Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tilboðsverð frá19.950 kr. Flugsæti aðra leiðina. Hótel og íbúðir í Benidorm, Albir eða Calpe. Nánar á vita.is Alicante Flug tvisvar í viku út október VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Ekki eru heimildir til um annað en að þessi ungi maður hafi verið af fúsum og frjálsum vilja í gapastokknum á Gásum en á Miðaldadögum eru til sýnis ýmsar minjar um mannlíf og verslun á þessum helsta verslunarstað Norðurlands á mið- öldum. Dagarnir hafa verið árlegur viðburður á Gásum síðan 2004 og eru því haldnir í tólfta sinn nú. Hvergi hefur fundist jafnmikið magn minja um verslunarhætti í landinu á öldum áður. Hart tekið á óþekkt á Miðaldadögum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heyskapur er ekki enn hafinn víða á norðaustanverðu landinu. Sigríður Jóhannesdóttir, bóndi á Gunnars- stöðum í Þistilfirði, sagði í gærkvöld að hún hefði ekki orðið vör við að neinn væri farinn að slá þar í sveit. „Við vorum lengi með fé á túnun- um þetta árið. Afrétturinn tók svo seint við sér. Við tókum síðasta féð úr túnunum í lok júní, alveg hálfum mánuði seinna en í fyrra. Svo hefur sprottið hægt í þessum kulda sem hefur verið. En við höfum haft næga vætu, hana hefur ekki vantað,“ sagði Sigríður. Hún sagði að venjulega hefði heyskapur hjá þeim hafist viku til tíu daga af júlí. Það er því komið vel viku fram yfir þann tíma nú. Böðvar Pétursson, bóndi í Bald- ursheimi í Mývatnssveit, sagði að þar væri ekki byrjað að heyja. „Það er svo sem komið gras á hluta af túnunum. Það er ágæt spretta þótt það sé ekki mikill hiti. Það var þurrt í dag, fyrsti þurri dag- urinn í nær hálfan mánuð,“ sagði Böðvar í gærkvöld. „Við fórum ekki að slá fyrir þennan eina dag. Nú fer okkur að vanta heyskaparveður.“ Hann sagði að það hefði dregist óvenju lengi að byrja slátt, a.m.k. miðað við það sem hefur þekkst á þessari öld. Undanfarin ár hefur sláttur byrjað 5.-10. júlí. Böðvar sagði að heyskapur hefði byrjað mjög seint t.d. sumurin 1993 og 1995. Þetta væri því ekki einsdæmi. „Menn eru misjafnlega staddir niður um Aðaldal og Reykjadal. Sumir eru búnir með fyrri slátt en aðrir ekki byrjaðir.“ Böðvar sagði að góður ágúst gæti bjargað miklu. „Menn eru ágætlega birgir með hey frá fyrra ári og þurfa engan methey- skap í ár til að eiga nóg fóður.“ Sigurgeir B. Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sagði útlit fyrir að hey- skapur yrði með minna móti í sumar, nema það rættist úr veðrinu. „Þetta er seinna á ferðinni og minna heldur en verið hefur. Þetta lítur ekki sér- staklega vel út,“ sagði Sigurgeir. Sláttur hófst síðar í Eyjafirði nú en undanfarin ár sem hafa verið hlý. Sigurgeir sagði að margir bændur í Eyjafirði hefðu náð þokkalegum fyrri slætti. Ástandið væri verra eft- ir því sem austar drægi, t.d. austur í Þistilfirði og á Héraði. Kornrækt er líka á eftir en seinni partur sumarsins hefur mikið að segja fyrir hana. Verði ágúst sólrík- ur þá getur hún alveg sloppið, að sögn Sigurgeirs. Bændur víða ekki byrjaðir að heyja  Kuldi og vætutíð hafa seinkað slætti m.a. í Þistilfirði og Mývatnssveit  Útlit er fyrir að hey verði með minna móti í sumar nema það rætist úr veðrinu  Góður ágústmánuður getur bjargað miklu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þistilfjörður Sigríður Jóhannesdóttir, bóndi á Gunnarsstöðum, á óslegnu túni. Fénu var beitt lengi á túnin í vor því afrétturinn tók svo seint við sér. Dregið var í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins í gær. Upp kom nafn Hans Herbertssonar fram- haldsskólakennara og hlaut hann í vinning glæsibifreið af gerðinni Mercedes-Benz B Class með fjór- hjóladrifi og 7Gtronic sjálfskiptingu. Verðmæti vinningsins er tæpar sjö milljónir króna. „Ég varð hissa, eins og eflaust flestir sem fá svona,“ sagði Hans þegar hann var spurður hvernig honum hefði orðið við tilkynninguna um vinninginn. Hann sagði að það væri skemmtilegur sumarglaðning- ur að vinna bílinn. Hans kvaðst ætla að nota helgina til að hugsa um hvernig hann hygðist nýta sér vinn- inginn en hann fær bílinn afhentan næstkomandi mánudag. „Mig hefur alltaf dreymt um að eiga Benz. Kannski er þessi bíll þó í það minnsta. Við hjónin erum bæði í golfi og þurfum að koma fyrir tveim- ur golfkerrum, golfsettum og svona í bílnum. Við eigum eftir að tala við þá í Öskju um hvað við gerum.“ Aðspurður kvaðst Hans hafa verið áskrifandi að Morgunblaðinu í meira en 40 ár. Áskrifendahappdrættið var sam- starfsverkefni Morgunblaðsins og Bílaumboðsins Öskju ehf., umboðs- aðila Mercedes-Benz á Íslandi. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ræsti forritið sem dró út nafn vinningshafans. Honum til aðstoðar voru Magnús E. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs hf., útgefanda Morgun- blaðsins, og Arna Rut Hjartardóttir, markaðsfulltrúi Öskju. Framhaldsskólakennari vann Mercedes-Benz Morgunblaðið/Kristinn Happdrættið F.v.: Magnús E. Krist- jánsson, Jón Trausti Ólafsson og Anna Rut Hjartardóttir.  Hefur dreymt um að eiga Benz Á fimm bensínstöðvum N1 er selt áfengi. Allar þessar bensínstöðvar eru einnig veitingastaðir, eins og í tilfelli Olís, sem var sagt frá í Morg- unblaðinu í gær, en Olís hefur fengið vínveitingaleyfi á þremur bens- ínstöðvum yfir verslunarmannahelg- ina. „Við erum með vínveitingaleyfi á helstu veitingastöðum N1 á lands- byggðinni,“ segir Guðný Rósa Þor- varðardóttir, framkvæmdastjóri ein- staklingssviðs hjá N1, en veitinga- staðirnir eru allir samtengdir bensínstöðvum N1. Þessar fimm bensínstöðvar eru í Borgarnesi, Staðarskála, á Blönduósi, Egils- stöðum og á Hvolsvelli. „Við byrj- uðum að selja léttvín og bjór í Stað- arskála og á Blönduósi 2008, síðar bættust Borgarnes og Egilsstaðir við og nú síðast Hvolsvöllur á síðasta ári,“ segir Guðný. „Við erum að koma til móts við óskir okkar við- skiptavina, ekki síst erlendra ferða- manna, sem eru vanir að geta fengið sér léttvín og bjór með mat. Þessar N1 stöðvar eru allar þjónustustöðv- ar sem eru einnig veitingastaðir með vínveitingaleyfi.“ isb@mbl.is N1 hefur selt áfengi frá 2008  Vínveitingaleyfið tengt veitingasölunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.