Morgunblaðið - 18.07.2015, Page 11

Morgunblaðið - 18.07.2015, Page 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdastjórinn Hrönn hefur stundum þurft að berjast fyrir tilvist eina kvikmyndamenningarhúss landsins. myndagerð, söðlaði um og hóf nám í alþjóðastjórnmálum með kvikmynda- gerð sem aukafag.“ Sá tilvonandi í næsta húsi Hrönn var varla búin að tylla niður tám í Brooklyn þegar hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum, Steven Reid Meyers, skólafélaga vinar síns, Þorgeirs Guðmundssonar, í Col- umbia-háskólanum í New York. „Toggi hafði lofað að lána mér myndavél sem hann átti með vini sín- um. Þegar ég síðan bað hann um vél- ina í tölvupósti sendi hann skeytið áfram til þessa vinar síns, sem reynd- ist vera Steven og bjó steinsnar frá íbúðinni minni í Brooklyn,“ segir Hrönn og bætir við að hún hafi MJÖG oft þurft að nota þessa vél næstu vikurnar. Samt var aldrei meiningin hjá henni að eignast útlenskan mann. „En svo fannst mér auðvitað gegna allt öðru máli þegar í ljós kom að hann hafði tvisvar komið til Íslands, þekkti marga Íslendinga og ég gat meira að segja talað við hann um Rúnar Júl.,“ segir hún. Þau rugluðu fljótlega saman reyt- um og fóru að pæla í hvar þau ætluðu að búa í framtíðinni. Hrönn lauk námi vorið 2006, vann á börum hér og þar á Manhattan og rakaði að eigin sögn inn seðlum. „Mér fannst fráhrindandi hugmynd að verða millistéttarmann- eskja í bandarískri stórborg. Lífið þar er alltaf eins, hvort sem maður er tvítugur eða sextugur. Allir vinir okk- ar í New York leigja og eiga hvorki börn, hús, bíl né kött. Þeim þykir gríðarleg ákvörðun að eignast barn, en fá sér kannski smáhund.“ Öfugt við þau Steven sem áttu von á barni 2007. Þótt þau væru ekki þá staðráðin í að búa á Íslandi, komu þau heim, eignuðust Nínu Þyri í lok árs- ins og keyptu sér íbúð. „Korteri síðar fór landið á hausinn og við urðum hér föst. Ég vann m.a. stuttlega hjá 365 miðlum, í Eymundsson og að lista- verkefninu Gyðjan í vélinni fyrir Listahátíð Reykjavíkur. Steven hefur kennt við Kvikmyndaskóla Íslands frá því við fluttum, og rekur núna eig- ið fyrirtæki, Reykjavík Film Aca- demy, ásamt Togga, og er ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.“ Siðameistari í kröppum dansi Innan tíðar fór Hrönn að svipast um eftir föstu starfi. Þegar sendiráð Bandaríkjanna auglýsti eftir siða- meistara 2008 fannst henni liggja beint við að sækja um, enda með haldgóða þekkingu á bandarísku samfélagi og alþjóðastjórnmálum sem og viðburðastjórnun. „Ég var ráðin og send í þjálfun til Washington DC. Eins og starfsheitið gefur til kynna felst starfið í að fylgja eftir að allar venjur og reglur séu í heiðri hafðar samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum stöðlum varðandi bréfa- skriftir, samúðarkveðjur, boð, borð- hald, boðslista og sitt hvað fleira. Siðameistari heldur utan um og skipuleggur viðburði á vegum sendi- ráðsins, raðar til borðs og þess hátt- ar. Stundum þarf hann að setja sam- an til borðs fólk sem hann veit að hatar hvað annað. Þá getur komið í hlut siðameistara að vera málamiðlari eða bara stilla upp stórri blóma- skreytingu.“ Efalítið hefur Hrönn haft ráð undir rifi hverju í starfi siðameistara. Hún lenti þó í vanda þegar Julian Ass- ange, stofnandi WikiLeaks, kom í boð sendiráðsins, sem maki ónefnds þing- manns – sem sjálfur mætti ekki. „Ég kunni ekki við annað en að hleypa honum inn. Mér fannst þetta vand- ræðalegt og ímyndaði mér að allir héldu að hann væri í slagtogi með mér. Svo fannst mér enn pínlegra þegar hann mætti nokkrum dögum seinna í jólaföndrið af því hann hafði gleymt frakkanum sínum.“ Eftir að WikiLeaks lak skjölunum um stríðsreksturinn í Írak, viður- kennir Hrönn að um stund hafi hvarflað að sér að Assange hefði í heimsókninni komið fyrir tölvubúnaði í sendiráðinu. „Og ég væri þá sam- sek,“ segir hún hlæjandi. Áhyggjurnar íþyngdu henni þó ekki meira en svo að hún stein- gleymdi þeim í fæðingarorlofi 2010 þegar Úrsúla Sigrún leit dagsins ljós. Á heimavelli Þrátt fyrir ánægjuleg ár sem siða- meistari kveðst Hrönn ekki hafa get- að hugsað sér að vera búrókrati í al- þjóðasamskiptum til frambúðar. „Bandaríkin eru annað mesta skrif- ræðisríki í heimi á eftir Kína. Ég var orðin þreytt á hvað allt var þungt í vöfum. Mig langaði að vinna í frjórra og meira skapandi umhverfi og sótti því um auglýsta stöðu framkvæmda- stjóra Heimilis kvikmyndanna. Og hér er ég enn. Ásamt því að sinna þremur dætrum, en sú yngsta, Mía Margrét, er tæplega ársgömul.“ Ein spurning í lokin – hvað ef dæt- urnar vilja taka þátt í fegurðar- samkeppni? „Dætur mínar mega gera það sem þær vilja þegar þær eru orðnar stór- ar. Ef þær færu í fitness eða fegurð- arkeppni liði mér þó örugglega svipað og lögfræðingi í Garðabænum sem á barn í pönkhljómsveit og býr í komm- únu.“ vjon@mbl.is Ungfrú Ísland Hrönn var í 3. sæti, enda passaði hún inn í staðlaðar mælieiningar um hæð og þyngd. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Árið 2000, á ári drekans (2000), fékk Hrönn þá flugu í höfuðið að gera heimildar- mynd um fegurð- arsamkeppni. Hún hafði velt fyrir sér hvað fólk gerði sem tæki þátt í slíkri keppni, þ.e. hvernig það færi að því að „keppa“ í fegurð. Til þess að komast að því af eigin raun skráði hún sig í fegurðarsam- keppnina Unfrú Ís- land.is og tók fljótlega stefnuna á sigur – því eins og hún sagði sjálf: „Aðalatriðið er ekki að vera með, heldur að vinna.“ Í skóm drekans vann Edduverð- launin árið 2002 sem besta heimildarmynd ársins. Heimildarmynd ársins 2002 Í SKÓM DREKANS Vestfirðingar og nærsveitungar full- yrða að þeir sem einu sinni mæti á Ögurballið geti ekki hætt og mæti aftur og aftur, ár eftir ár. Þetta forn- fræga ball hafði legið niðri um skeið þegar það var endurvakið 1998 og verður það haldið í kvöld, 18. júlí, í samkomuhúsinu Ögri í Ísafjarðar- djúpi. Ef að líkum lætur verður fjörið ekki minna en undanfarin ár. Þórunn og Halli leika fyrir dansi og lofað er góðri stemningu sem ómar yfir Djúpið sem og í minningu sér- hvers manns um langan tíma. Þegar hlé verður á dansinum er gestum boðið upp á rabarbaragraut með rjóma eins og löng hefð er fyrir. Grauturinn mun sérstaklega vera framreiddur til að tryggja að gestir sem margir hverjir koma langt að hafi næga orku til að koma sér heim eftir ballið. Andlit Ögurballsins 2015 er Herdís Sigurbergsdóttir. Næg tjaldstæði eru á staðnum, en einnig er hægt að gista á Heydal og Reykjanesi. Aldurstakmark á dans- leikinn er 18 ár og allur ágóði rennur óskiptur til viðhalds og uppbygg- ingar samkomuhússins í Ögri sem er gamalt ungmannafélagshús, byggt 1926. Ögurball 2015 Sveitaball Allur ágóði rennur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins. Boðið upp á rabarbaragraut á elsta sveitaballi Vestfjarða Mán. - fim. kl. 09-18 - Föstud. kl. 09-17 Lokað á laugardögum í sumarÞITTERVALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is 15ÁRA STOFNAÐ2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.