég að allir greiddu, líka
heimamenn, inn á þá staði sem þeir
almennt sýndu og þótti það sjálfsagt.
Sóley Tómasdóttir með áhyggjur af
fátækum börnum, hefði verið hægt
að gera eitthvað fyrir þau með þeim
peningum sem utanlandsferðir þínar
kosta? Björk Vilhelmsdóttir hjá vel-
ferðarráði, í flokki þeirra sem kunna
svo vel að jafna, – að sjálfsögðu sín á
milli – og hennar ferðir, hvað hafa
þær kostað? Ég tek dæmi um þessar
tvær því að þær gefa sig út fyrir að
vera svo umhugað um aðra – þvílík
hræsni. Og Alþingi, sýnir það kurt-
eisi og umburðarlyndi? Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, átt þú ekki heima í
Samfylkingunni? Nei, kona góð, þó
að lítið sé hjá þér að gera annað en
eyða tíma í einhverja vitleysu, sam-
anber kvennaþing. Ég vil ekki
kvennaþing, þið konur hafið sannað
mín fyrri skrif að þar sem margar
konur eru saman, þá fer allt í blaður
og þras og hvað gerið þið daglega
undir fundarstjórn forseta? Þið eruð
til skammar, það sjá allir hverjar
mæta endurtekið í pontu með ein-
tómt blaður í hormóna- og móður-
sýkisköstum. Til eru kvenskörungar
hafnar yfir lágkúruna, einkenni
þeirra er að þær standa einar meðal
karla, hafa ekki gaggandi kvennahóp
með sér.
Svandís Svavarsdóttir, tal þitt um
þrjá þingmenn úr atvinnuveganefnd,
að til að losna við vandræðin, sem
þeir eiga víst að vera, þá væri ráð að
útiloka þá og þá hyrfu vandræðin,
vá, þvílíkt stjórnmálalæsi. Ekki
ræða málin, bara víkja þeim burtu.
Þú meira og minna veitist að fólki, og
já, einelti stjórnarandstöðunnar á
forsætisráðherra er grafalvarlegt og
sorglegt, þið byrjuðuð á því og nú er
það komið út í þjóðlífið. Dapurlegt
var að horfa á ungan mann með mót-
mælaspjald sem á stóð „Simmi er
klikk“.
Mikil er ábyrgð ykkar og sorglegt
að horfa upp á misnotkun stjórnmála
af ykkar hendi, en þið eruð víst ekki
fær um annað, stjórnarandstaða,
hafið skömm. Birgitta
Jónsdóttir, þú ættir að
hætta þessu hug-
myndafræðirugli þínu,
þú hefur ekkert stjórn-
málalæsi. Nú stígur þú
fram ásamt fleirum um
að nú skuli tekið á Fen-
eyingum fyrir að loka
moskunni. Hin hliðin á
málinu er að í nafni Ís-
lands er stormað með
mosku til fólks sem vill
ekki mosku í sinni
borg, – fóru Íslend-
ingar eftir óskum þeirra um að ekki
yrði þar bænahald, ónei, frekjan er
algjör. En auðvitað skulu Fen-
eyingar lúta kjaftæði hinna sjálf-
hverfu og vitru Íslendinga. Hafið
skömm fyrir að kunna ekki að um-
gangast aðrar þjóðir og er nema von
að Feneyingum finnist við vera sið-
laus þjóð.
Hér urðu margir reiðir út í lista-
mann sem hellti matarlit ofan í
Strokk, en þið ráðist með alvarlegra
mál að Feneyingum. Þið getið ekki
sett hvað sem er undir hatt tjáning-
arfrelsis.
Í fyrsta sinn skammast ég mín
fyrir að vera Íslendingur.
Ögmundur, Birgitta, Alþingi, áður
en þið hugið á útflutning á tjáning-
arfrelsi og umburðarlyndi og krefjið
aðrar þjóðir um hlýðni, viljið þið þá
ekki byrja hér heima? Orðljótt og
umburðarlaust Alþingi þarf að gera
sér ljóst að þingið er ekki bara
þeirra, heldur þjóðarinnar. Ekki er
unnt að stjórna landinu fyrir vitleys-
istali og frekju. Það hlýtur að henta
Birgittu Jónsdóttur að hér ríki
stjórnleysi, Píratar hlaupa í pontu
snúi eitthvað að lögreglunni. Lög-
reglumaðurinn mátti ekki neita
myndatöku. Ég horfði á þá upptöku
og sá ekkert að henni, rútubílstjóri í
vandræðum og lögreglumaður sem
bað um að ekki yrði tekin mynd. Er
það þá þannig, Píratar, að ég má
ekki neita myndatöku af mér til
dæmis á almannafæri? Ekki mátti
birta myndir frá Búsáhaldabylting-
unni, svo Birgitta – þið ruglið enda-
laust. Ég þykist vita að komist þú í
stjórn, þá farir þú væntanlega fram
á að fá innanríkisráðuneytið því að
þá getur þú stjórnað lögreglunni í
öllu þínu stjórnleysi.
Já, það yrði félegt að fá Pírata við
völd. Lífið er nú aðeins meira en
tölvur og internet.
Umburðar-
lyndi og fleira
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
»Hafið skömm fyrir
að kunna ekki að
umgangast aðrar þjóðir
og er nema von að Fen-
eyingum finnist við vera
siðlaus þjóð.
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Drottinn Guð eilífi faðir, þú sem heyrir allar vorar
bænir. Góði Guð, þakka þér fyrir allt sem þú hefur
fyrir okkur gert. Jesús Kristur, drottinn minn, þú
gerðist bróðir minn. Leiðst saklaus fyrir syndir okk-
ar, sigraðir dauðann fyrir okkur, þú sem endurfætt
hefur okkur með skírn okkar og gert líkama okkar að
musteri þínu. Guð minn og frelsari, vert þú með oss í
leik og starfi. Byrg auglit þitt fyrir syndum vorum.
Góði guð, þess biðjum við þig í þínu helgasta nafni.
Amen.
Karl Jóhann Ormsson,
fv. deildarfulltrúi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Bæn
Morgunblaðið/Ómar