Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, er ræðukóngur 144. löggjafarþings Alþingis, sem lauk í gær. Þetta er annað árið í röð sem Steingrímur hlýtur þennan titil. Hann talaði í 2.419 mínútur samtals úr ræðustóli þingsins, eða í rúmar 40 klukkustundir. Flutti hann alls 293 þingræður á þinginu sem stóð yfir frá 9. september á síðasta ári skv. ræðu- lista þingsins og gerði 496 athuga- semdir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Steingríms, vermir ann- að sætið yfir samanlagða ræðulengd á nýafstöðnu þingi. Hún talaði sam- tals í 1.964 mínútur, eða um 33 klukkustundir, í ræðustól Alþingis, flutti 254 ræður og kom 381 sinni í ræðupúltið til að gera athugasemdir. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er svo í þriðja sæti á lista þingmanna sem töluðu lengst á nýafstöðnu þingi. Hann tal- aði samtals í 1.824 mínútur, eða um 30 klukkustundir. Össur flutti 171 ræðu og gerði 543 athugasemdir. Er Össur í efsta sæti ef litið er á lengd athugasemda úr ræðustóli, en at- hugasemdir hans stóðu samtals yfir í 962 mínútur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, er eini stjórnarliðinn sem kemst á lista yfir þá tíu þing- menn sem töluðu mest á síðasta þingi. Bjarni er í 9. sæti. Hann talaði í 1.167 mínútur, eða um 20 klukku- stundir, flutti 214 ræður og gerði 209 athugasemdir. Enginn þingmaður Framsóknar- flokksins og Bjartrar framtíðar kemst á lista yfir þá tíu þingmenn sem töluðu lengst á þinginu. Fjórir þingmenn Samfylkingarinnar og fjór- ir þingmenn Vinstri grænna eru á listanum og Jón Þór Ólafsson, þing- maður Pírata, vermir tíunda sætið. Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, er sá þingmaður sem talaði styst, eða í samtals 111 mínútur. Hún flutti 29 ræður og gerði sjö athugasemdir. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokks, talaði í 122 mín- útur á þinginu, flutti nokkru færri ræður en Elín, eða 21, og gerði 22 at- hugasemdir. Þórunn Egilsdóttir, flokkssystir hans og þingflokks- formaður Framsóknar, talaði í 123 mínútur, flutti 36 ræður og gerði 26 athugasemdir. Alls fluttu alþingismenn 7.267 þingræður á síðasta löggjafarþingi, sem stóðu yfir í rúmar 452 klukku- stundir. Athugasemdum úr ræðustól fjölg- aði mikið miðað við fyrri þing, eða um 49,4% frá þinginu á undan, og voru alls gerðar 9.272 athugasemdir á þingfundum á nýafstöðnu þingi, sem stóðu yfir í rúmlega 233 klukkustund- ir samtals. omfr@mbl.is Steingrímur ræðukóngur  9.272 athugasemdir á Alþingi  Fjölgar um 49,4% frá síðasta þingi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þingstörfin í vetur og vor, og nú fram á sumar, hafa fjarri því gengið fyrir sig eins og ég hefði kosið. Starfsáætlun fór úr skorðum og þing- haldið hefur dregist til mikilla muna. Ég get ekki hér og nú leynt von- brigðum mínum með það, persónu- legum vonbrigðum, enda hef ég lagt áherslu á að starfsáætlun standist og það ekki að ástæðulausu,“ sagði Ein- ar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, er hann ávarpaði þingheim við lok þing- funda 144. löggjafarþings í gær. Einar sagði ánægjulegt að víðtæk og góð sátt skapaðist um afgreiðslu haftafrumvarpanna, sem voru sein- ustu frumvörpin sem lögfest voru á þinginu og sagði hann að telja mætti að þessi frumvörp væru mikilvæg- asta og merkasta löggjöf þessa þings og þótt lengra væri leitað. Einar fjallaði ítarlega um það sem miður hefur farið í þingstörfunum og hvatti þingmenn til að vinna rösklega og markvisst að breytingum til að bæta vinnubrögðin og stjórnmála- menninguna á Alþingi. „Uppnefni, svigurmæli og meiðandi ummæli“ „Það er ekkert að því að menn taki stórt upp í sig í ræðustólnum, tali svo undan svíði, orðin úr ræðustólnum komi blóðinu á hreyfingu, menn fari með himinskautum og kalli fram í af hnyttni þegar það á við. En slíkt á ekkert skylt við fúkyrðaflaum, upp- nefni, svigurmæli og meiðandi um- mæli,“ sagði hann. Þingið, sem lauk störfum í gær, er eitt hið lengsta í þingsögunni. Það hófst 9. september sl.. en þingfundir voru alls 147 og þingfundadagarnir 126. Þá héldu fastanefndir þingsins um 600 fundi og stóðu þingfundir, umræður og at- kvæðagreiðslur samtals í um 830 klukkutíma. Fram kom í máli forseta Alþingis að samþykkt lagafrumvörp og álykt- anir eru að tölu áþekk og verið hefur undanfarin ár. Samþykkt voru alls 105 lagafrumvörp og 22 ályktanir. Morgunblaðið/Eggert Þingslit Þingmenn kveðjast léttir í lundu og halda út í sumarið eftir lok seinasta þingfundarins af alls 147 fundum sem fram hafa farið frá í september. Vinnubrögðin harðlega gagnrýnd 144 löggjafarþing Alþingis 9. september 2014 – 3. júlí 2015 Þingfundir: 147 Þingfundadagar: 126 Fundir fastanefnda: 600 Umræður og atkvæðagr.: 830 klst -7267 þingræður: 452 klst -9272 athugasemdir: 233 klst Lagafrumvörp: 105 Ályktanir: 22 Steingrímur J. Sigfússon 293 Bjarkey Olsen Gunnarsd. 254 Helgi Hjörvar 231 Helgi Hrafn Gunnarsson 229 Lilja Rafney Magnúsdóttir 226 Árni Páll Árnason 223 Bjarni Benediktsson 214 Katrín Jakobsdóttir 206 Sigríður Ingibjörg Ingad. 196 Katrín Júlíusdóttir 195 Össur Skarphéðinsson 962 Steingrímur J. Sigfússon 829 Bjarkey Olsen Gunnarsd. 619 Lilja Rafney Magnúsdóttir 595 Helgi Hrafn Gunnarsson 487 Sigríður Ingibjörg Ingad. 462 Svandís Svavarsdóttir 457 Helgi Hjörvar 448 Jón Þór Ólafsson 445 Katrín Júlíusdóttir 425 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fjöldi ræða: Athugasemdir í mínútum: TIL SÖLU! Verslunin hefur verið rekin um 5 ára skeið og er þekkt fyrir vandaðan kvenfatnað. Verslunin er í 100m2 leiguhúsnæði og er með trygg og góð viðskipta- sambönd. Tuzzi hefur skapað sér ákveðna sérstöðu og á tryggan hóp viðskiptavina. Áhugasamir hafi samband við tuzzi@tuzzi.is. Steingrímur J. Sigfússon 2419 mín (40 klst) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1964 mín (33 klst) Össur Skarphéðinsson 1824 mín (30 klst) Lilja Rafney Magnúsdóttir 1654 mín (28 klst) Árni Páll Árnason 1357 mín (23 klst) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1263 mín (21 klst) Katrín Jakobsdóttir 1242 mín (21 klst) Helgi Hjörvar 1170 mín (20 klst) Bjarni Benediktsson 1167 mín (20 klst) Jón Þór Ólafsson 1163 mín (19 klst) 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi Þingmenn sem skemmst töluðu Elín Hirst 111 mín Haraldur Einarsson 122 mín Þórunn Egilsdóttir 123 mín Brynjar Níelsson 127 mín Valgerður Gunnarsdóttir 131 mín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.