Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
ÞÚNÝTURÞESSAÐMOKA INNKÍLÓMETRUNUMÁCANNONDALE
…OGVELURLENGRILEIÐINAHEIM.
529.900,-
CAAD86TIAGRA
SYNAPSEULTEGRACARBON56CM210.000,-
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200
VERSLAÐU Á
WWW.GÁP.IS
LEIKASÉRUMHELGAR
&HJÓLA Í VINNUNAÁVIR
KUMDÖGUM!
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
Frábær lausn fyrir hallandi og
óreglulega glugga
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Láttu sólina ekki
trufla þig í sumar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við
lagadeild Háskólans á Akureyri, telur
liggja í augum uppi að dregið hafi úr
stuðningi landsmanna við það að Ís-
land gerist aðili að Evrópusamband-
inu, í kjölfar þeirra atburða sem átt
hafa sér stað í Grikklandi og Evrópu
undanfarnar þrjár vikur.
Í skoðanakönnun sem MMR gerði í
febrúar á þessu ári um afstöðu al-
mennings til þess að Ísland gengi í
Evrópusambandið, voru 48,5% and-
víg aðild, en 33,3% voru hlynnt.
Ágúst Þór sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að það sem hefði gerst
í Evrópu, þegar Grikkir voru neyddir
til samninga við ESB og evruríkin í
síðustu viku, hefði verið lykilskref í
þróun Evrópusambandsins, sem
margir vildu ugglaust að ekki hefði
verið tekið.
„Auðvitað var
það rætt á sínum
tíma, þegar evran
var tekin upp, að
Grikkland ætti
ekki að vera með í
myntbandalaginu
um evruna. Þá
voru m.a. banda-
rískir hagfræð-
ingar gagnrýndir
fyrir kalda peningahyggju og fullyrt í
Evrópu að bandarísku hagfræðing-
arnir skildu ekki Evrópuhugsjónina.
Það er sennilegt að mörgum Evr-
ópuþjóðum hafi fundist ótækt að
Grikkland, vagga evrópsks lýðræðis,
væri ekki með,“ sagði Ágúst Þór, „og
það átti ekki síst við um Þjóðverja,
sem réðu alltaf ferðinni að stórum
hluta.“ Spurður hvaða áhrif hann
teldi að atburðirnir í Grikklandi og
Evrópu hafi á fylgi almennings á Ís-
landi við það að Ísland gangi í Evr-
ópusambandið sagði Ágúst Þór: „Um-
ræðan um aðild Íslands er ekki dauð,
en ég held það sé augljóst, að fylg-
ismönnum aðildar Íslands að ESB
hafi fækkað eftir það sem gerst hefur
í Grikklandi. Afstaða margra þeirra
sem eru fylgjandi ESB-aðild, hefur
einkennst af nánast trúarlegri sann-
færingu, og þeir eru ekki að skipta
um skoðun, hvað sem gerst hefur í
Grikklandi. En aðrir hafa örugglega
breytt um afstöðu og fylgi þeirra við
aðild hefur dofnað.
Ég held að talsmenn þess að við-
ræðunum yrði lokið með samningum
sem yrðu svo bornir undir þjóðina,
hljóti að fara að átta sig á því að sú
krafa hafði ekkert gildi og enga þýð-
ingu og var aldrei í boði,“ sagði Ágúst
Þór.
„Ef við erum eitthvað að færast
nær Evrópusambandinu, með einum
eða öðrum hætti, þá verðum við að
koma á fót einhvers konar rannsókn-
arbatteríi, sem þarf að vera eins óháð
ríkisvaldinu og mögulegt er. Rann-
saka þyrfti hvað möguleg aðild gæti
þýtt og reyna að greina hverjar fyr-
irsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar yrðu,“ sagði Ágúst Þór.
Dregið úr ESB-stuðningi
Ágúst Þór Árnason segir að afstaða ESB-aðildarsinna hafi „einkennst af nánast
trúarlegri sannfæringu“ Rannsaka þyrfti hvað möguleg aðild að ESB gæti þýtt
Ágúst Þór
Árnason
AFP
Bundestag Þýska þingið samþykkti
í gær 3. pakkann til Grikklands.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
undirritaði í dag kaupsamning við
Faxaflóahafnir sf. um kaup á lóðum
í Gufunesi, Geldinganesi og Eiðs-
vík.
Landið í Gufunesi er lóð Áburð-
arverksmiðjunnar en lóðirnar í
Eiðsvík eru tveir skikar sem liggja
að henni. Samanlagt er svæðið
221.472 fermetrar að stærð. Kaup-
verðið á því landi í heild er 242,8
milljónir kr.
Svæðið í Geldinganesi er 70
hektarar. Með kaupunum nú hefur
borgin eignast allt land í nesinu en
borgin hafði áður keypt þar land af
Faxaflóahöfnum. Kaupverðið er
103,5 milljónir kr. Heildarverð allra
skikanna er því 346,3 milljónir kr.
Hugmyndasamkeppni
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um framtíðarnýtingu svæðisins.
Borgin hefur efnt til samkeppni um
framtíðarskipulag svæðisins og er
skilafrestur til 18. ágúst. Sam-
kvæmt tilkynningu frá Reykjavík-
urborg er tilgangur samkeppninnar
að stuðla að góðu heildarskipulagi
sem tryggir líflega og skynsamlega
nýtingu svæðisins í samræmi við
markmið aðalskipulags.
Gufunes Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri.
Borgin kaupir lóð
Áburðarverksmiðjunnar
Vísitala leiguverðs á höfuðborg-
arsvæðinu var 142,3 stig í júní 2015
og lækkar um 1,9% frá fyrri mán-
uði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði
vísitalan um 0,8% og síðastliðna 12
mánuði hækkaði hún um 6,4%.
Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóð-
skrár Íslands.
Þetta er í fyrsta skipti sem gögn
um leiguverð birtast síðan verkfalli
lögfræðinga hjá sýslumönnum lauk
og birtust því núna gögn fyrir apríl,
maí og júní. Í apríl lækkaði vísitala
um 0,3%, í maí varð hækkun upp á
1,4% og í júní lækkaði svo um 1,9%,
eins og áður sagði. Morgunblaðið
birti í gær fréttir um að vísitala
fasteignaverðs hefði lækkað um
0,2% í apríl. Að sögn Ásgeirs Jóns-
sonar voru mögulegar útskýringar
á þeirri lækkun að aukin velta væri
á markaði um gæðaminni sérbýli.
Athygli vekur að leiguverð fyrir
stúdíóíbúðir vestan Kringlumýr-
arbrautar hefur aldrei mælst
hærra þrátt fyrir fyrrnefnda heild-
arlækkun vísitölu. Birtingu vísitöl-
unnar er ætlað að varpa ljósi á þró-
un leiguverðs. isak@mbl.is
Vísitala leiguverðs
lækkaði í júní
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda-
lagsins við Ísland hefst að nýju
fimmtudaginn 23. júlí næstkomandi
með komu flugsveitar tékkneska
flughersins.
Alls munu um 70 liðsmenn taka
þátt í verkefninu og til viðbótar
starfsmenn frá stjórnstöð NATO í
Uedem, Þýskalandi, að því er fram
kemur á vef Landhelgisgæslunnar.
Flugsveitin kemur til landsins með
fimm JAS-39C orrustuþotur.
Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum
að varaflugvöllum á Akureyri og
Egilsstöðum á tímabilinu 25.-29.
júlí.
Verkefnið verður framkvæmt
með sama fyrirkomulagi og fyrri ár
og í samræmi við loftrýmis-
gæsluáætlun NATO fyrir Ísland.
Ráðgert er að þessu verkefni ljúki
27. ágúst en þá kemur til landsins
flugsveit danska flughersins. Verk-
efnið er framkvæmt af Landhelg-
isgæslu Íslands.
Tékkar gæta
loftrýmisins